Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 56
stúdentaskiptin gengur fyrir sig o.s.frv., svona e.k. “report”. Stúdentaskiptin höfðu yfirleitt gengið mjög vel nema þá helst í Portúgal en þeir sögðu að flest sem gat hefði farið úrskeiðis. Þá vareinnig talað um það að æskilegt væri að þeir sem vildu fara sem skiptinemar skrifuðu bréf með umsókninni. Þar eiga þeir að segja svolítið frá sjálfum sér og hvers vegna þeir vilja koma til viðkomandi landa, svona til að gera þetta dálítið persónulegra. Vel vartekiðíþettaog varmælsttil þess að sem flestir tækju þetta upp. Þar næst kynntu Hollendingarnir ráðstefnuna sem þeir halda 3.-9. mars á næsta ári. Hún verður haldin í eins konar klaustri í Suður-Hollandi. Af því sem þeir sögðu og myndunum sem þeir sýndu að dæma leit þetta mjög vel út og allt öðruvísi heldur en við höfðum kynnst þarna í Nígeríu! Hollendingarnir kynntu líka svo kölluð “electives program” sem þeir eru með. Með þeim bjóða þeir læknanemum að koma í alls konar rannsóknarvinnu sem síðan er hægt að fá metna í náminu (það er þó líklega ekki hægt hér á landi). Stúdentaskiptin eru eitt af því besta sem fer fram innan þessara samtaka. í þeim taka flest löndin þátt en aðrir vinnuhópar eða nefndir eru ýmist ekki starfandi eða takmarkaðir við eitt eða fáein lönd. Voru menn sammála um að hver svo sem framtíð IFMS A yrði mættu stúdentaskiptin ekki detta upp fyrir. Um skipulagningu ráðstefnunnarer margt að athuga. í Nígeríu ganga hlutirnir ekki mjög hratt fyrir sig. Þannig vart.d. símasambandslaust í ASCON, ástæðan fyrir því var sú að fyrir hálfu ári var framið bankarán í Lagos og klipptu þrjótarnir á símalínur út úr borginni svo að ekki væri hægt að stöðva þá á flóttanum með fenginn! Þettasímasambandsleysi olli þvím.a. að alltaf þurfti að fara til Lagos ef einhverju þurfti að redda og vegna umferðatafa tók slík ferð oft u.þ.b. 8-10 klst. Öll dagskráin fór úr böndunum, margt féll út úr henni og oftastbyrjuðufundirnirlöngueftiráætlaðan tímavegna þess að svo fáir voru mættir. Mikill tími fór í það að ferðast milli staða í rútum sem við höfðum oft á tilfinningunni að væru að syngja sitt síðasta svo ekki sé meira sagt. Ekki má gleyma matnum, á hann verður varla minnst ógrátandi. Alltaf var sama vonda bragðið auk þess sem útlitið var ekki til að bæta matarlystina, þama blasti oft við anatomia innri líffæra kýrinnar. A öllu þessu var fólk orðið almennt mjög þreytt í lok ráðstefnunnar. Síðasti fundurinneinkenndistafþvíog var ráðstefnunni slitið að kvöldi fimmtudagsins 4. ágúst, auðvitað klukkutímum á eftir áætlun. Ráðgert hafði verið að borða kvöld verð í Lagos þetta síðasta kvöld en aðeins u.þ.b. helmingur ráðstefnugesta náðu í hann í tæka tíð. Þrátt fyrir allt þetta var yfirleitt góður andi meðal þátttakenda og menn skemmtu sér hið besta á milli funda. Að kvöldi föstudagsins 5.júIf áttum við bókað flug til London. Menn voru farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því hvernig gengi að komast klakklaust út úr landinu og fæsta langaði til að dvelja þar lengur en nauðsynlegt væri. Við vorum í samfloti með þátt- takendunum frá Portúgal og 5 tímum fyrir brottför þurftum við að mæta til að tékka okkur inn. Gekk það ágætlega með aðstoð starfsmanns úr portúgalska sendiráðinu í Lagos. Þóttumst við þá vera nokkuð hólpin þar til áfallið kom þegar tilkynnt var að ekkert yrði af flugi til London þetta kvöldið. Þetta fór þó allt betur en á horfðist og síðasta sólarhringinn dvöldum við í góðu atlæti á Sheraton hótelinu í Lagos. Laugardagskvöldið ð.júlí flugum við loks til London og vorum við þeirri stund fegnust þegar flugvélin fór í loftið. Að koma til London var næstum því eins og að koma heim. Við vorum svo heppin að fá flug strax daginn eftir heim en vegna tafarinnar í Lagos höfðum við misst af fluginu til Islands. Þar með var þessari ævintýralegu ferð okkar lokið. Þetta var að mörgu leyti gaman, það var gaman að fá tækifæri til að kynnast fólki frá alls konar löndum og það var ógleymanleg en misskemmtileg reynsla að kynnast Nígeríu aðeins. En það var virkilega gott að koma heim á gamla Frón. 54 LÆKNANEMINN %88-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.