Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Page 34

Læknaneminn - 01.04.1988, Page 34
bypass) vegna æðakölkunar í innri hálsslagæð (a. carotis intema) eða miðhjarnaslagæð (a. cerebri media). Þótt aðgerðin tækist tæknilega séð vel og blóð streymdi um vel opna æðahjáveitu, varð það ekki til að draga úr tíðni heiiablóðfalls( 16). Það verður því einnig að huga að smærri æðunum og efnaskiptum heilans. Við blóðþurrð bælir orku- skortur í frumum heilans “jónadælu” frumuhimnunnar og rafstarfsemi hennar. Fruman tútnar út og kalsíum streymir inn í hana. Þetta dregur úr blóðflæðinu til heilans (samdráttur heilaæða vegna aukningar kalsíums í sléttum vöðva æðanna), eykur seiglu blóðsins (minnkuð afmyndunarhæfni rauðra blóð- korna vegna aukins kalsíummagns í himnu þeirra og kalsíum hefur e.t.v. áhrif á samloðun blóðflagna), eykur niðurbrot próteina og fosfólípíða og losun frírra fitusýra, m.a. arakídonsýru, með myndun thromboxans og prostaglandína og aukningu á fríum radíkölum (orkuríkum efniseindum með stakri elektrónu á ystu braut) súrefnis. Aukinn kalsíumstyrkur getur einnig hamlað ATP myndun hvatbera (mitochondria), þannig að það súrefni sem býðst nýtist í staðinn til frekari kalsíumflutnings. Þannig skapast vítahringur sem valdið getur frekari vefjaskaða, með frekari æðasamdrætti, samloðun blóðflagna o.s.frv. Við blóðþurrð stuðlar loftfirrt niðurbrot sykurs að mjólkursýru blóðsýringu (lactic acidosu), sem eykur á heilaskaðann. Endorfín virðast lfka spila þarna inn ((4,17-23). Einkenni(,82a26> Einkenni heiladreps vegna lokunar slagæðar á staðnum eru oft til staðar þegar sjúklingurinn vaknar að morgni eða þróast smám saman. Þaðhveblóðþurrðinskapast oft á nóttunni gæti skýrst af sólarhringssveiflu hematókrítar (sem verður hæst undir morgunn)(5) og virkni fíbrín- sundrunar (sem er minnst um kl. 3)(4). Staðbundin lokun er algengust í annarri hvorri innri hálsslagæðinni (a. carotis intema). Blóðrek lokar hins vegar oftast miðhjarnaslagæð (a. cerebri media). Einkenni vegna blóðreks komagjarnan skyndilega. Yfirleitt er ógerlegt að aðgreina lokun innri hálsslagæðar og miðhjamaslagæðar klínískt. Um 16 af hundraði sjúklinga fá engin einkenni þótt innri hálsslagæð lokist, 26 af hundraði fá væg einkenni, en 58 af hundraði fá svæsin einkenni(l). Lokun á / veruleg þrengsli í innri hálsslagæð eða miðhjarnaslagæð: Skert meðvitund, gagnstæð helftarlömun (til að byrja með slöpp, en síðan spastísk), extensor plantar svörun, mótorísk afasía (ef ríkjandi heilahvel), skerðing gagnstæðs helmings sjónsviðs (contralateral homonym hemi- anopia), skert húðskyn í gagnstæðum líkamshelmingi (hemihypalgesia/hypesthesia). Lokun á æðuslagæð (a. chorioidea anterior): Sömu einkenni og að ofan, nema talhæfnin sleppur þótt um ríkjandi heilahvel sé að ræða. Lokun á fremri hjamaslagæð (a. cerebri anterior): Beggja vegna: Skert meðvitund, sinnuleysi, sljóleiki, mótorísk afasía, mótorísk apraxía. Öðrum megin: Gagnstæð helftarlömun eða aðeins lömun í handleggnum eða fremur gang- limnum (monoparesis) og mis- mikið skyntap í gagnstæðum lfkamshelmingi. Mótórísk afasía og/eða apraxía ef ríkjandi heilahvel. Drep í heilastofni og litla heila: Mjög breytileg einkenni. Drep í mænukylfu hefur í för með sér breytilega blöndu lömunar í einum til fjórum útlimum, brottfallseinkenni vegna sködd- unar kjarna neðstu heilatauganna og truflanir á öndun, púls og blóðþrýstingi. Rykkir í mjúka gómnum (palatal myoclonus) fylgja ef drepið nær til ólífukjarnans. Drep í mænukylfustrýtu (pyramis) öðrum megin og pyramídabrautinni sem búin er að fara yfir miðlínu veldur lömun í griplimnum sömu megin og gagnstæðum ganglim. Drep í mænukylfustrýtu beggja vegna veldur lömun í öllum útlimum (quadriplegiu). Drep hliðlægt (lateralt) í mænukylfu (medullary wedge syndrome, Wallenberg’s syn- drome) vegna lokunar aftari og neðri hnykilsslagæðar (a. cerebell- aris post. inf.) eða efst í hryggslagæð (a. vertebralis) hefur í för með sér svima, ógleði og uppköst (vestibular kerfið), góms-, koks- og raddbandlömun sömu 32 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.