Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 36
á vatnspípu (aquaductus)
heilastofnsins og myndun
vatnshöfuðs (hydrocephalus).
Þunglyndi:
Þunglyndi fylgir oft í kjölfar
heilablóðfalls. í Baltimore var 65
sjúklingum sem lagðir voru inn á
sjúkrahús vegna heilablóðfalls
fylgt eftir í tvö ár(26). Meðan á
sjúkrahúsdvölinni stóð greindist
verulegt þunglyndi hjá 9 og væg-
ara þunglyndi hjá 12 sjúklingum.
Einkenni verulegs þunglyndis
löguðust í ölium tilvikum marktækt
á tveimur árum, en einkenni
vægara þunglyndis aðeins í
þriðjungi tilvika. Afþeim sem ekki
töldust þunglyndir á sjúkrahúsinu
var rúmlega þriðjungur orðinn
þunglyndur eftir 2 ár. Höfundar
töldu þunglyndið ekki vera beina
afleiðingu líkamlegrar eða
andlegrar fötlunar af völdum
heilablóðfallsins, þar eð ekki fannst
marktæk samsvörun milli
þunglyndis og fötlunar, en stungu
upp á að boðefni og lífeðlisfræðilegir
þættir gengdu hér mikilvægu
hlutverki.
Klínísk skoðun 6827>
Skoðun á taugakerfi leiðir í
ljós hversu mikil brottfalls-
einkennin eru. Við speglun augn-
botna má e.t.v. sjá merki um
blóðrek í æðum. Hlusta þarf vand-
lega yfir hjarta (m.t.t. hugsanlegrar
embolíuuppsprettu þar).
Þegar um einkenni frá
fremra æðakerfi heilans er aðræða,
getur verið minnkaður púls í
hálsslagæð (a. carotis) og að sama
skapi aukinn púls í gagnauga-
slagæð (a. temporalis). Hlusta ber
með hlustpípu yfir háls-
slagæðunum, einkum yfir
greiningarstað þeirra (carotis
bifurcationinni), bæði með höfuðið
beint fram og snúið til hliðanna.
Systólískt flæðishljóð sem heyrist
yfir hálsslagæð stafar þó ekki
nauðsynlegaaf þrengslum í æðinni.
Óhljóð vegna iðumyndunar og
veggtitrings getur t.d. einnig stafað
af skyndilegri stefnubreytingu
blóðflæðisins, þar sem æð greinist
eða hlykkjast, minnkaðri seigju
blóðsins og auknum hraða. Þannig
getur óhljóð fylgt auknu blóðflæði
vegna blóðleysis, sótthita eða
ofstarfsemi í skjaldkirtli.
Hlustpípa sem þrýst er of fast að
slagæð getur lagt hana saman og
framkallað “gervióhljóð”. Við
æðamyndatöku reynist aðeins
helmingur sjúklinga með óhljóð
yfir hálsslagæð hafa þar marktæk
þrengsli og margir hafa þar veruleg
þrengsli án þess að nokkuð óhljóð
heyrist. Óhljóð ofarlega á hálsi, rétt
neðan við kjálkabarðið, svara best til
hálsslagæðarþrengsla.
Hjartaóhljóð geta leitt upp í
hálsæðar, en heyrast þá venjulega
best neðan viðbeins og dvína eftir
því sem ofar dregur á hálsinum.
Óhljóð vegna þrengsla í
viðbeinsslagæð (a. subclavia)
heyrast alla jafna best í ofanvið-
beinsgrófinni (fossa supra-
clavicularis) og dvína e.t.v. ef þrýst
eráæðina. Rétteraðhlustaeinnig
yfir hvoru auga fyrir sig (með hitt
augað lokað, til að draga úr óhljóðum
vegna augnaloksvöðvasam-
dráttar). Óhljóð yfir auga getur
stafað af þrengslum í
hálsslagæðinni innan höfuð-
kúpunnar (en einnig af æðamis-
smíð). Greinstgeturlækkaðurhúð-
hiti á enni.
Þegar um einkenni frá
aftara (vertebrobasilar) kerfinu er
að ræða getur heyrst flæðishljóð yfir
mörkum viðbeinsslagæðarinnar og
hryggslagæðarinnar og upp eftir
hryggslagæðinni (a. vertebralis).
Athuga ber hreyfigetuna í
hálshryggnum (m.t.t. slitgigtar í
hálshrygg) og hvort einkennin
versni við einhverjar hreyfingar
þar. Mælst getur ójafn
blóðþrýstingur í handleggjunum
(“subclavian steal”).
Rannsóknir<82427 35>
Tölvustýrðar sneiðmyndir
af heila eru mikilvægar til að
staðfesta sjúkdómsgreininguna og
útiloka mismunagreiningar á borð
viðheilaæxliogheilablæðingu. Hið
síðast nefnda á ekki síst við ef
blóðþynningarmeðferð er fyrir-
huguð. Segulómskoðun (magnetic
resonance imaging) getur verið
gagnleg við greiningu lítilla
drepsvæða íheila, sem sjást illaeða
ekki á töl vustýrðum sneiðmyndum.
Þessi rannsókn er þó enn sem
komið er ekki hagnýt í bráðafasa
heilablóðfalls, því sjúklingurinn
þarf að liggja alveg kyrr í 15 til 30
mínútur, segulafl tækisins truflar
gervigangráða og ýmsan annan
tæknibúnað sem sjúklingurinn
kann að þurfa á að halda,
sjúklingurinn liggur djúpt inni í
tækinu þannig að erfitt er að fylgjast
með ástandi hans og heilablæðingar
sjást verr með segulómskoðun en
tölvustýrðri sneiðmyndatöku.
Rannsóknir beinast einnig
að því að kanna orsök heiladrepsins
og áhættuþætti. Val rannsókna
ræðst af eðli einkenna og aldri
sjúklings. Hjá sjúklingum sem eru
eldri en 45-50 ára og hafa marga
áhættuþætti fyrir æðakölkun er
líklegast að heilablóðþurrð eigi
34
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.