Læknaneminn - 01.04.1988, Page 23
MYND 1: Acetylkólín (Ach.) verkar bæði á múskarín viðtaka (V) á æðaþeli og sléttum vöðva. í æðaþeli
veldur það losun á EDRF sem berst á sléttan æðavöðva og miðlar slökun (hindrar að Ca^ hækki í frumunni).
I sléttum æðavöðva veldur Ach. samdrætti (hækkar Ca * styrk inni í frumu). Ahrif EDRF á sléttan vöðva
eru sterkari en áhrif Ach. Heildaráhrif eru því slökun.
gagnstæðum áhrifum en það eru
áhrifin á æðaþelið sem eru
yfirsterkari og heildaráhrifin verða
því slökun (sjá mynd 1).
Með bessum tilraunum var
brautin rudd og í kjölfarið hefur
fylgt mikill fjöldi rannsókna og
hafa menn helst beint sjónum
sínum að því hvaða efni er hér á
ferðinni.
Fljótlega var útilokað að um
væri að ræða prostasýklín eða önnur
prostaglandín þar sem cycló-
oxýgenasahemjarar eins og
indómethacín og acetylsalicylsýra
hafa engin áhrif á þessa slökun(4).
Þurfti því að róa á ný mið í von um
árangur. Helstu aðferðir sem
nothæfar voru í þessa leit voru
áhrif ýmissa efna (hemjandi/
örvandi) á EDRF. Menn sáu að
erfitt yrði að einangra það og
efnagreina þar sem EDRF hefur
mjög stuttan helmingunartíma (t1/2)
eða 6-50 sek(4).
Margar hugmyndir komu
fram á árunum 1982-1987. Á
meðal þeirra má nefna að EDRF var
talið vera arakidónsýruafleiða
gegnum lipoxygenasa(l) eða frír
radíkali(28). Einnig var stungið
upp á að carbónýl-hópur væri hinn
virkihópuríEDRF(15). Þaðvarþó
nokkuð víst að um var að ræða
óstöðugt mólíkúl sem var mjög
viðkvæmt fyrir súrefnisradíkölum
og ensým sem brutu þá niður, til
dæmis dismútasi, lengdu t1/2 fyrir
EDRF(40,41). Einnig virtist hem-
óglóbín binda EDRF(42).
Þessar upplýsingar leiddu
hugi manna að skyldleika EDRF og
nítróglýceríns og skyldra lyfja.
Þessi lyfjaflokkur hefur verið
notaður í marga áratugi til að
framkallaæðaslökun. Virkaefnið í
þessum lyfjum er köfnunar-
efnisoxíð (NO) sem losnar úr þeim
og veldur slökun í sléttum
æðavöðva. NO er einmitt sameind
sem gæti komið heim við þær
upplýsingar sem þegar voru fyrir
hendi. í framhaldi af þessu birtu
tveir aðskildir hópar athugenda
niðurstöður sem bentu eindregið til
þess að EDRF væri ekkert annað en
NO. Þetta studdu þeir með ýmis
konar samanburðartilraunum á
EDRF og NO(43-46). Staðfest-
ingin á þessu kom skömmu síðar.
Þá tókst að sýna fram á að æðaþel
gefur frá sér NO og það í
næganlegu magni til að valda
slökun. Þessi NO losun var
óaðgreinanleg frá EDRF losun hvað
varðaði líffræðilega virkni,
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
21