Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 62
Þegar maðurinn kemst til vits og ára heldur persónuþroskinn áfram þó líkaminn nái fullum burðum. Aftur kemur í ljós þetta megin einkenni þroskans, að leggja rækt við hið sértæka. Fáir eigin- leikar vaxa upp yfir aðra, sem aldrei verða annað en lággróður eða græðlingar í garði sem býr yfir ótal rótum, misþroskavænlegum að vísu. Því má segja að ungur maður sem notið hefur heilsu og þroskavænlegs umhverfis sé í vissum skilningi omnípótent; hann býr yfir margvíslegum gáfum og vilji hans stefnir til þess að nýta þær sem best, verða sem þroskaðastur og hæfastur. En enginn getur þroskað til nokkurra muna nema lítið brot getu sinnar, jafnvel þó hann vriðist fátæklega búinn; val er óumflýjanlegt. Fæstir eru svo vel gerðir til einnar náttúru að þeim efist ekki valið og fæstir finna hjá sér köllun sem víkur öllu öðru frá. Við stöndum því flest frammi fyrir því á vissum skeiðum ævinnar að taka örlagaríkar ákvarðanir um framtíð okkar, byggða á eigin innsæi, sjálfsímynd og hug- myndum um umhverfið. Það fólk sem kallast læknanemar hefur valið sama vettvang athafna sinna, en er að öðru leyti sitt úr hverri áttinni og sitt hverrar gerðarinnar, eins og fólk á að vera. Samhugur í slíkum hóp er mikils virði, léttir daglegt strit og svalar þörf til að blanda geði. Samhugur stéttar eins og lækna er einig mikilvægur til að hver fái gert þaðgagnsemætlastmátil. Hittvill hins vegar oft verða að menn fara að líta á starfið sem einkun um persónuna, halda að öllum læknum svipi saman og að læknanemar séu á ferli sínum að mótast eftir einhverri forskrift. Hafa ekki margir lækna- nemar hitt frænku á spítala- ganginum sem hefur æjað yfir sig: “Mikið tekur þú þig vel út í læknasloppinum”, eins og maður væri einhver annar en síðast? Líka eins víst að þeir séu betri í sniðinu sloppamirfráSjóklæðagerðinni. Auðvitað verða svona “frænkur” að hafa sínar grillur til að standa undir nafni, en einhvem veginn finnst manni læknar betur komnir án slíkra nafnbóta. Ýmsir þeirra virðast þó vita öðrum betur hvaða eiginleikum hinn sanni læknir þarf að vera gæddur. Einu sinni kvörtuðu fyrsta árs læknanemar yfir prófi sem var allt of langt til að hægt væri að svara því á tilsettum tíma. Kennarinn svaraði því til að það væri með vilja gert, prófinu væri ætlað að velja þá sem yrðu bestir læknar: fljótir að hugsa og taka ákvarðanir. Svo eru aðrir læknar sem finnst þessi stétt eigi varla nokkurn tíma friðhelga stund skylda, þeir sem ekki vinni dag með nótt og séu reiðubúnir að sýna viljann í verki og gefa eftir frítíma til funda og lesturs séu værukærir og óhæfir læknar. Sá sem árla rís verður margs vís, gott og vel, en allt ber þetta með sér dálítið barnalegan blæ af sýndar- manndáðum í nafni félagskaparins, eins og áramótaheit á skátafundi sem koðna oftast niður í hversdagsleikanum. Læknanemar eru ekki í deildinni til að verða aðrir menn en þeir hefðu annars orðið eða annars kosið. Þeir eru að sækja sér þekkingu og undirbúning undir ævistarf, sjálfsagt ekki lakari en annars staðar fæst. Hópurinn er að öðru leyti sundurleitur og á mismunandi leið. Ef menn vita sjálfir á hvaða leið þeir eru og finnst meira virði að fylgja henni en hlaupa eftir öllum og þóknast þeim,erþaðvarlaskaðvænlegt. Það gerir enginn kröfu til þess að menn semji sig jafnt að öllu sem leysa þarf af hendi. Þó ég hafi eitt sinn unnið í ísbirninum og ætli, eins og Bubbi Morthens, aldrei, aldrei aftur að vinna þar, ber ég engan kala til þess fyrirtækis. UM LÆKNANEMANN OG FRAMHALDSLÍFIÐ Ég hef líkt persónuþrosk- anum við auðskildara ferli líkamsþroskans vegna hins sameiginlega þroska fárra eigin leika fram yfir aðra til fullkomnunar en fábreytileika. Með námi okkar og starfi höfum við tekið afdrifaríka ákvörðun: beinst á ákveðnar brautir sem móta munu daglegt líf okkar og ráða mörgu um það hvaða þætti við þroskum best með okkur. En valinu erekki lokið, það verður fyrir okkur á hverjum degi með nýjum verkefnum og nýjum möguleikum. Fyrr er maðurinn ekki ófær, impótent, en hann er dauður. Nú má spyrja, kostar ekki jafn kröfuhart starf og læknisins að hann fer á mis við margt sem hann hefði kosið að leggja rækt við? Eflaust finnst mörgum sem þeir séu að missa af öllu því sem þeir vildu koma í verk: ferðast, læra tungumál, stunda listir eða lystisemdir. En valið er óum- flýjanlegt og nauðsynlegt. Til eru þeir sem finnst þeir ekki mega missa neins, að sjá eða reyna, meðan aðrir fælast allt sem þeir ekki gjörþekkja fyrir. Marglyndi og eynlindi eru nöfn sem Sigurður Norðdal gaf þessum 60 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.