Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 47

Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 47
Þannig má ætla að ristilkrabbamein myndist á eftirfarandi hátt: Fyrstu breytingar eru e.t.v. brey tingar á FAP genastað sem leiði til hraðari og óheftari vaxtar sem getur leitt til totumyndunar. Þannig myndast fljótlega stór vefjamassi þar sem líklegt er að fleiri breytingar geti átt sér stað sem undirbúa jarðveginn fyrir umbreytingu í krabbamein. Þær geta m.a. fólgist í stökkbreytingu á c-Ki-ras prótóonkógeni á 12. litningi. Loks má gera ráð fyrir að tap á anti-onkógeni, líkast til oftast á 17p, leiði til umbreytingar frá adenoma í krabbamein. Líklegt er að skrefin séu enn fleiri og umhverfisþættir komi inn í. Aðalatriðið hér eru tengsl rannsókna á krabbameinum í ættum og utan ætta. Ætla má að í erfðasafni ættar sem sýnir arfgegni fyrir eitt eða hóp krabbameina megi finna gen t.d. anti-onkógen sem einnig gegni hlutverki í myndun krabbameina utan ættarinnar. Ættarrannsóknir geta því skýrt myndun krabbameina utan ættarinnar og gegna því mun mikilsverðara og mikilvægara hlutverki en ætla megi út frá prósentutölu þeirra æxla sem myndast á erfðagrunni. Arfgeng krabbamein á ✓ Islandi Víkjum nú í stuttu máli að því sem vitað er um arfgeng krabbamein á íslandi. Margar þeirra sjúkdómsmynda sem minnst er á hér á undan hefurekki verið lýst á íslandi. Þannig er t.d. ekki vitað til þess að retinoblastoma sé til á Islandi í arfgengu formi, né hefur t.d. FAP eða MEN 2 fundist hér svo vitað sé skv. upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags Islands. Eru þá arfgeng krabbamein til hér? Svarið við þessari spurningu er því miður já. Vitað er um nokkrar ættir þar sem greinst hafa sjúkdómsmyndir með arfgengum krabbameinum. Mér er þó ekki kunnugt um að nokkuð hafi verið birt um þessar ættir fyrir utan grein um fjölskyldu þar sem grunur leikur á að MEN 1 (MEA I) sé að finna (17). Önnur dæmi eru einnig til, en þar sem hér er um viðkvæm mál að ræða verður ekki frekar rætt um þær ættir hér. Fyrir utan þessar ættir þar sem um vel skilgreinda erfðasjúkdóma er að ræða hefur þáttur ættarsögu verið einna best kannaður í brjóstakrabbameinum. Á vegum krabbameinskrár Krabba- meinsfélagsins hafa síðan 1972 staðið yfir rannsóknir á ættlægni brjósta-krabbameins. Raktar hafa verið ættir kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1845-1860 og eins ættir kvenna sem fæddar eru eftir 1916. í ljós hafa komið nokkrar ættir þar sem sýnt þykir að arfgengni sé sennilega fyrir hendi. Fáar þessara ætta virðast þó vera “hreinar” brjóstakrabbameinsættir, heldur er fleiri gerðir krabbameina yfirleitt að finna í þeim. Þannig eru til ættir sem svipa til SBLA syndroms, en eru einnig frábrugðnar að ýmsu leyti. Á vegum frumulíffræði- deildar Rannsóknastofnunar Háskóla íslands í Meinafræði og Sameinda og frumulíffræði- rannsóknastofu Krabbameins- félags íslands standa nú yfir sameindafræðilegar rannsóknir á þessum ættum. Lokaorð Hér hefur verið fjallað um krabbamein í ættum og krabbamein sem ekki eru í ættum. Tilefnið var að undanfarið hefur margt verið að skýrast hvað varðar breytingar á erfðaefni í krabbameinum. Framfarir í sameindalíffræði hafa gert það að verkum að þekking á breytingum á erfðaefni í æxlum hefur stóraukist. I nokkrum tilvikum hefur tekist að finna sérkennandi breytingar, í öðrum almennar, en langt er frá þvf að búið sé að ley sa allar gátur. Það er einmitt það sem gerir rannsóknir á krabbameini svo heillandi. Krabbamein hafa um langt skeið verið meira og minna lokuð bók. Viðerumnú smám samanaðöðlast þær rannsóknaraðferðir sem gera okkur kleift að nálgast svarið við spumingum okkar. Annar tilgangur með skrifum þessum var að vekja á þvf athygli að krabbamein getur verið ættlægur sjúkdómur. Hér að undan hefur verið lýst ýmsum arfgengum sjúkdómsmyndum þar sem krabbamein koma við sögu. Margar fleiri sjúkdómsmyndir eru til. Þær spanna bilið frá sjúkdómsmyndum sem eru mjög sjaldgæfar til þeirra sem nálgast það að vera algengar. Hafa verður í huga að hvert um sig veldur sennilega ekki stórum hluta greindra krabbameina, en það má ekki gleyma að þau eru erfanleg, þ.e. fleiri eru í hættu en sá sem greinist með æxlið. Með athygli og eftirliti má minnka þann fjölda sem greinist of seint innan þessara ætta. Að lokum vona ég að menn hafi haft nokkurn fróðleik af skrifum þessum. Heimildir I því skyni að einfalda þeim sem æskir að kynna sér efni LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.