Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 46
Prófunum má um margt líkja við bandarísku Board- prófin. Oftast er ætlast til einhvers tíma, yfirleitt eins árs, á öðru skyldu sviði eða í rannsóknavinnu (“elective year”). Slíkur tími er oft hluti af Registrarstöðum á háskólasjúkrahúsum. Stundum hefur slíkur tími á Islandi verið viðurkenndur. A.m.k. tvö sérgreinasamtök viðurkenna að verulegu leyti klínískt nám á Landspítalanum, sem getur þýtt styttri námstíma í Bretlandi. Nauðsynlegt er að benda á að það að hafa lokið sérfræðiprófi er ekki álitið jafngilda því að viðkomandi hafi öðlast fæmi til sjálfstæðra sérfræðingsstarfa. Til þess þarf 2-4 ár í viðbót í svonefndri Senior Registrar stöðu og síðan sérstakt mat sérgreinastofnunarinnar á viðkomandi lækni. Bretar leggja áherslu á að faglegri hæfni (“competence”) sé náð áður en menn takast á hendur þá ábyrgð sem sjálfstæðum sérfræðingsstörfum fylgir. Til að ná því marki þarf langan þjálfunartíma. Menn eiga því að reikna með a.m.k. 3-5 árum í landinu sé ætlunin að taka bresku sérfræðiprófin. Sérfræðiprófin hafa þann stóra kost að þau tryggja góða og alhliða þekkingu í greininni og góða lágmarksþjálfun. Flestir hafa síðan bætt við þá menntun með frekari starfsþjálfun eða vísindavinnu. Ef stefnt er í sérfræðiprófin fylgja menn einnig heimamönnum í námi. Alltaf er ráðlegt að fylgja venjum gistilandsins, einkum í klínískum fögum. Allmargir Islendingar hafa þó verið í námi í Bretlandi án þess að taka sérfræðiprófin. Þetta getur vel verið góð leið, sérstaklega ef unnið er á rannsóknastofu eða í verkefni til doktorsprófs. I því tilviki þarf að uppfylla alveg kröfur íslensku sérfræðireglugerðar- innar til náms. Prófin eru hinsvegar tekin gild á íslandi ásamt lágmarkstíma í sérgreininni, enda þótt námstilhögun hafi verið önnur en lýst er í reglugerðinni. Hvernig er aðstaðan að öðru leyti? Mín reynsla er sú að ágætlega gekk að lifa af laununum. Þetta mun ekki vera reynsla allra og skiptir þar eflaust miklu hversu mikið þarf að greiða fyrir húsnæði og í hvernig stöðu menn lenda. Vilji menn vera í Lundúnum þá tekur húsnæðiskostnaður allstóran bita af laununum. Utan þeirrar 'borgar er húsnæði ódýrara. Fjölda góðra háskólasjúkrahúsa eða annarra sjúkrahúsa af svipuðum staðli er að finna utan höfuðborgar Bretaveldis þar sem tækifæri til náms eru jafnvel betri. Mörg þeirra bjóða einnig spítalahúsnæði á hóflegri leigu. Að kaupa íbúð eða hús getur líka verið hagstætt og lítið dýrara á mánuði en leiga vegna hagstæðra lána. Auk þess er þá verið að borga í eiginn vasa en ekki annarra. Barnaheimilispláss er ekki auðvelt að fá, en það fer þó eftir stöðum. Barna- og unglingaskólar eru hinsvegar miklu betri en á Islandi. Bömin byrja4-5 ára í skóla og eru frá klukkan 9 að morgni til 3-4 á daginn. Atvinnuleyfimakafereftiratvinnumöguleikumíþeirri atvinnu sem hann/hún vill stunda. Sumirmakannahafa einnig stundað nám. Nauðsynlegt er að tryggja sig í starfi í Bretlandi líkt og í Bandaríkjunum. Tryggingar hafa hækkað mikið á undanförnum árum og eru nú yfir eitt þúsund pund á ári eða 8-9% af grunnárslaunum (fastar yfirvinnugreiðslur bætast við). Skattar eru um 35%, staðgreiddir. Framfærslukostnaðurer talsvert lægri en á Islandi, sérlega hvað varðar matvöru og aðrar nauðsynjavörur. Þorri Breta er nægjusamt fólk. Séu kröfur Islendinganna til lífsins hóflegar, þá er afkoman ekkert til að kvarta yfir. Muna þarf að “when in Rome do as the Romans do”, með þeim nrun að Islendingar reyna að hafa hlýrra inni hjá sér og klæða sig á skynsamari hátt en Bretar. Að loknu námi Góðir læknar eru eftirsóttir í Bretlandi eins og annarsstaðarog þeimstandaalltafopnarýmsardyróski þeir eftir áframhaldandi veru. Dvalarleyfi fæst til frambúðar eftir meira en fjögurra ára dvöl í landinu. Sem stendur er almennt gert ráð fyrir að menn í framhaldsnámi séu ekki lengur en fjögur ár í Bretlandi. Islendingunum hefur ekki gengið erfiðlega að vera lengur en það. Börnin aðlagast landi og þjóð fljótt og fullorðnir finna að þeir eru velkomnir gestir. Menntunin er góð á hvaða sviði læknisfræði sem er, bæði í fræðilegu og verklegu tilliti. Að verja hluta úr ævi sinni á Bretlandseyjum er góð reynsla. Heimildir um nám í Bretlandi 1. Karlsson S, Pétursson H, Teitsson I, Ólafsdóttir R, Geirsson RT, Stefánsson S. Framhaldsnám í Bretlandi. Læknablaðið 1982;63:86-91. 2. Jónasson JG, Mclnnes M. Hugleiðingar um PLAB- prófið. Fréttabréf lækna/Læknablaðið 1987;11:9-11. 3. Sigurðsson H. Sérfræðinám lækna í Bretlandi. Fréttabréf lækna/Læknablaðið 1988;9:2-4. 44 LÆKNANEMINN #988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.