Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Side 46

Læknaneminn - 01.04.1988, Side 46
| Litningur: Krabbamein: lp Anti-oncogen í MEN 2A. 3p Lungnakrabbamein, einkum þó af smáfrumugerð, nýrnakrabbamein. 5q Familial adenomatous polyposis(familial polyposis coli), ristilkrabbamein. 1 lp Brjóstakrabbamein, Wilm's æxli.hepatoblastoma, rhabdomyosarcoma, adrenocortical æxli, transitional-frumu æxli í blöðru, hepatocellular krabbamein. 13q Retinoblastoma, premenstrual brjóstakrabbamein af ductal gerð. 17p Ristilkrabbamein. 22q Meningoma, acoustic neuroma, ristilkrabbamein. p= stutti armur litnings. q= langi armur litnings. Tafla 1. Tengsl litningaúrfellinga við krabbamein. Hægt er að einangra afbrigði þeirra sem hafa hátt RFLP fyrir eina ákveðna staðsetningu á litningum. Þegar leitast er við að kortleggja gen sjúkdóms er beitt þreifum með hátt RFLP og þekkta staðsetningu. Leitað er að þreifa sem sýnir fylgni (Linkage) milli RFLP mynsturs og sjúkdóms. Þegar tekist hefur að tengja gen sjúkdóms við ákveðin litningahluta er hann kannaður til að kortleggja gen nákvæmlega og rannsaka það. Ættgengt krabbamein er dæmi um sjúkdóm sem unnt er að kanna með þessum hætti. Þessa þreifa má einnig nota í rannsóknum á DNA breytingum í krabbameinum, einkum vöntun eða úrfellingu ákveðins svæðis á litningum. Algengasta leiðin er sú að litningar krabbameina eru kannaðir í venjulegri karyologiu þ.e. litningaskoðun. Eins og áður var lýst má yfirleitt sjá margvíslegar breytingar á litningum. Oft eru ákveðnar breytingar öðrum fremur algengar. Þau svæði eru þá ákjósanleg til frekari skoðunar með þreifum sem beinast að þeim. Þetta hefur nú verið gert í allmörgum æxlisgerðum með athyglisverðum niðurstöðum. Fundist hafa úrfellingar á litningum sem tengjast ákveðnum krabbameinum. Sú leið sem reynt er að fara er að bera saman DNA úr heilbrigðum vef við DNA æxlisvefjar. I ljós kemur að í æxlisvef hefur oft orðið úrfelling á öðru eintaki litningahluta eða litnings. Á síðustu þremur árum, sérstaklega þó á síðasta ári hafa margar rannsóknir bent til þess að þetta sé algengt í æxlum. í töflu 1 eru taldar upp nokkrar nýlegar uppgötvanir á þessu sviði. Athuga verður þó að þessi tafla er ekki tæmandi, eins á eftir að staðfesta margar þessara niðurstaðna. Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þróun þessara mála að undanförnu. Tökum ristil- krabbamein sem dæmi. Árið 1986 birtist grein þar sem lýst var sjúklingi sem m.a. var með fjölda tota (polypa) í ristli, auk annarra breytinga. Þessi sjúklingur reyndist vera með úrfellingu á 5 litningi, nánar tiltekið langa armi hans. í kjölfar þessa tóku a.m.k. tveir hópar vísindamanna að athuga hvort hugsanlegt væri að gen fyrir familial adenomatous polyposis (FAP) kynni að vera á 5. litningi. í ljós komu sterk tengsl (linkage) við ákveðið set þar í óháðum rann- sóknum á FAP ættum (10). Þegar þetta svæði var kannað í ristil- krabbameinum, sem ekki áttu rót að rekja til FAP með gena þreifum, kom í ljós að í 20-40% tilvika var unnt að greina úrfellingu á því( 11). I þessari rannsókn fundust ekki úrfellingar annars staðar þar sem gáð var. í rannsókn á æxlum FAP sjúklinga og eins sjúklinga án FAP (sporatískum) kom í ljós úrfelling á þessu svæði í krabbameinum, en ekki í adenomum (12). Úrfellingar var einnig að finna víðar, sérstaklega á 22. litningi. Sú rannsókn sem e.t.v. er einna merkilegust er könnun á stutta armi litnings 17. Karyologiskar rannsóknir á ristilkrabbameinum höfðu sýnt að úrfellingar þar væru algengar. I ljós kom að í 76% tilvika (27/33) var til staðar úrfelling á 17p (10,13). Einnig kom í ljós að í adenomum, m.a. adenoma vef í æxlum, var þessi úrfelling ekki til staðar. Þótt að þetta kunni allt að virka mótsagnakennt er svo ekki í raun, ef við höfum eftirfarandi í huga: a) Að til myndunar krabbameins getur þurft margar breytingar. b) Mismunandi leiðir geta verið að samamarki. 44 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.