Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 8
cancer” er líffræðilega langt genginn og ómögulegt að lækna með núverandi þekkingu okkar. Samt sem áður lifir u.þ.b. helmingur sjúklinga í 5 til 30 ár frá greiningu, þar sem krabbameinið vex hægt eða meinverpist seint(7). Langt er um liðið síðan mönnum datt í hug að ónæmiskerfi hýsilsins geti átt hér einhvem hlut að máli (10). 2. Grundvallareinkenni krabbameinsfrumna er að þær eru lítt háðar utanaðkomandi vaxtarþáttum og fjölga sér því algerlega úr takt við umhverfi sitt. Brjóstakrabbamein er hér undantekning, hefur ekki öðlast fullkomna, heldur eingöngu takmarkaða sjálfsstjóm; sterar og prótein hormón stýra vexti að einhverju leyti(l 1). Þeir tveir aðgreindu kaflar ritgerðarinnar sem á eftir fara fjalla um þessi atriði. II. HORMÓNAR OG BRJÓSTA- KRABBAMEIN. Vitað er að í mörgum tilfellum vaxa brjóstakrabbamein eingöngu í návist östrógen hormóna. Þetta á sérstaklega við um stutt gengin æxli. Af þeim tilfellum sem þegar hafa myndað meinvörp er einungis þriðjungur háður þessum hormónum, svo sem áðurerfram komið( 12). Áhættuþættirfyrirbrjóstakrabbameinhafatínst tii í tímans rás og beinast spjótin greinilega að hormónabúskap gegnum æviskeið konunnar. Þannig virðast eftirtaldir þættir skipta máli: 1. ALDUR VIÐ FYRSTU ÞUNGUN. 2. ALDUR VIÐ FYRSTU MEÐGÖNGU. 3. ALDUR VIÐSÍÐUSTU ÞUNGUN. 4. ALDUR VIÐ SÍÐUSTU MEÐGÖNGU. 5. MEÐGANGA,MÁNUÐIRALLS. 6. H VERSU MARGA MÁNUÐIVAR FYRSTA BARN Á BRJÓSTI. 7. HVERSU MARGA MÁNUÐIVAR SÍÐASTA BARN Á BRJÓSTI. Því yngri sem konan er við fæðingu fyrsta barns, því fleiri börn sem hún eignast og því lengur sem hún hefur barn á brjósti því minni líkur eru á því að hún fái þessa gerð krabbameins( 13). Veruleg bót varð á meðhöndlun krabbameinsins þegarbyrjað var að beita lyfjum sem upphafið gátu áhrif kvenhormóna. Efni eins og TAMOXIFEN, sem er antiöstrogen, og AMINOGLUTE-THIMYDIN, sem hindrar framleiðslu östrogena, sýndu sig í að lengja rénunartímabil (remission) þeirra sjúklinga sem á annaðborðsvöruðumeðferðaðmeðaltali um 1 og 1 /2 ár og hafa litlar aukaverkanir(14). Það virðist því nokkuð ljóst að östrogen eigi hlut að MYNDUN (initation) og FRAMGÖNGU (promotion) brjóstakrabbameins í gegnum áhrif þeirra á frumuskiptingu og þar með vaxtarhraða heilbrigðra frumna og æxlisfrumna. Menn hafa leitað að einhverjum mun á hormónamagni í sermi tveggja hópa kvenna , þeirra sem fengið hafa brjóstakrabbamein og heilbrigðs samanburðarhóps, en ekki fundið. í grein sem birtist síðla árs 1987 (13) kemur fram að ekkert samband er milli östrogenmagns í sermi og nánasta umhverfi þekjufrumna (epíthelfrumna) brjóstkirtilsins. Einnig reyndist styrkur hormónanna þar vera 10-40 sinnum það sem mældist í sermi. Niðurstöður sýndu að - minna var af östrogenum í mjólk en í brjóstavökva. - minna var af östroógenum í brjóstavökva kvenna á barneignaraldri sem eignast höfðu börn en hinna sem engin áttu. - magn östrogena jókst í brjóstavökva eftir því sem árin liðu frá síðustu meðgöngu. Þannig minnka barneignir og brjóstagjöf tímabundið, í árum talið, östrogen í umhverfi frumna íbrjóstvefnum. Hvað er svo vitað um þann þriðjung klínískra tilfella sem háður er östrógenum til vaxtar ? Það er fyrst að telja að mismikill Ijöldi frumna þessara æxla tjá östrogen-viðtaka. Prógesteron- viðtakar finnast einnig í mörgum þessara æxla og er tilvist þeirra háð því að östrógen hafi áhrif á vefinn. Líkumar á að æxli sem hafa viðtaka bæði fyrir östrogen og prógesteron svari hormónameðferð eru 75-80%. Nýleg rannsókn bendir til að tilvist prógesteron-viðtaka hafi mun meiri þýðingu fyrir horfur (prógnósu) en östrogen-viðtakarnir( 14). Talið er að þessir kynhormónar virki þannig að þeir örvi frumur til að gefa frá sér vaxtarþætti. Þannig er ekki nóg að fruma tjái hormóna-viðtaka, innra boðkerfi hennar verður einnig að vera í lagi. Fruman verður, undir stjórn hormónsins, að framleiða vaxtarþættina, tjá viðtaka fyrir þá og viðtakarnir verða aftur að vera hæfir til að miðla boðum. Heilbrigðar frumur gefa bæði frá sér jákvæða og neikvæða vaxtarþætti. Dæmi um þá fyrrnefndu eru svonefndir “platelet-derived growth factor” (PDGF) 6 LÆKNANEMINN 31988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.