Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 53
verið hér að framan eru til á
íslenskum söfnum.
Mörg önnur rit mætti nefna,
sem ekki eru til hér á landi, en hægt
að fá aðgang að þeim í
gagnagrunnum.
Upplýsingaleit
með hjálp tölvu
Bein upplýsingaleit með
tölvu er aðferð til að finna
upplýsingar frá hinum ýmsu
gagnagrunnum, en gagnagrunnur
er safn af upplýsingum í tölvutæku
formi.
Gagnagrunnur samsvarar
hinum prentuðu skrám og lyklum
eins og t.d. Index Medicus,
Excerpta Medica o.fl.
í flestum tilfellum eru það
gagnasöfn, sem veita aðgang að
gagnagrunnunum. Gagnasöfn
leigja eða kaupa gagnagrunnana frá
framleiðendum og má að því leyti
líkja gagnasöfnum við bókasöfn,
en gagnagrunnunum við
safnkostinn. Gagnasaöfnin eru
nokkur, en þau eru misstór líkt og
bókasöfn. Þau stæstu innihalda um
300 gagnagrunna eins og t.d.
Dialog Information Services.
Önnur söfn eru t.d.: Bibliographic
Retrieval Services (BRS), Data-
Star, Dimdi, Infoline og Medline.
Gagnagrunnum er hægt að
skipta niður eftir efni:
1. Gagnagrunnar sem geyma
tölfræðilegar upplýsingar.
2 Skrár yfir t.d. stofnanir og
einstaklinga.
3. Lyklar að tímaritsgreinum og
bókum.
4. Gagnagrunnar sem geyma allt
efnið t.d. heilar tímaritsgreinar.
Fyrir fáum árum voru leitir
framkvæmdar eingöngu af
bókasafnsfræðingum eða
upplýsingafræðingum, en með
tilkomu örtölvunar eru
einstaklingar famir að leita sjálfir.
Til þess að geta framkvæmt
leitir í gagnagrunnum þarf tæki,
sem eru: útstöð eða örtölva,
prentari, sími og mótald (modem).
Sækja þarf um aðgang að
gagnasafni og fær hver notandi sitt
lykilorð sem er um leið
reikningsnúmer. Einnig þarf að
kaupa sér aðgang að tölvusímneti,
ef það er til staðar.
Útkomu er hægt að fá
prentaða hjá viðkomandi
gagnasafni og fá hana senda.
Einnig getur hver og einn prentað
útkomuna sjálfur á staðnum.
Fljótlega eftir að tölvu-
tæknin kom til sögunnar tengdust
upplýsingar henni og um leið
upplýsingaleitir. Útgefendur lykla
og skráa fóru að nota tölvur við
útgáfustarfsemi. Upplýsingar voru
þar með komnar í
tölvutækt form, og
það eina sem vantaði
var leitarforrit, til að
leita í upplýsing-
unum. Tilraunir
voru gerðar með
mismunandi leitar-
forrit á árunum 1965
- 1970 en um 1970
voru nokkrir gagna-
grunnar komnir á
hinn almenna
markað. Síðan hefur
gagnagrunnum
fjölgað verulega og
efnið orðið fjölbreytt-
ara. Útbreyðslan
hefur náð um allan
heim og má þakka
þar örri tækniþróun
eins og t.d. tölvu-
símnetinu.
National Library of
Medicine var ein af þeim
stofnunum sem áttu frumkvæði að
tölvuvæðingu á sviði upplýsinga
umlæknisfræði. Varfariðað vinna
Index Medicus í tölvu árið 1967 og
auðveldaði það upplýsingaleit að
miklum mun. Þetta tölvuvædda
upplýsingakerfi heitir Medical
Literature Analysis and
Retrieval System, skammstafað
Medlars. Medlars on-line kallast
Medline. National Library of
Medicine býður upp á fleirri
gagnagrunna(mynd 6).
Mörg önnur fyrirtæki hafa
einnig yfir að ráða gagnagrunnum á
sviði læknisfræði og skyldra
greina(mynd 7).
Hér á Iandi var árið 1974
haldin kynning á Medline. Ekki
tókst þá að ná sambandi við
móðurtölvu staðsetta í Stokkhólmi.
Bókasafnsfræðingar hér á landi
notfærðu sér þessa nýju tækni í
hEDLINE FRÁ 1966. 3,700 TÍMARIT. INDEX MEDICUS, INDEX T0 DENTAL LITERATURE 0G INTERNATIONAL NURSING INDEX.
CANCERLIT FRÁ 1963 TÍMARIT, RÁÐSTEFNURIT 0G SKÝRSLUR UM KRAÖBAMEIN.
RTECS UPPLÝSINGAR UM EITRANIR.
SWEMED FRÁ 1982. SÆNSKAR TÍMARITSGREINAR 0G D0KT0RSRITGERÐIR.
DRUGLINE UPPLÝSINGAR UM LYF.
NORDSER SAMSKRÁ UM TÍMARIT í 400 N0RRÆNUM HÁSKÓLA-0G LÆKNISFRÆÐIBÓKASÖFNUM.
Mynd 6.
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
51