Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 54
upplýsingaleitum með því að senda beiðni um leit í pósti. Leitinvarþá framkvæmd af fagmönnum hjá gagnasöfnunum og útkoman send bréflega. Þau bókasöfn sem hagnýttu sér þetta voru t.d. Borgarspítalinn og Hafrannsóknir. Unt 1980 kont Rannsóknarráð Ríkisins sér upp sambandi við erlend gagnasöfn. Tók það að sér að leita fyrir alla. Bókasafn Landspítalans kom á sambandi ári síðar við gagnagrunninn Medline MEDICINE AND BIOSCIENCES BIOSIS PREVIEWS® (5, 55) CA SEARCH (399, 308, 309, 310. 311, 312) CANCERLIT (159) CHEMICAL EXPOSURE (138) CLINICAL ABSTRACTS (219) CONSUMER DRUG INFORMATION (271) DE HAEN DRUG DATA (267) DRUG INFORMATION FULLTEXT (229) EMBASE (72, 172, 173) HEALTH PLANNING AND ADMINISTRATION (151) INTERNATIONAL PHARMACEUTICAL ABSTRACTS (74) LIFE SCIENCES COLLECTION (76) MEDLINE (152, 153, 154) MENTAL HEALTH ABSTRACTS (86) NURSING AND ALLIED HEALTH (CINAHL) (218) OCCUPATIONAL SAFETY AND HEALTH (NIOSH) (161) 'PASCAL (144) PHARMACEUTICAL NJEWS INDEX (42) SCISEARCH® (34, 87, 94, 186) 'SMOKING AND HEALTH (160) SPORT (48) SUPERTECH (238) ZOOLOGICAL RECORD (185) Mynd 7. og gagnasafnið Dialog. Hafrann- sóknir fylgdu í kjölfarið árið i 982 og komu á santbandi við Dialog og Infoline. Fleiri bókasöfn hafa bæst í hópin og einnig einstaklingar sem leita á sínum eigin tölvum. Islenski notendahópurinn hjá Medline er nú um 20 einstaklingar og bókasöfn. Aðalnotkunin á íslensku söfnunum eru heimildaleitir. Auk þess hafa söfnin nýtt sér þá tækni að hægt er að panta greinar í millisafnalánum frá erlendum söfnum með hjálp tölvunnar. Samskrá geymist í tölvunni t.d. um tímaritaeign læknisfræðibókasafna á Norðurlöndunum. Einnig eru skýrslur útvegaðar frá ákveðnum stofnunum. Vinsælt hefur verið að geyma leitir inn í töivunni þannig að viðkomandi fær mánaðarlega sent í pósti heimildarlista um ný efni á ákveðnu sviði. Haldin hafa verið námskeið hérlendis bæði af innlendum og erlendum kennurum. Erlendir kennarar hafa komið frá gagnasafninu Dialog og gagna- safninu Enibase. Einn stæsti útgjaldaliðurinn við tölvuleitir var símsambandið við útlönd en með tilkomu gagnanets Pósts og Síma hefur þessi útgjaldaliður minnkað verulega. Einnig þarf að greiða fyrir sambandið við gagnasafnið og fer það gjald eftir hver gagnasöfnin og gagnagrunnarnir eru. Einnig þarf að greiða fyrir prentun. Reikningur er sendur í lok hvers mánaðar. Meðaleit, um 5 mín- útur, kostar um 200 til 300 hundruð kr. í Medline. Nú er komið á markaðinn hinir svo kölluðu “opticai disks” og geta þeir geymt mikið efnismagn. Þegar er t.d. hægt að kaupa Medline á slíkum diski. Gerist þá safnið áskrifandi af diskum og fær senda með jöfnu millibili nýja diska líkt og söfnin fá send tímarit og annað efni. Hægt er að nota tölvurnar til að leita í upplýsingum á þessum diskum. Þegar diskamir eru komnir á söfnin þarf ekki að hringja út í móðurtölvuna og sparast við það símakostnaður. Upplýsingaleitir með tölvu eiga ntikla framtíð fyrir sér og hafa þær marga kosti fram yfir hefðbundnar leitaraðferðir og má þar nefna hraða, nýlegra efni, fjölbreyttari leitarmöguleika og þægilegri notkun. Leitað að eldri heim- ildum Index mcdicus í því formi sem hann birtist í dag kom fyrst út árið 1960. Ef leita þarf að læknisfræðilegu efni fyrir þann tíma, þarf að fletta upp í fyrirrennurum hans: Current List of Medical Literature 1950-1959, Quarterly Cumulative Index Medicus 1928-1956, Quarterly Cumulative Index to Current Medical Literature 1917-1927 og þremum heftum af Index Medicus 1879-99,1903-19 og 1921-27. Einnig er rétt að leita í Index Catalogue of the Library of the Surgeon Generals Office. Þessi útgáfa er gullnáma fyrir hvem þann sem hefur áhuga á sögu læknis- fræðinnar. í Medical Bibliography (Garrison & Morton), ritstjóri Keslie T. Morton. J.B. -4. útg.- Aldersholt:Gower, 1983 er að finna í tímaröð allar mikilvægustu bækur og tímaritsgreinar um ákveðin atriði í læknisfræðinni. Þessi bók er því mjög mikilvæg, ef vitneskju þarf að fá um hver þróunin hefur verið á ákveðnu sviði Iæknisfræðinnar. Önnur bók sem kemur að góðum notum er Familiar Medical Quotations, ritstjóri Maurice B. Strauss. Boston:Little Brown and Company, 1968. Þessibókhefurað geyma orð og orðatiltæki frægra 52 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.