Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 22
einkennið til að byrja með (7,8,10,34,35). Fyrir utan heilaæxli geta ýmsar aðrar ástæður legið til grundvallarhækkuðum þrýstingi íheilabúi,og ber þar helst að nefna blæðingar, abcessa, heilabjúg, hydrócephalus ogjafnvel heilasýkingar(36). Einsog áður var nefnt, finnast subependymoma oftast fyrir tilviljun við krufningu hjá einkennalausum einstaklingum. Sjaldgæfara er að þau valdi skyndilegum dauðsföllum hjá einstaklingum sem áður hafa haft lítil sem engin einkenni frá æxlinu (37,62). Einkenni æxla í mænu stafa fyrst og fremst vegna þrýstings, annars vegar beint á aðliggjandi taugavef og hins vegar á nálægar æðar (38,33). Staðbundinn sársauki eða sársauki með taugarótadreifingu (sciatica) er eitt algengasta einkennið og getur líkst mjög einkennum brjóskloss, enda er ekki óalgengt að sjúklingar með mænuæxli séu misgreindiroghafagengistundireina,ogjafnveIfleiri, brjósklossaðgerðir áður en rétt greining hefur fengist (21,35,39). Af öðrum einkennum má nefna krafta- minnkun (paresis), lamanir (paralysis) og skynbreytingar á bol og útlimum allt eftir staðsetningu æxlisins (sensory level) (33,40). Þar sem um helmingur ependymoma í mænu eru staðsett í cauda equina er nauðsynlegt að minnast aðeins einkennahóps sem er dæmigerðurfyrir skemmd á þessu svæði en það er svokallað cauda equina syndrome. Stafar það af þrýstingi á taugar þær sem liggja fyrir neðan neðri brún fyrsta lendarliðsins (Ll) en þar endar mænan sem kunnugt er og liggja taugarnar þar þétt saman íþröngu bili. Einkennin eru venjulegast þau að húðskyn yfir rasskinnum, spönginni (perineum) og aftanverðum lærum er minnkað eða upphafið (söðul—laga svæði), ökklareflexinn er einnig minnkaður eða upphafinn og kraftaminnkun og jafnvel rýmun verðuráfótarogkálfvöðvum. Auk þessa verður oft truflun á blöðru og endaþarmsstarfsemi þannig að afturhald (retention) verður á þvagi og saur. Karlmenn verða oft getulausir. Æðamissmíð, neurofibroma, brjósklos, lipoma, ankylosing spondylitis ofl. geta, auk ependymoma, valdið þessum þrýstingseinkennum (33,41). VI. GREINING Miðtaugakerfisæxli eru best greind með góðri sögu og taugakerfisskoðun og síðan má bæta við ýmsum greiningarðaferðum til staðfestingar og nánari staðsetningar fyrir hugsanlega aðgerð og ber þar hæst tölvusneiðmyndir fyrir æxli staðsett í heilabúi og myelographiur fyrir mænuæxlin. Vefjameinafræðin gefur síðan endanlegt svar um æxlisgerðina þó staðsetning, aldur einstaklingsins og myndrænt útlit gefi þó nokkra vísbendingu um æxlisgerðina (33,42). Tölvusneiðmyndatækin (computed tomo- graphy, CT) hafa valdið byltingu í greiningu á heilabúsæxlum og eldri greiningaraðferðir s.s. ventriculogram og pneumoencephalogram hafa nær dottið upp fyrir (43,47). Eins og nefnt varað ofan geta vissatriði bentáæxlisgerðina. Þannigertalið líklegt að um ependymoma sé að ræða ef CT sýnir í ungum einstaklingi, jafnþéttan (isodense) æxlismassa í ventriculus quartus sem innheldur litlar afrúnaðar kalkanir (44,45). Einnig má álíta að um ependymoma sé að ræða ef maður sér á CT, cystiskan massa í hvítunni í heilahvelunum, með ofanlýstum kölkunum, hjá ungum einstaklingi (44,47). Ymsar sjúklegar breytingar sem sjást á CT geta líkst heilabúsæxlum. Berþarhelst að nefna; meinvörp, drepsvæði,æðagúla,æðamissmíðogaÞce55a (42). Myelografiur og CT eru bæði mikilvæg greiningartæki fyrir ependymoma í mænu (33). Af öðrum greiningaraðferðum mætti nefna; venjulega röntgenmyndatöku, MRI (magnetic resonance imaging) sem er ekki enn til hér á landi en er talið sérstaklega hentugt fyrir æxli ífossa posterior, heilalínurit, ísótópa skann, æðamyndatöku og mænuástungu sem ber þó að varast að framkvæma ef minnsti grunur leikur á hækkuðum þrýstingi í heilabúi, af ástæðum sem allir þekkja. Mænuvökvinn sýnir oft hækkað prótein og stundum má greina æxlisfrumur við frumuskoðun(33). mMEÐFERÐ Meðferðin á ependymoma er skurðaðgerð og geislameðferðáeftir(8,10,35,46,48). Cytostatíka hafa ekki gefið góða raun og eru því ekki notuð nema e.t.v. sem síðasta hálmstráið, þegar allt annað hefur brugðist (49,50,51). 1. Skurðaðgerðin. Hvaðheilaæxlinvarðarerbest að reyna að fjarlægjaeins mikið af æxlisvefnum og unnt er (radical eða gross total removal) en það getur oft 20 LÆKNANEMINN M988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.