Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 42
áhrif á þetta. Dæmi hér eru neurofibromatosis, familial adenomatous polyposis (FAP) eða familial polyposis coli, retino- blastoma, Multipie Endocrine Neoplasia type2 (MEN2), Wilm's tumour og naevoid basal cell carcinoma syndrom (Gorlin’s syndrome) svo nokkur séu nefnd (4,5). Taka verður strax fram að flest öll eru þessi krabbamein einnig til “sporatísk” þ.e. án ættarsögu. Á síðustu árum hefur margt skýrst varðandi þá galla sem að baki liggja og verður vikið að því á eftir. b) víkjandi arfgeng æxli Átt er v ið að krabbamein eða æxli komi þá aðeins fram að tveir einstaklingar sem eru arfblendnir um víkjandi gen eignist saman barn sem verði arfhreint um það. Eðli víkjandi gena er að svipgerð þeirra birtist ekki til fulls ef ríkjandi gen er til staðar, en kemur fram þegar bæði eintök gens eru víkjandi. Erfitt er að fjalla um stærð þessa hóps. Þekkt er að í nokkrum sjaldgæfum sjúkdómsmyndum (syndromum), sem hafa það sameiginlegt að viss óstöðugleiki (instability) er á litningum, er aukin tíðni krabbameina, einkum af lymphoreticular uppruna, en mjúkvefja æxli koma einnig fyrir. Ostöðugleikinn felst í miklum breytingum sem verða á litningum t.d. litningabrot, tilfærslur og úrfellingar. Dæmi hér eru Fanconi’s anemia, Bloom’s syndrome, ataxia telangiectasia og xeroderma pigmentosum (4,5). Þótt æxli tengd þessum sjúkdómsmyndum séu fá, miðað við æxli af öðrum toga, er hér um mikilvæga hluti að ræða. Þannig er m.a. talið að aukna tíðni æxla megi finna meðal þeirra sem eru arfblendnir um gen þessara sjúkdómsmynda (5). Þetta er umdeilt, en mikilvægt því arfberar eru mun fleiri en þeir sem greinast með sjúkdómsmyndina. Ástæða aukins fjölda æxla er ekki fullþekkt, en talið að gölluð eða minnkuð viðgerðarhæfni DNA komi við sögu, auk þess sem ætla má að t.d. litningabrot og tilfærslur geti virkjað prótóonkógen. Annan hóp víkjandi æxla má finna meðal svonefndra anti- onkógena eða bæligena (6). Þar er um að ræða gen sem sennilega skrá fyrir afurð sem bælir myndun krabbameins. Þekkt eru arfgeng æxli sem myndast á þann veg að einstaklingur sem í upphafi er arfblendinn með tvær gerðir sama bæligens, annað heilt, hitt gallað, verði í einstaka frumu (frumum) arfhreinn um gallaða bæligenið og svipgerð krabbameins birtist. Dæmi hér er þekktast retinoblastoma (2), sem stafar af erfðum víkjandi bæligens. Sjúkdómurinn birtist sem ríkjandi væri því lfkur þess að einhver ein fruma í retinu taki breytingum í þá átt að verða arfhreinn um víkjandi gallaða genið eru a.m.k. 90% (4). Svipuðum bæligenum hefur verið lýst fyrir Wilm’s tumour (4,6) og MEN 2 (7). Vel er hugsanlegt að til séu fleiri víkjandi gen fyrir krabbameinum og æxlum en þegar hefur verið lýst. Þannig er t.d. ekki víst að víkjandi gen þurfi endilega að vera hluti af ákveðinni sjúkdómsmynd, heldur sé til sem víkjandi gen með rnikla dreifingu, en hugsanlega litla sýnd. Slfk gen kynnu að eiga stóran þátt í svonefndum “sporatískum” æxlum. c) óljósar erfðir Hér er um að ræða ættir þar sem ákveðin krabbamein eru mjög áberandi. Oftast er um fl ei r i en eina gerð æxla og krabbameina að ræða og því oft erfitt að meta erfðamynstur. Þá er einnig erfitt að segja til um hvort vegi þyngra, áhrif sameiginlegs umhverfis, uppeldis og fæðu eða erfða. Flokka má þennan hóp í tvo undirhópa: i)Ættir þar sem ákveðin gerð krabbameina er algengari en önnur. ii) Ættir þar sem margar og oft mismunandi gerðir er að finna (“cancer family syndrom”). Þekktust dæmi um ættir þar sem mikið er af einu krabbameini eru ættir þar sem mikið er af brjóstakrabbameini, en svipuðu hefur einnig verið lýst fyrir önnur krabbamein t.d í eistum, eggjastokkum og meltingarvegi. Vandamál hér er oft að meta þátt tilviljunar. Er fjöldi ákveðins krabbameins í ættinni meiri en búast mætti við? Er hægt að greina á milli tilviljunarkenndrar sam- söfnunar tilvika og raunverulegrar ættgengni? Má greina þekkt erfðamynstur? Svör við þessum spurningum eru ekki alltaf auðveld. Ætla mætti að einfaldast væri að greina hvort fjöldi tilvika er aukinn, en jafnvel hér eru vandamál á ferðinni. Hvernig á t.d. að telja með þær sem látnar eru áður en að ætla megi að krabbamein komi fram og eins þótt fjöldi sé meiri en við er búist, hvar getum við sett mörk tilviljunar. Fyrir nokkrum árum þóttust menn hafa svarað þessum spurningum. Svo virtist sem að 40 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.