Læknaneminn - 01.04.1988, Page 44
krabbamein og aðrir eru merktir
inn. Þá er unnt að leggjamat á hvort
arfgengni sé til staðar og þá hvað
er til ráða. Sú ákvörðun er ekki alltaf
auðveld. Oft eru krabbamein af
fleiri en einni gerð til staðar (t.d.
SBLA syndrom), eða þá að vefur
sem krabbamein myndast í finnst
víða í líkama (t.d. bein, vöðvar).
Eftirlit kann því að reynast erfitt og
jafnvel óframkvæmanlegt.
Auðveldara er að eiga við
krabbanrein sem bundin eru einum
ákveðnum stað t.d. brjósta-
krabbamein þar sem beita má t.d.
brjóstamyndatökum með reglulegu
millibili, auk annarra aðgerða s.s.
þreifingu sem sjúklingur getur
framkvæmt sjálfur til eftirlits.
Mikilvægt er að reyna að finna
einhvern erfðabendil (marker) sem
geti leitt í ljós hvaða einstaklingar
séu í sérstakri áhættu. Þetta hefur
tekist í nokkrum tilvikum s.s. lýst
verður á eftir.
I öðru lagi geta rannsóknir
og þekking á eðli arfgengra
krabbameina varpað ljósi á tilurð
sömu krabbameina þar sem ekki
er ættarsaga fyrir hendi (sporatísk).
I nokkrum tilfellum hefur komið í
ljós að erfðafræðilegur grunnur
krabbameina er sá sami, jafnt í
ættum sem meðal "sporatískra"
krabbameina. Dæmi hér eru
retinoblastoma og Wilm’s tumor. I
báðum tilvikum er vitað að til er
antionkógen sem bælir myndun
krabbameins. Til að krabbamein
verði þarf breyting að eiga sér stað á
báðum eintökum þessa gens. í
ættum þar sem þessi krabbamein
eru arfgeng hefur myndast
erfanlegur galli sem felur í sér að
annað eintakið er þegar gallað og
þarf því einungis breytingu á
heilbrigða geninu til að úr verði
krabbamein. Meirihluti æxla af
þessum gerðum eru þó sporatísk
krabbamein. í þeim þarf breyting
að eiga sér stað á báðum eintökum
gens. Ef tekst að notfæra sér
ættarrannsókn til að kortleggja gen
er unnt að einangra það, raðgreina,
og kanna afurð þess. Þá vitneskju
má nota til að öðlast skilning á
hvemig æxlið myndast og hvemig
megi verjast þvi, þ.e. finna meðferð
og betri greiningar-leiðir. Þannig
má ætla að rannsóknir á ættum geti
veitt upplýsingar sem nýtast ekki
einungis ættum heldur einnig
ölium öðrum sem eru í hættu.
Hver er erfða-
fræðilegur grunnur
arfgengra krabba-
meina?
Að undanfömu hefur margt
verið að skýrast hvað varðar tilurð
krabbameina. Það að krabbamein
geti stafað af stökkbreytingu
(mutation) er gömul kenning sem
rekja má aftur á síðustu öld (4).
Þessi kenning felur í sér
eftirfarandi (4):
1) Æxli verða að vera
kominn frá einni frumu þ.e. þau
verða að vera monoclonal.
2) Tíðni þeirra má auka m.a.
með efnum eða veirum.
3) í stórum hóp hratt
vaxandi æxlisfrumna er viðbúið að
frekari stökkbreytingar eigi sér
stað, sem geta haft betri
afkomumöguleika og myndað
undirhóp sem tekur við af fyrri gerð.
4) Fjöldi stökkbreytinga
vex með aldri.
ífyrstu varálitiðaðeinungis
eina stökkbreytingu þyrfti til og að
æxli myndaðist þegar
stökkbreyting hafði orðið í nægilega
mörgum aðliggjandi frumum. Um
miðja þessa öld er tekið að álita að
fleiri en eina stökkbreytingu þurfi
til í einni frumu. Þessi fruma og
frumur leiddar af henni mynda
sfðan krabbamein. Þessi kenning
um að krabbamein myndist í
mörgum skrefum (stökkbreyt-
ingum) er enn ráðandi. Álitið er að
fyrstu breytingar leiði til að fruma
fjölgi sér hraðar. Þetta leiðir til
myndunar hóps frumna þar sem
aðrar stökkbreytingar geta leitt til
krabbameins. Talið var að
lágmarksfjöldi stökkbreytinga
sem þyrfti til væri tvær. í kringum
1960 komu fram kenningar um að
í arfgengum krabbameinum í
bömum væri til staðar við getnað
stökkbreyting eða önnur gena-
brenglun, þannig að önnur þeirra
tveggja stökkbreytinga sem
stærðfræðilegar reikniaðferðir bentu
til að þyrfti, væri þegar fyrir hendi
(4). Skömmu eftir 1970 setur svo
Knudson fram tveggja skrefa
kenningu sína um arfgeng
krabbamein í börnum s.s.
retinoblastoma. Þar skiptir hann
retinoblastoma í tvo hópa, annars
vegar ættlægan, hins vegar
sporatískan. Hann reiknar út að í
báðum tilvikum sé um að ræða sama
gen (rb) sem “skemmist” og að
a.m.k. tvær breytingar þurfi svo að
gen óvirkjast og æxli myndist. í
hinu ættlæga formi sé önnur
þessara breytinga þegar til staðar í
erfðasafni ættarinnar og þurfi því
einungis eina breytingu til
viðbótar, en að í sporatískum þurfi
að koma til breytingar á báðum
gerðum gensins. Á síðustu átján
árum hefur ýmislegt kornið fram
sem staðfestir þetta. Reyndar er það
svo að retinoblastoma er ágætt
dæmi um æskilegan gang
rannsókna á krabbameini. Fyrst er
42
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.