Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 54
samfélögum án þess að stofnað sé til mikils tilkostnaðar. Reynteraðfræðafólkiðumþað hvemig aukiðhreinlæti og fjölbreyttari fæða stuðli að bættri heilsu og hvernig það geti bætt þessa þætti. Fólksfjöldinn og fólks- fjölgunin er það vandamál sem stjórnvöld í Nígeríu hafa hvað mestar áhyggjur af og því er lögð rfk áhersla á að kynna fólki getnaðarvamir og það hvatt til þess að nota þær. Einhveráhugaverðasti hluti þessara vinnubúða var markaðsferð, þá fórum við læknanemarnir á markað í Badagry og tókum viðtöl við nokkrar konur. Með því reyndum við að kynna okkur lauslega hvernig heimilishagir þeirra og fjölskyldusaga væri, hvað þær vissu um getnaðarvarnir og hvort þær notuðu þær. I stuttu máli sagt voru svörin æði misjöfn en þó vissu flestar konurnar um fólksfjölgunarvandann. Flestar þekktu til getnaðarvarna en fæstar notuðu þær. Sumar notuðu þær ekki af trúarástæðum, aðrar töldu þær vera skaðlegar en flestar tilgreindu enga sérstaka ástæðu. (ein sendi karlinn bara til annarrar konu, ósköp enfalt) Af niðurstöðum þessara hávísindalegu rannsókna má ljóst vera að mikið verk er fyrir höndum hjá stjórnvöldum íbaráttuþeirraviðfólksfjölgunina. Voru þessar vinnubúðir ágætlega skipulagðar og má segja að þær hafi staðið upp úr öllu öðru á þessu ársþingi. Að þeim loknum hófst síðan hinn eiginlegi aðalfundur IFMSA. Hann átti eftir að verða sögulegur. Strax í upphafi fyrsta fundar varð vart við þá togsteitu sem var til staðar á milli fulltrúa hinna ýmsu þjóða. Þannig var rétt búið að setja fyrsta fundinn og Gianni Lolli forseti hafði tekið að sér fundarstjórn að tillaga kom fram þess efnis að kjósa nýjan fundarstjóra. Fram að þessu hefur það verið hefð að forseti IFMS A taki að sér fundarstjóm. Tillagan var samþykkt og var kosið á milli Gianni og Carlos frá Katalóníu og var sá síðarnefndi kjörinn. Greinilegt var að Gianni Lolli átti erfiða ráðstefnu framundan. Ekki höfum við höfundar þessarar greinar mikla rey nslu í fundarhöldum og þessi fyrsti fundur fór að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. En fljótlega áttuðum við okkur á fundarsköpum og þá fyrst fórum við að sjáhve fáranlegafundirnirþróuðust. Stutt lýsing á einum fundi: Fundur settur, nöfn þjóða lesin upp og merkt við viðstadda. Síðan var tekið fyrir mál skv. auglýstri dagskrá og þrefað um viðkomandi efni sem í fæstum tilvikum átti nokkuð skylt við læknisfræði. Loks þegar menn voru orðnir aðframkomnir af hungri og þorsta, iðulega án þess að þrefið hefði leitt til nokkurrar niðurstöðu, tóku yfirleitt við 15-45 mín umræður um það hversu lengi ætti að fresta fundinum. Svona gekk þetta má segja fyrstu 3 dagana og þá var lítið búið að ræða um annað en mistök fráfarandi stjómar. Einungis einn stjómarmeðlimur var mættur til Nígeríu og var það forsetinn Gianni Lolli. Aðrir í stjórn með honum voru Armando Paredes ritari frá E1 Salvador og Fedeico MarchergjaldkerifráAusturrfki. Armandokomstekki á fundinn vegna þess að á síðasta ári flúði hann til Kanada og sótti þar um hæli sem pólitískur flóttamaður. Ef hann hefði farið til Nígeríu hefði hann stefnt ríkisborgararétt sínum í Kanada í hættu vegna einhverra reglugerða þar í landi. Fedeico sagði af sér á árinu þar sem upp komst að hann hefði misnotað fé IFMSA. M.a. hafði aðalskrifstofu IFMSA í Vín veriðá árinu lokað vegna þess að ekki voru til peningar til rekstrar hennar. Þettaolli því að erfitt reyndistað halda utan um starfsemi samtakanna. Hvarf ýmissa pappíra af aðalskrifstofunni, þ. á. m. fundargerða síðasta aðalfundar, hlaut h vað mesta umræðu á þessum fundum og sumir vildu meina ða eitthvað væri verið að fela. Hvort hið dularfulla hvarf var vegna þjófnaðar eða einfaldlega vegna flutninga komst aldrei á hreint. Þegar hér var komið sögu og allt stefndi í það að ráðstefnan færi öll í svona gagnslaus fundarhöld, var farið að gæta ansi mikillar þreytu hjá fulltrúum margra þjóða, þ. á. m. okkur íslendingunum. Menn fóru að ræða sín á milli hversu langt samtökin væru í raun frá sínum megintakmörkum og í raun það eina sem virkaði væru stúdentaskiptin. Flestir þeirra sem tóku þátt í þessum umræðum á bak við tjöldin voru sammála um að því miður bæru IFMS A þess greinilega merki að þau væru að vissu leyti orðin fómarlömb stjómmálalegra umræðna. Tilaðspomaviðþessariþróunogtilað reyna að koma í veg fyrir að samtökin hreinlega leystust upp var ákveðið að leggja fram tillögu þess efnis að kjósa ekki nýja stjórn og vinna að nýrri stjómarskrá sem myndi verða einfaldari en sú gamla. Tillagan var samþykkt. í framhaldi af því var kosin nefnd sem skyldi vinna að nýtti stjórnarskrá og á hún að hittast tvisvar fyrir næsta ársþing IFMSA og þá skal kjósa um hana. Markmið nýju stjórnarskrárinnar á einkum að vera það að gera IFMSA virkari í að fjalla um læknisfræðileg málefni. Aðalráðstefna samtakanna mundi þá vera nokkurs konar vinnubúðir þar sem unnið yrði að fyrirfram ákveðnum þemum, læknanemar myndu skiptast á skoðunum og hugmyndum og í framhaldi af því jafnvel vinna að sameiginlegum verkefnum. Hugmyndin er sú að hafa aðalskrifstofu samtakanna í einhverju landi og þar mundi starfa 52 LÆKNANEMINN Mws-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.