Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 43
Framhaldsnám erlendis Að ósk ritnefndar lceknanemans skrifa nokkrir ágætir lœknar um framhaldsnám erlendis. Framhaldsnám í Bandaríkjunum HallgrímurGuðjónsson Lyfjadeild, Landspítala. Aðgengi, inntökuskilyrði Það þarf að taka inntökupróf, svokallað “FMGEMS” próf. Prófið skiptist í 2 hluta, annars vegar er prófað í grunngreinum og hinsvegar í kliniskum. Prófið er haldið tvisvar á ári, íjanúarog júlí. Nauðsynlegt er að ná báðum hlutum prófsins. Arangur íslendinga sem tóku prófið á tímabilinu júlí 1984 til janúar 1988 er sem hérsegir: “Grunnfög”: 136 tóku prófið, þaraf náðu 77 semer52% árangur. “Kliniskfög”: 94 tóku prófið, 88 náðu, árangur því 94%. Það þarf einnig að takaenskupróf, sem ætti ekki að standa í mönnum. Kostur er að hafa stundað vísindastörf og að hafa fengið greinar birtar í tímaritum. Það er tvímælalaust mikilvægt að fá góð meðmælabréf frá læknum sem dvalið hafa á viðkomandi stað. Engin spuming er um að persónuleg tengsl eru mikilvæg. Best er að fá upplýsingar og umsóknareyðublöð frá sem flestum stöðum (a.m.k. 15-20) og senda umsóknáa.m.k. 10-12staði. Veljaekkieinungisbestu prógrömmin heldur einnig þau sem lakari eru, þannig að möguleikar á því að komast að einhvers staðar séu betur tryggðir. Muna eftir að senda umsóknir í tíma þannig að betra sé að verða við og skipuleggja viðtöl sem kennsluprógrömmin óska iðulega eftir. Vel heppnuð viðtöl eru tvímælalaust hjálpleg. Uppbygging námsins Námið byggist fyrst og fremst á kliniskri vinnu þar sem lögð er áhersla á sterkt samband milli læknis og sjúklings. Mikið er lagt upp úr því að læknirinn sinni sínum sjúklingum samfellt og stöðugt á meðan á sjúkrahúsvist þeirra stendur. Hverju námsári er skipt í eins til tveggja mánaða tímabil þar sem unglæknirinn vinnur á hverjum tíma ýmist á legudeildum (sem yfirleitt eru sérhæfðar), slysadeild, gjörgæslu eða þá ver tímanum eingögnu í að taka consultationir. Þá er læknum í námi skylt að vinna á göngudeild a.m.k. hálfan dag í viku hverri allan tímann á meðan á námi stendur. Mörg prógröm ekki síst hin stærri bjóða mönnum upp á “elektívan” tíma (u.þ.b. 6 vikur á hverju ári), sem unglæknar geta ráðstafað að eigin vali. Rétt er að taka fram að læknar í námi eru undir stöðugu eftirliti og handleiðslu sérfræðinga. Kliniskt próf er yfirleitt tekið á hverju ári, sem reynist mönnum léttbært og auðvelt að ná. Meira er um vert að menn eru dæmdir og fá einkunnir eftir hvert kliniskt tímabil eða “rotation”. Það eru reyndar ekki bara sérfræðingar sem gefa umsögn um frammistöðu unglæknis heldur einnig læknastúdentar sem læknirinn hefur undir sínum vemdarvæng og ber skylda til að kenna á hverjum tíma. Almennt þarf töluverð afglöp, leti, ábyrgðarleysi eða þekkingarleysi til að lækni sé vísað úr námi í Bandaríkjunum. Dæmi um lengd námsins: Medicin, almenn: 3 ár (undirgreinar 2-3 ár). Kirugia, almenn: 5 ár. Pediatria, almenn: 3 ár. Aðstaða Aðstaðaneryfirleitta.m.k.sæmilegefekkigóð, en þó vissulega mismunandi eftir stöðum og fylkjum. Leiga er yfirleitt há, ekki síst á stórborgar- svæðum. Ef búið er 3 ár eða lengur á sama stað borgar sig yfirleitt að kaupa sitt eigið húsnæði. Peningartil slíkra LÆKNANEMINN M988-41. árg. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.