Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 47
4. O'Brien E. Prepare a curriculum vitae. (How to do
it.) Brit. Med. J. 1979;2:1478-79.
Framhaldsnám
unglækna í Kanada
Hákon Hákonarson
aðstoðarlæknir Ldk.
AÐGENGI OG INNTÖKUSKILYRÐI
Það gerist nú æ erfiðara fyrir unglækna að
komast í framhaldsnám til Kanada. Að mörgu þarf að
huga og undirbúningur er langur (meðaltal 2 ár).
* Kanadíska inntökuprófið ( MCCEE ): Allir
sem hyggja á slíkt nám þurfa að taka MCCEE (Medical
Council of Canada Evaluating Examination ). Það er
haldið tvisvar á ári (ca. 10 marz og 10 sept.) erlendis.
Algengast er að Islendingar taki prófið út í London.
Þetta er 7 klst próf og er tekið á einum degi. Prófið er
blandað úr klinik og preklinik ca. 75% vs. 25% (aðal
preklinikin er: Fysiology, Microbiology, Behavioral
Science og gott er einnig að rifja upp almenna
Pathologiu). Einnig ermikið spurt úrEpidemiology og
Community Medicin.
Það þarf að byrja á að útvega sér umsókn í
gegnum kanadíska konsúlinn hér á íslandi (allar
adressur fást þar). Stundum eru umsóknarform ekki
fyrir hendi og þarf þá að skrifa eftir þeim til kanadíska
konsúlsins í London. Umsóknin er síðan fyllt út og þarf
að hafa borist konsúlembættinu í Ottawa í Kanada
u.þ.b. 100 dögum fyrir áætlaðan prófdag. Engar
undanþágur eru gerðar og er umsókninni automadskt
seinkað um 6 mánuði ef hún berst síðar eða ef vantar í
hana upplýsingar. Niðurstaða úr prófi berst skriflega 3
mánuðum eftir próftöku sem passed eða failed. Allir
sem hyggja á nám til Kanada þurfa að sýna fram á að
hafa staðist MCCEE þegar þeir skrifa kennslustjórum
í viðkomandi námsgreinum (program).
* Flest öll progröm óska eftir niðurstöðum úr
TOEFL og TSE (test of spoken english), en það er hægt
að taka hér oft á ári og þarf að sækja um það rúmlega 1
mán. fyrir prófdag.
* Þá er næst að skrifa Kennslustjórum í
viðkomandi programi og spyrjast fyrir um launaðar
stöður og óska eftir að fá send umsóknareyðublöð.
Leggja þarf áherslu á þau störf sem unnin hafa verið
eftir útskrift og láta sérstaklega getið að þið ætlið að
snúa heim til Islands að loknu námi.
* Nú eru allar residenca stöður komnar inn í
matching programið kanadíska ( Canadian Internal
Matching Service -CIMS- ) en þeir viðurkenna ekki
annað kandidatsnám en það sem tekið er í Kanada eða
U.S.A. og þær upplýsingarsem fástfrá þeim erað fyrst
þurfum við að sækja um of taka svokallað pre-
intemship áður en þeir leyfa okkur að sækja um resident
stöður. Þetta er því nánast endurtekning á
kandidatsárinu. Því þurfum við að leggja ríka áherslu
á reynslu okkar þegar við skrifum kennslustjórum og
oft tekur það 2-3 bréf þar til þeir átta sig á því að við
höfum yfirleitt meiri reynslu en unglæknar í Kanada
eftir sinn preintemship - intemship tíma. Hinsvegar
getum við fengið umsóknareyðublöð í öll progröm með
því að skrifa CIMS, en sú umsókn þarf að berast þeim
fyrir 15 ágúst og skráningargjald að fylgja með.
* Allar umsóknir í viðkomandi progröm sem við
sendum kennslustjórum þurfa að hafa borist þeim fyrir
1. okt. og e.t.v. fyrr í sumum progrömum. Þeim verður
að fylgja niðurstaða úr MCCEE, og Curriculum Vitae
en það er alltaf gott að geta sett þar, að maður hafi
skrifað grein eða stundað vísindavinnu, verið í
félagsmálum eða haldið fyrirlestra. Þaðeralltaf gott að
þekkja Islending sem er í hliðstæðu námi á viðkomandi
stað, sérstaklega er möguleiki á að það geti sparað tíma,
en þetta kanadíska kerfi er allt mjög stirt og
óaðgengilegt. Allir umsækendur þurfa að senda 3
meðmælabréf sem skipta miklu máli ef viðkomandi
program ákveður að taka einhvern útlending inn í
programið.
* Ef staða fæst er umsækjanda ráðlagt að skrifa
læknafélaginu í viðkomandi héraði, sem aftur þarf að
samþykkja viðkomandi umsækjanda og hann fær þá
tímabundið lækningaleyfi svipað og kandidat hér
heima.
* Þegar umsækjandi hefur fengið stöðu sækir
spítalinn um atvinnuleyfi hjá næstu Immigration
skrifstofu. Umsækjandinn fær tilkynningu frá
kanadísku skrifstofunni sem staðfestir vinnutilboðið.
LÆKNANEMINN ^988-41. árg.
45