Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 60
Um endurskipulagningu á námi í læknisfræði við H.í. Frá kennslumálanefnd F.L. Ari Víðir Axelsson læknanemi, Gunnlaugur Sigfússon læknanemi Inngangur Fyrir um 2 árum síðan hófst undirbúningur að grundvallar endurskipulagningu á námi og breytingu á kennslufyrirkomulagi í læknisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Saga þessa máls hefur þegar verið rakin í skýrslu formanns kennslumálanefndar F.L. 1986-87, sem birtist í síðasta tölublaði læknanemans. Lækna- nemar eru mjög ánægðir með að forráðamenn deildarinnar hafi komið af stað tímabærri umræðu um kennslumál lækndeildar og fylgt henni jafn vel eftir sem raun ber vitni og ber að þakka það framtak. í því starfi sem þegar hefur verið unnið hafa læknanemar tekið virkan þátt, bæði í umræðu í kennslunefnd, á deildarfundum og komið fram með eigin tillögur í upphafi þessa máls þegar okkur þótti um of vegið að klíníska þætti námsins. Á deildarfundi 1 1. nóvember 1987 lögðu Kristján Erlendsson, Sigurður Guðmunds- son og Guðmundur Þorgeirsson fram uppkast að nýskipan læknanáms. I þessum drögum er lögð megin áhersla á aukna samhæfingu námsgreina, form- lega þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum, aukin áhersla á mannúðarþátt læknisfræðinnar, umhverfi sem orsök sjúkdóma, heilsugæslu og heilsuvemd. (Sjá nánar grein Kristjáns um þetta málefni í þessu blaði). Tillögurnar fengu á þessum fundi mjög góðar undirtektir hjá kennurum deildarinnar sem og læknanemum. Þó komu fram vissar efasemdir um hvemig til tækist að koma þeim í framkvæmd þar sem það krefst náinnar samvinnu og mikils samstarfsvilja kennara deildar- innar. í framhaldi af þessum fundi er nú unnið að nánari útfærslu hugmyndanna og stendur til að reyna að hefja kennslu samkvæmt nýja fyrirkomulaginu á fyrsta ári næsta vetur og gangi breytingin sfðan í gegn á næstu sex árum. Um tillögurnar Við munum ekki fjalla um tillögumar í einstökum atriðum enda er það gert annars staðar hér í blaðinu. Hins vegar munum við reyna að draga fram ákveðin atriði sem við teljum að séu til bóta miðað við núverandi kennslufyrir- komulag og þau sem mættu e.t.v. betur fara. Mjög til bóta er markviss kennsla í vísindalegum vinnu- bröðum og sama má segja um valnámskeið, sem æskilegt er að einnig væri hægt að taka erlendis (“electives”) og ætti hvoru tveggja að færa okkur “akademiskari” lækndeild. Einnig er mjög gott að námið miðist strax frá byrjun að því að’ mennta lækna. Okkur Iíst vel á að komið verði á stöðugu mati á ferli hvers nemenda sem og hugmyndir um virkra handleiðslu (“tutorar”). Þá koma einnig inn nokkur athyglisverð námskeið s.s. atferlisfræði og bráðalækningar. Tillögurnar fela væntan- iega í sér heidur minna klínískt nám en vonandi betur skipulagt og því betur nýtt. í tillögunum þykir okkur kennsla í geð-, tauga-, bama og fæðinga og kvensjúkdómafræði skipt nokkuð óhentuglega upp á síðustu námsárin þ.e. hluti á fjórða ári og hluti seinna, þó e.t.v. þurfi að kynna þessi fög eitthvað áður en nemendur velja sér vísindalegt verkefni. Teljum við þetta skapa hættu á tvíkennslu og að kennslan nýtist ekki sem skildi. Gert er ráð fyrir prófum á tveggja ára fresti en teljum við heppilegra að hafa þau árlega. Forsendur þess að hafa próf svona sjaldan eru að læknanemar fái frið til lestrar, hafi aðgang að lesstofum og bókasöfnum m.a. búnum bókum og tölvum til að kanna þekkngu sína. Lokaorð Hvemig árangurinn verður af þessari endurskipulagningu á læknanámi veltur fyrst og fremst á samvinnu og samstarfsvilja og að menn séu opnir fyrir nýjum hugmyndum og stundum róttækum breytingum. Á þetta við um læknanema sem og lærifeður þeirra. Um fram allt vonum við að allir sem málið snertir leggi sig fram við að sníða af þá vankannta sem í ljós kunna að koma, þannig að vel megi til takast og árangurinn verði betra nám í læknisfræði í læknadeild við Háskóla ísiands. 58 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.