Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 42
læknisfræði og gengið út frá þeirri forsendu að framhaldsmenntun og þekking á fleiru en einu fræðasviði muni gefa gagnlega yfirsýn og hæfni til að mæta nýjurn aðstæðum, nýjum vandamálum. Fjarskyld svið I hugleiðingum hér að ofan hef ég reynt að benda á verkefni, sem augljóslega tengjast læknisfræði og sum hver tilheyra ótvírætt læknisfræði, en hefur hingað til verið lítt sinnt af læknislærðu fólki. En hvað um störf á öðrum sviðum þjóðfélagsins? Augljóslega verður ekki mælt með því að fólk leggi fyrir sig hið langa nám læknisfræðinnar með það fyrir augum að leggja síðan fyrir sig einhver tjarskyld störf, sem unnt er að nálgast eftir skemmri og markvissari leiðum. Hins vegar skal aftur bent á, að læknisfræðin er breið líffræðileg menntun, studd undirstöðu í nokkrum öðrum raunvísindum auk sálfræðilegs og félagsvísindalegs ívafs. Ef atvinnuaðstæður eða einhverjar einstaklings- bundnar aðstæðurbeina mönnum frá læknisfræðilegum störfum, jafnvel í hinum víðtækasta skilningi, skal það fullyrt að á mörgum starfssviðum geti hin víðtæka menntun sem í læknisfræði felst komið að notum. Af handahófi skulu til dæmis nefnd hin nýju svið hagnýtrar Iíffræði eins ogfiskeldi, fisksjúkdómafræði og líftækni, sem í lyfjaframleiðslu tengist beint hefðbundnum viðfangsefnum læknisfræðinnar. Á sviði tölvunarfræði má ímynda sér að stór verkefni bíði við hagnýtingu töl va á ýmsum sviðum læknisfræði, t.d. við sjúkdómsgreiningu. Flest verða sennilega leyst með samvinnu lækna og tölvunarfræðinga en einstaklingur sem er hvort tveggja í senn læknir og tölvunarfræðingur ætti að vera liðtækur. í uppeldis og skólamálum eru verkefni ærin svo og í stjómmálum! Að lokum skal áréttað að hérerekki verið að draga úr því grundvallarhlutverki læknakennslu að mennta einstaklinga hæfa til að greina og meðhöndla sjúkdóma heldur benda á að slík menntun geti einnig verið grunnur undir lífsstarf sem ekki liggur innan hins hefðbundna læknishlutverks. Heimildir. 1. Harrison’sPrinciples of Intemal Medicine. 8. útgáfa. Ed. Thom, Adams, Braunwald.Isselbacher, Petersdorf. McGraw-Hill Book Company, New York, 1977, bls. 1. 2. Bima Þórðardóttir: Málþing um atvinnuhorfur lækna. Læknablaðið; 73: 227-235, 1987. 3. Goodman and Gilman's the Pharmacological Basis of Therapeutics. 7. útgáfa. Ed. Gilman, Goodman, Rall, Murad. McMillan Publishing Company, New York, 1985. 4. J.E. Hardison: To becomplete. N. Engl. J. Med. 300: 193- 194, 1979. 40 LÆKNANEMINN %88-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.