Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 47
4. O'Brien E. Prepare a curriculum vitae. (How to do it.) Brit. Med. J. 1979;2:1478-79. Framhaldsnám unglækna í Kanada Hákon Hákonarson aðstoðarlæknir Ldk. AÐGENGI OG INNTÖKUSKILYRÐI Það gerist nú æ erfiðara fyrir unglækna að komast í framhaldsnám til Kanada. Að mörgu þarf að huga og undirbúningur er langur (meðaltal 2 ár). * Kanadíska inntökuprófið ( MCCEE ): Allir sem hyggja á slíkt nám þurfa að taka MCCEE (Medical Council of Canada Evaluating Examination ). Það er haldið tvisvar á ári (ca. 10 marz og 10 sept.) erlendis. Algengast er að Islendingar taki prófið út í London. Þetta er 7 klst próf og er tekið á einum degi. Prófið er blandað úr klinik og preklinik ca. 75% vs. 25% (aðal preklinikin er: Fysiology, Microbiology, Behavioral Science og gott er einnig að rifja upp almenna Pathologiu). Einnig ermikið spurt úrEpidemiology og Community Medicin. Það þarf að byrja á að útvega sér umsókn í gegnum kanadíska konsúlinn hér á íslandi (allar adressur fást þar). Stundum eru umsóknarform ekki fyrir hendi og þarf þá að skrifa eftir þeim til kanadíska konsúlsins í London. Umsóknin er síðan fyllt út og þarf að hafa borist konsúlembættinu í Ottawa í Kanada u.þ.b. 100 dögum fyrir áætlaðan prófdag. Engar undanþágur eru gerðar og er umsókninni automadskt seinkað um 6 mánuði ef hún berst síðar eða ef vantar í hana upplýsingar. Niðurstaða úr prófi berst skriflega 3 mánuðum eftir próftöku sem passed eða failed. Allir sem hyggja á nám til Kanada þurfa að sýna fram á að hafa staðist MCCEE þegar þeir skrifa kennslustjórum í viðkomandi námsgreinum (program). * Flest öll progröm óska eftir niðurstöðum úr TOEFL og TSE (test of spoken english), en það er hægt að taka hér oft á ári og þarf að sækja um það rúmlega 1 mán. fyrir prófdag. * Þá er næst að skrifa Kennslustjórum í viðkomandi programi og spyrjast fyrir um launaðar stöður og óska eftir að fá send umsóknareyðublöð. Leggja þarf áherslu á þau störf sem unnin hafa verið eftir útskrift og láta sérstaklega getið að þið ætlið að snúa heim til Islands að loknu námi. * Nú eru allar residenca stöður komnar inn í matching programið kanadíska ( Canadian Internal Matching Service -CIMS- ) en þeir viðurkenna ekki annað kandidatsnám en það sem tekið er í Kanada eða U.S.A. og þær upplýsingarsem fástfrá þeim erað fyrst þurfum við að sækja um of taka svokallað pre- intemship áður en þeir leyfa okkur að sækja um resident stöður. Þetta er því nánast endurtekning á kandidatsárinu. Því þurfum við að leggja ríka áherslu á reynslu okkar þegar við skrifum kennslustjórum og oft tekur það 2-3 bréf þar til þeir átta sig á því að við höfum yfirleitt meiri reynslu en unglæknar í Kanada eftir sinn preintemship - intemship tíma. Hinsvegar getum við fengið umsóknareyðublöð í öll progröm með því að skrifa CIMS, en sú umsókn þarf að berast þeim fyrir 15 ágúst og skráningargjald að fylgja með. * Allar umsóknir í viðkomandi progröm sem við sendum kennslustjórum þurfa að hafa borist þeim fyrir 1. okt. og e.t.v. fyrr í sumum progrömum. Þeim verður að fylgja niðurstaða úr MCCEE, og Curriculum Vitae en það er alltaf gott að geta sett þar, að maður hafi skrifað grein eða stundað vísindavinnu, verið í félagsmálum eða haldið fyrirlestra. Þaðeralltaf gott að þekkja Islending sem er í hliðstæðu námi á viðkomandi stað, sérstaklega er möguleiki á að það geti sparað tíma, en þetta kanadíska kerfi er allt mjög stirt og óaðgengilegt. Allir umsækendur þurfa að senda 3 meðmælabréf sem skipta miklu máli ef viðkomandi program ákveður að taka einhvern útlending inn í programið. * Ef staða fæst er umsækjanda ráðlagt að skrifa læknafélaginu í viðkomandi héraði, sem aftur þarf að samþykkja viðkomandi umsækjanda og hann fær þá tímabundið lækningaleyfi svipað og kandidat hér heima. * Þegar umsækjandi hefur fengið stöðu sækir spítalinn um atvinnuleyfi hjá næstu Immigration skrifstofu. Umsækjandinn fær tilkynningu frá kanadísku skrifstofunni sem staðfestir vinnutilboðið. LÆKNANEMINN ^988-41. árg. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.