Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 37

Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 37
ræturaðrekjatilæðakölkunar. Hjá yngri einstaklingum eru aðrir æðasjúkdómar (t.d. vasculitis eða fibromuscular dysplasia), hjarta- sjúkdómar og blóðsjúkdómar líklegri skýring. Hjá þeim er því lögð áhersla á skoðun hjartans, m.t.t. uppsprettu blóðreks þaðan (t.d. vegna lokusjúkdóma eða hjartsláttartruflana), með hjarta- sónriti og Holterriti og rannsóknir á samsetningu blóðsins (blóðhagur, storkupróf, luespróf, blóðsykur, kólesteról, triglycceríð, þvagsýra, skjaldkirtilspróf) og starfsemi blóðflagnanna. Ef einkenni heiladrepsins eru væg og menn telja líklegt að draga megi úr líkunum á frekari áföllum með skurðaðgerð á heilaæðum, er heilaæðamyndataka (cerebral angiografía) nauðsynleg. Slík rannsókn er hins vegar síður en svo hættulaus. Áður eru því notaðar einfaldari aðferðir til að metaflæðið í slagæðunum og ástand veggja þeirra, þ.e. dopplerrannsókn og ómskoðun. Röntgenrannsókn af hálshrygg getur sýnt merki um slitgigt, sem talin er geta átt þátt í framköllun einkenna frá aftari blóðrás heilans. Heymarvakin svör í heilastofni (brainstem auditory evoked response, “taugagreinir”) hafa reynst gagnleg við greiningu dreps í heilastofni. Meðferð Aðgerðir til að draga úr bráða skaðanum: Talað er um skuggasvæði blóðþurrðar (ischemic penumbra) í útjaðri drepsvæðis, þar sem heilafrumumar eru skaddaðar en ekki alveg dauðar. Það er þetta svæði sem reynt er að bjarga. Meðhöndla ber háþrýsting, en varlega þó. Svæðisbundin sjálfstemprun (autoregulation) blóðflæðis í heilaæðum breytist við langvarandi háþrýsting og við blóðþurrð í heila. Of mikil og skyndileg lækkun blóðþrýstings getur því aukið á skaðann. Það ber því aðeins að lækka blóðþrýstinginn ef um háþrýstingskreppu er að ræða og þá verður að fylgjast mjög náið með þrýstingnum, jafnvel með stöðugri þrýstingsmælingu (via slagæðalegg). Hár blóðsykur eykur á mjólkursýru blóðsýringu(lactic acidosis) af völdum loftfirrts niðurbrots sykurs við blóðþurrð í heila. Er því ráðlegt að halda blóðsykrinum í skefjum. Prófuð hafa verið ýmis lyf sem eiga að draga úr skaða af völdum efnaskiptatruflana vegna blóðþurrðar í heila, svo sem kalsíumblokkarar (nifedípín, nímódípín, verapamíl), lyf sem blokka frfa radikala (E-vítamín, C- vítamín, sítrónusýra, DMSO), ópíata-hamlandi lyf (naloxón, dynorfín) og lyf sem almenntdraga úr efnaskiptum heilans og þannig súrefnisþörfinni (svefnlyf, svæfingalyf, krampalyf). Þótt dýratilraunir lofi góðu verður að túlka niðurstöðumar varlega og bíða eftir að lokið verði ábyggilegum klínískum athugunum á fólki, en þær hafa enn sem komið er ekki gefið afdráttarlaus svör. Niðurstöður rannsóknar á notagildi nímódípfns í bráðafasa heiladreps lofa þó góðu, en þar kom fram marktækur bati einkenna (sem að vísu náði eingöngu til karla), samanborið við gervilyfja- meðferð(39). Notkun barkstera í því skyni að draga úr heilabjúgi hefur reynst árangurslaus(40). Tekist hefur að draga úr efnaskiptum heilans með því að lækka líkamshitann, en af hagnýtum ástæðum er slík meðferð sjaldan framkvæmanleg (enda sjúklingamir gjaman fárveikir). Reynt hefur verið að lækka hematókrít, með vökvagjöf samhliða aftöppun blóðs (hyper- eða isovolemic hemodilution). Nýlega birtar niðurstöður sænskrar rannsóknar gefa ekki björt fyrirheit, þar eð ekki var um neinn árangur að ræða og raunar var hærri dánartíðni hjá þeim sem voru meðhöndlaðir en hjá saman- burðarhópnum(41). Verið er að framkvæmarann sóknir víðar með mismunandi tækni, sem e.t.v. gefa betri árangur. Tilraunir til að draga úr blóðþurrð í heila með ffbrín- sundrandi lyfjum ollu vonbrigðum fyrir þrem áratugum, en árangursrik notkun slíkra lyfja við hjartavöðvadrepi á undanfömum árum hefur vakið vonir um að með nýrri lyfjum (einkum tissue-type plasminogen activator) og öðrum aðferðum megi einnig ná góðum árangri við blóðþurrð íheila. Tíðni heilablæðinga vegna notkunar fibrinólýtískra lyfja við hjarta- vöðvadrepi hefur ekki reynst há. Stuðningsmeðferð: Huga þarf að með- vitundarstigi, rugli, krömpum, kvíða, þunglyndi, næringu, vökvajafnvægi, öndun (sýkingar, aspiration, lungnablóðrek), hjartastarfsemi, blóðþrýstingi, þvagi og hægðum, legusárum og ástandi bláæða í ganglimum. Endurhæfing: Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talþjálfun. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 35

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.