Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 11
Úr heimild 1, bls. 4.
Átfrumur og T - lymfocýtar eru höfuðpaurarnir í
greiningunni og í frumumiðluðu drápi(22).
Við athugun á frumum úr eðlilegum brjóstvef kemur í
ljós að sum svæði skortir HLA-tjáningu fullkomlega.
Frumur brjóstakrabbameins virðast í mörgum tilfellum
ekki tjá HLA. Þannig sýna illkynja frumur og fjöldi
eðlilegra þekjufrumna (epithel) litla tilhneigingu til
tjáningar á vefjaflokkamótefnavökum. Þar sem
cytotoxiskarT-frumur, íþað minnsta, þekkjaframandi
mótefnavaka í tengslum við HLA getur þetta verið
mikilvæg vísbending um eðli svörunar
ónæmiskerfisins við þessari gerð krabbameins (23).
Umfjöllun er hér bundin við brjóstakrabbamein
en það er íferð bólgufrumna ekki. Öll “föst æxli”sem
athuguð hafa verið úr mönnum sýna meiri eða minni íferð
bólgufrumna(24). Samsetning hvítu blóðkornanna í
brjóstakrabbameini bendir ekki til þess að um ósérhæfa
bólgusvörun sé að ræða þar sem hlutfall T-hjálpar- og
bælifrumna er < eða = 1, meðan normalgildi.í blóði,
liggja á bilinu 1 til 2(23)(25). J.Hurlemann og P.
Saraga sýndu einnig fram á (1985) að það var samhengi
milli hvitblóðkomaíferðar í æxlin og tjáningar á HLA
flokki 1, en í rannsóknum þeirra tjáðu 25 af 61 æxli
þessi antigen (15).
Hvít blóðkom eru til staðar í heilbrigðum
brjóstvef en hafa aðra dreifingu en í illkynja vexti.
Lymfocýtarnir eru í nálægð þekjufrumnanna í
heilbrigða vefnum meðan staðsetningin er mikið til
bundin við bandvefinn (stroma) þegar um krabbamein
er að ræða. Menn skilja illa tilvist og staðsetningu hvítra
blóðkorna í heilbrigða vefnum. Hún virðist óháð
mótefnavökum og HLA flokk 1 tjáningu. Mönnum
hefur helst dottið í hug að almennt stjórni endothel fjölda
lymfócýta og afbrigðum þeirra á ákveðnu svæði. Einnig
gætu hormónar haft sín áhrif á þá í þeim líffærum þar
sem það á við(26). I brjóstvef liggja plasmafrumur
undirþekjufrumulaginuogframleiðamótefni.aðallega
IgA, hvort sem um mjólkandi brjósterað ræðaeðaekki.
Þetta er kannski nærtækasta skýringin á tilvist og
staðsetninguhvítrablóðkomaíeðlilegumbrjóstvef(27).
Það er ekki ólíklegt að ei tthvað s vipað eigi við um
brjóstakrabbamein og sortuæxli en þar verður breyting
á STAÐSETNINGU, S AMSETNINGU OG
VIRKJUNARÁSTANDI hvítra blóðkoma í æxlinu
með vexti þess(24).
Um starfsgleði þeirra lymfocýta sem eru í
brjósta-krabbameini fer tvennum sögum. Lwin og
fleiri fundu (1985) að Tac +(þ.e.T-frumurnar sem tjá
viðtaka fyrir interleukin-2) og HLA DR + lympfocytar
í þekjufrumu-laginu og bandvefshýðinu voru á bilinu
10-30% en þessi antigen eru notuð sem mælikvarði á
örvun. Afturá móti fundu þeirengin merki um virkjaða
lymfocýta í eðlilegum brjóstvef(26). Rowe og
Beverley drógu aftur á móti þá ályktun af niðurstöðum
tilrauna sinna að sú þversögn væri fyrir hendi í illkynja
æxli að tilvist þess dragi til sín hvít blóðkorn en að T-
frumumar sýni ekki í öllum tilvikum merki örvunar
(23).
Margir hafa reyndar orðið til að sýna fram á
bælingu hvítra blóðkorna sem einangruð hafa verið úr
æxlum eða úr blóði sjúklinga með krabbamein á
lokastigi. Rannsókn þeirra Töttermann og fleiri þar
sem könnuð var drápsvirkni hvitra blóðkoma úr 10
mismunandi krabbameinum, þar með töldu einu æxli úr
brjósti, leiddi í ljós að þau voru algerlega ófær um
lýtiskt dráp. Þetta átti við jafnvel þó að einkjarna hvít
blóðkorn í blóði sömu sjúklinga væru mjög
frumudrepandi (cytotoxísk).
Líklegasta skýring á þessu er tilvist staðbundinna
bæliþátta sem krabbameinsfrumurnar gæfu þá frá
sér(28). Nýlega hafa verið birtar fyrsta sinni niður-
stöður sem sýna fram á bælingu (inhibition) á svörun
hvítra blóðkorna í blóði við mítogenefninu phyto-
LÆKNANEMINN Vim-41. árg.
9