Læknaneminn - 01.04.1988, Page 61

Læknaneminn - 01.04.1988, Page 61
HOFUÐLAUSN Hans Jakob Beck HELDRI BORGARAR VALDA URSLA í SÁLARLÍFI LÆKNA- NEMA í fyrra vetur sat ég eina kvöldstund til borðs með mér heldra fólki, þar á meðal nokkrum læknum. Eftir heldur varfærnis- legt rabb við þennan unga mann, sem að óvörum hafði villst inn í hóp gamalla kunningja, og var beint til hans spurningu sem var eins óvægin og hún var óvænt. Læknir sem átti að baki langan starfsferil spurði sem sagt hvort læknaneminn væri sérekki sammála íþví, að út úr læknadeild Háskólans kæmu menn skaðaðir, námið væri með öðrum orðum mannskemmandi. í kyrrþey hafa allir hugsað um sín daglegu kjör, en fátítt er að menn ræði slíkt berorðir sín á milli, hvað þá af slíkri óvægni sem þessi fullyrðing læknisins krefst. En eins og stundum er sagt var þessi maður kominn á þann aldur að geta litið yfir farinn veg og dæmt; orð hans hafa því orðið mér hugstæð og vil ég eins og svara honum, þó það kunni að hljómaeins og upp úreins manns hljóði fyrir himinblámann. Menn hafa ekki lengi setið í læknadeild að þeir finna hvað þeir eruþarfáumtilþægðar. Kannskier þó verst að hryssingslegt viðmótið hjá sumum, virðist ekki komið beint frá hjartanu heldur vera þaulæfð viðbrögð endurtekin á hverjum vetri.og veitekki ágott. Vissulega rætist þó úr, en engu að síður hangir þunga loftið lengi inni. Kennarar okkar læknanema eru flestir með afburðum menntaðir menn. Að viskuogþekkinguásínu sviði gnæfa þeir yfir aðra menn á þessu litla landi, og hvað þá yfir stúdentana lítilsigldu sem þeim eru færðir til uppfræðslu. Slfkir menn sjá í sjónhendingu hvað stúdentum er fyrir bestu að læra og hvaða kröfur hæfir að setja þeim. Það hendir hins vegar æ ofan í æ að stúdent fær einhvern einkenni- legan áhuga á einhverri námsgrein án þess að nokkur hafi beðið hann um það. Menn þræða sig á eigin spýtur í gegn um bækur og blöð, eins og Iandkönnuður um frumskóg, því menn grunar að í fylgsnum sé einhver sannleikur, sem ekki finnist öðru vísi. Árangur leitarinnar er oftast hlálega rýr, mældur í alþjóðlegum tuga- kerfiseiningum lærimeistaranna. Það vefst heldur ekki fyrir neinum hvernig túlka eigi útkomuna: haldið y kkur v ið trúboðsstöðina. Á mínum fyrstu árum í deildinni sat ég eitt sinn á tali við eldri nema, sem ég mátti líta töluvert upp til fyrir glæstan námsferil. Hitt kom mér á óvart hversu hnittinn hann gat verið, þegar hann kvaddi mig með þessari lífsreglu: “Taktu glósur og þegiðul”. Mér hefur auðvitað gengið illa að halda þessa reglu, eins og önnur hollráð, en mest fyrir þá sök hversu ég skrifa hægt og sit einatt aftarlega. Hitt hef ég forðast, að lenda í stælum við kennara eða vikja tiltakanlega út af boðaðri leið á náminu. Það hafa þó aðrir gert og má ég horfa upp til þeirra margra fyrir. Læknadeild, þessi fóstra okkar, vill eflaust börnum sínum vel, en hún er forn í skapi og stór upp á sig; og að henni skjöplist hendir stundum, en það þykist hún aldrei kannast við. Eflaust vildu sumir kjósa sér blíðari fóstru og réttsýnni, en vill einhver segja að menn skaðist í fóstrinu? FÓSTURFRÆÐI LÆKNANEMANS Þegar sæðið frjóvgar eggið hefst atburðarás sem ekki sér fyrir endann á . Upphafið er alltaf eins þó sagan kynni hvort heldur að verða helgs munks í Tíbetfjöllum eða drykkfelds braskara af Suðurnesjum. Fyrsta fruman, formóðirin, hefur allt það fólgið í sér sem afkvæmið er og getur orðið. Vaxtarskilyrðin megna aðeins að rækta eða kæfa þá getu sem lagt er upp með, og eru þó ekki lítils virði. Þessi fruma er í fósturfræðinni sögð alfær, omnipotent, af því hún getur alið af sér hvaða frumu sem er. Af móðurfrumunni vaxa stofnar, kvíslar og greinar sífellt sérhæfðari fruma, sem allar bera í sér arf þeirrar fyrstu, en ræktast til fábreyttra en mikilvægra starfa. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 59

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.