Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 60
Skýrsla kennslu- málanefndar F.L. Hér mun verða fjallað um það helsta úr starfi kennslumálanefndar F.L. og kennslunefndar læknadeildar veturinn 1987-88. Endurskipulagning á námi í læknadeild H.í. Þetta var að sjálfsögðu það mál sem starfið snérist um. Má segja að endurskipulagningin sé nú kominágóðanrekspöl.því l.áriðveturinn 1988-89er kennt eftir nýja skipulaginu. Kennnslunefd með stúdenta innanborðs hefur tekið virkan þátt í endur- skipulagningingunni, en hitan og þungan af starfinu hefur borið vinnuhópur sem í eru Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður Guðmundsson og Kristján Erlendsson. Yfir höfuð erum við ánægð með drögin að nýju skipulagi á námi í læknadeild og útfærslu þeirra á nýju l.ári nú í vetur. Við viljum þó taka fram að kennslufyrirkomulag í efnafræði á eftir að breytast frekar, til aukins samræmis við aðrar greinar. Því miður hefur ekki enn verið gengið endanlega frá fyrirkomulagi prófa, að öðru leyti en því að fjöldatakmarkanir verða að loknu haustmisseri. Væntanlega verður prófið í þremur til fjórum hlutum , sem skiptast á tvo daga. Prófin verða haldin í desembermánuði. Við vonum að þessi endur- skipulagning skili okkur betri deild, færari stúdentum og (vonandi) áhugasamari kennurum og nemendum. Til frekari fróðleiks er stúdentum bent á greinar A.V.Ax. og G. Sigf. auk tilskrifa Kristjáns Erlendssonar. Vitanlega er starfi í kring um þessa endurskoðun ekki lokið og munum við hér eftir sem hingað til leitast við að leggja okkar að mörkum við að ná fram þeim markmiðum sem helst mega verða læknanemum og þeirra þýi öllu til hagsbóta og farsældar. Amen. Skoðanakönnun F.L. Fyrir fjórum árum var skoðanakönnun F.L. gerð í fyrsta sinn. Könnun þessi olli miklu umróti meðal kennara deildarinnar og þótti mörgum þunglega að sér vegið. Þrátt fyrir þetta varð könnunin þegar í frumbernsku til að valda verulegum umbótum í kennslu nokkurra kennara og jafnvel heilla kennslugreina. Könnunin var gerð aftur næstu tvö ár, en þá fór að bera á vaxandi gagnrýni kennara á framkvæmd hennar. Margt þessarar gagnrýni þótti okkur stúdentum fyllilega réttmætt, og ákváðum því að taka höndum saman með deildinni(kennslunefnd) við að hannabetri spurningalista, sem gæfu betri og nákvæmari upplýsingar en væru þó á skiljanlegri íslensku, hverjum manni auðskildir. Þessi vinna hefur nú verið unnin (sjá grein í læknanemanum 1. tbl.87). S íðastl iðið haust unnu svo stúdentar að endanlegri gerð könnunarinnar m.t.t. einstakra greina(með ærinni fyrirhöfn). Að þessu loknu afhentum við þáverandi kennslustjóra Sigurði Ámasyni þær til umsagnar deildarinnar, áður en spurningalistar yrðu fjölfaldaðir og hannað tölvuforrit til úrvinnslu gagna. Um áramótin 87-88 lét S.Á. af störfum sem kennslustjóri deildarinnar, en þá átti enn eftir að hnýta alla lausa enda varðandi títtnefnda könnun. Ekki var ráðinn nýr kennslustjóri. Næst lögðu stúdentar málið fyrir kennslunefnd. Formaður nefndarinnar, Helgi Þröstur Valdimarsson, lagði til að Bárði Sigurgeirssyni lækni yrði falið að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Þetta féllust stúdentar á og téður Bárður tók að sér að fá gerða kostn.áætl. fyrir verkið. Seint á síðasta skólaári barst í hendur kennslunefndar áætlunin góða. Hún hljóðaði upp á hundraðtuttuguogtvöþúsundogsex- hundruðkrónur( 122600). Þetta þótti mörgum nefndarmönnum, með formanninn í fylkingarbrjósti, nokkuð mikið fé. Þar með var málið sett í bið vegna”fjárskorts”. Við vonum að málið mæti auknum skilningi hjá þeirri kennslunefnd sem tekur við í haust. Norræn samvinna ( samstarf við ástkæra frændur vora á Norðurlöndum) Samstarf kennslunefndar við þjáningarbræður okkar í útlöndum hefur farið vaxandi á síðustu misserum. Við áttum tvo fulltrúa í stjórn Norrænu kennslumálasamtakanna, NFMU. Fulltrúar í KMN sóttu nokkrar ráðstefnur á vegum samtakanna þ.e. í Linköpingþarsemnýr úrkassanum, heilsuháskóli var kynntur; Osló þar sem stúdentarannsóknir og val- námskeið voru til umræðu; og Helsinki þar sem skipulag framhaldsnáms á Norðurlöndunum var rætt. I sumar var svo haldinn aðalfundur samtakanna að Laugarvatni. Þarvarhiðnýjakennslu”módel”Harvard háskóla kynnt, auk nýtískulegu deildanna á 58 LÆKNANEMINN 34988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.