Læknaneminn - 01.04.1988, Side 38
Um talþjálfun sjúklinga
með afasíu vegna heilablóðfalls er
þó það að segja, að í rannsóknum
þar sem gerður hefur verið
samanburður á hefðbundinni
meðferð af hálfu viðurkenndrara
talþjálfa annars vegar og
sjálfboðaliða hins vegar(43,44) eða
meðferð viðurkenndrara talþjálfa
borin saman við enga meðferð(45),
hefur ekki komið fram marktækur
munurábata. Þarmeðerþósíðuren
svo hægt að slá föstu að engin
talþjálfun við afasíu komi að gagni.
Önnur tækni eða annað
fyrirkomulag gæti reynst
árangursríkara.
Aðgerðir til að fyrir-
byggja skaða síðar <w*»***>
Meðferð áhættuþátta (svo
sem háþrýstings, hjartsláttar-
truflana, sykursýki, hækkaðrar
blóðfitu, offitu, blóðleysis,
mígrenis og blóðleysis) er
mikilvæg. Vert er að vara
viðkomandi við reykingum og
ofneyslu áfengis.
Gjöf heparíns og síðan
díkúmaróls hefur talsvert verið
notuð við heiladrepi, en í dag eru
flestir sammála um að nota þessi lyf
aðeins við blóðreki frá hjarta.
Jafnvel í þeim tilvikum hefur
gagnsemi þessarar meðferðar þó
aldrei verið sönnuð. Auk þess eru
oft fleiri samverkandi orsakaþættir
að verki. Einnig flækir málið að
gáttatitringur (atrial fibrillation),
sem talinn er lang algengasta
uppspretta blóðreks frá hjarta til
heila, greinist í u.þ.b. fimmta hluta
allra sjúklinga með heiladrep, en í
mörgum tilvikum er eflaust ekki
um beint orsakasamhengi að ræða,
heldur sameiginlega orsök gátta-
titringsins og blóðþurrðarinnar í
heilanum, þ.e. útbreidda
æðakölkun. Enn eitt sem torveldar
þessa greiningu er að neikvæð
ómskoðun af hjarta útilokar ekki
blóðrek þaðan, því jafnvel
tvívíddar hjartasónrit er ekki nógu
næmt til að útiloka blóðsega og auk
þess gæti blóðseginn hafa losnað í
heilu lagi. Gáttatitringurinn sem
slfkur getur auk þess minnkað
afköst hjartans og blóðflæðið til
heilans um allt að þriðjung og
þannig valdið þar blóðþurrð. Hins
vegar má búast við að um þriðj ungur
sjúklinga með ómeðhöndlaðan
gáttatitring fái einhvern tíma
heiladrep. Allt í allt þykir þvi rétt
að beita þessum lyfjum þegar talið
er að heiladrep stafi af blóðreki frá
hjarta. Vandinn er að blóð-
þynningarmeðferðin gæti hugsan-
lega leitt til blæðingar í drepsvæðið
og þar með enn alvarlegra ástands,
einkum ef drepið nær til stórs
svæðis. Er þvírétt að fá tölvustýrðar
sneiðmyndir af heilanum áður en
meðferðin er hafin. Reynist
drepsvæðið í heilanum mjög stórt
þykir rétt að sleppa heparíngjöf eða
fresta henni þar til mesta
blæðingarhættan er talin liðin hjá,
þ.e. um svo sem viku.
Niðurstöður margra rann-
sókna hafa sýnt að með notkun
asetylsalisylsýru (ASS) við T.I.A.
megi draga verulega úr tíðni
heilablóðfalls(2,15). Rannsóknir á
gagnsemi ASS til að draga úr
frekari áföllum eftir að sjúklingur
hefur fengið heiladrep hafa hins
vegar gefið óljósari svör(2,46).
Einnig verður að hafa í huga að
margir af þeim sem fá heiladrep
eru aldraðir og á annan hátt veilir og
því tiltölulega hætt við að fá
hjáverkanir af ASS meðferð, svo
sem nýrnabilun og skertan
útskilnað natríums og vatns um
nýru, sem aftur getur truflað
meðferð við háþrýstingi. Þessar
hjáverkanir virðast einkum koma
fram við aðstæður þar sem
nýrnastarfsemin er háð stað-
bundinni prostaglandín myndun
(nýmaæðasjúkdómar, saltskerðing,
hjartabilun)(47).
Ef einkenni heiladreps hafa
verið væg eða að verulegu leyti
gengið til baka, hefur stundum verið
gripið til æðaskurðaðgerðar, en
spurningin er hvort slíkar aðgerðir
séu réttlætanlegar. Við sega-
myndun innarlega í innri
hálsslagæð eða í miðhjamaslagæð
hefur verið beitt utan-innankúpu
æðahjáveitu (extracranial-intra-
cranial arterial bypass), en við
segamyndun utan höfuðkúpunnar
(í eða við upphaf innri hálsslagæðar)
hefur æðastíflan verið numin brott
(carotis endarterectomia/thromb-
ectomia). Vandlega útfærð
alþjóðleg rannsókn margra
stofnanna (1377 sjúklingar) leiddi í
ljós að fyrrnefnda aðgerðin er
gagnslaus, þ.e. að ekki tekst að
draga úr tíðni heiladreps þótt blóð
streymi um vel opna æðahjáveitu.
Hlutverk síðamefndu aðgerðarinnar
verður að teljast óljóst, því ekki
hefur verið sýnt fram á að
árangurinn sé betri en við
lyfjameðferð og aðgerðin er síður en
svo hættulaus.
Heimildir
1. Nakano K. K. An overview of
stroke. Epidemiology, classification,
risk factors, clinical aspects. Postgrad
Med 1986:80:82-97.
2. Gent M. Single studies and
overview analyses: is aspirin of value in
cerebral ischemia? Stroke
1987:18:541-544.
3. Hughes J. T. Necropsies on
patients after stroke. Br Med J
36
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.