Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 59
lesstofuplássið í Eirbergi á Landsspítalalóðinni hefur
ekki aukist frá síðasta vetri. Það þarf ekki mjög sterka
tölvu til að reikna út að þama vantar okkur skyndilega
um 50 lespláss. Það er að vísu rétt, sem Sigmundur
rektor svaraði til, að nýtingin gæti verið betri í
Eirbergi, en alls ekki sem svarar til þessa taps. Við
æstum okkur dálítið og málið verður leyst að hluta á
þann hátt, að við höldum Tjamargötunni, þar til að
bráðabirgða lesaðstaða verður tilbúin í kjallaranum í
Vatnsmýrinni. S vo verðum við að nýta Eirberg betur en
verið hefur. Það er samt Ijóst að lespláss verða færri
eftir en áður.
Síðasta vetur gætti dálítið þess misskilnings hjá
stjórn námsbrautarinnar í hjúkrun að námsbrautin sæti
ein að lesplássunum á 2. hæðinni í Eirbergi. Urðu
dálítil leiðindi vegna læknanema, sem þar voru. Rektor
hefur nú samþykkt að setja upp tilkynningu sem
leiðréttir þetta.
1. desember hátíðarhöldin.
Læknadeild, Tannlæknadeild og Raunvísinda-
deildsáusamanumhátíðina l.des. '87. Húntókstmjög
vel og ekki síður ballið sem var um kvöldið.
Matsalur Landsspítalans
Síðasta haust setti framkvæmdastjóri
tæknisviðs ríkisspítalanna þær reglur að einungis þeir
stúdentar sem væru í verklegu námi á Landsspítalanum
fengju þar að borða. Astæðan var sögð vera mannekla
í eldhúsinu. Fram til þessa höfðu menn af 2.3. og4. ári
einnig komið þar við. 4. árs menn úr fyrirlestrum í
Loftsölum 3. árs menn úr fyrirlestrum í geðdeildar-
húsinu og 2. árs menn frá lestri í lesstofum í Eirbergi
eða Tjarnargötu. Stöku maður kom af 1. ári, en það var
víst aldrei meiningin. Hjúkrunarfræðinemar af I. og
2. ári höfðu einnig nært sig í matsalnum. Við fórum
með Hjúkrunarfræðinemum, margoft á fund fram-
kvæmdastjórans og matráðskonunnar á Lands-
spítalanum, auk þess sem málið var borið upp á
deildarráðsfundi. En ekkert gekk.Núna hillir undir að
3. og 4. árið okkar fái að næra sig, á þeim forsendum að
þau eru í verklegu námi að hluta, en auðvitað ættu allir
stúdentar í Læknadeild að geta fengið mat á stofnun
sem kallar sig Háskólasjúkrahús.
Kynningarmynd Læknadeildar
Háskólinn vinnur að gerð heimildamynda um
allar deildir skólans. í sumar hafa tjórir læknanemar
unnið að handriti fyrir læknisfræðina og það er tilbúið.
Næst er síðan að byrja að mynda. Horfið var frá því að
hafa sameiginlega mynd fyrir alla Læknadeildina, því
að þá fengi hvert deildarfélag aðeins um 8 mínútur, sem
er allt of lítið. Myndin verður tæpur hálftími.
Skoðanakönnun og “frétta-
flutningur” útvarpsstöðvarinnar
Stjörnunnar.
I fyrraveturfórfram skönnun meðal læknanema
um viðhorf þeirra til atvinnumála lækna og afstöðu
þeirra til námsins (sjá nánar í ársskýrslunni '86-'87).
Með okkar samþykki birti Vökublaðið síðan hluta af
þessari könnun í vetur, og fór rétt með. “Stjaman”
komst síðan í könnunina úr Vökublaðinu og útvarpaði
eftirfarandi tvisvar í fréttatíma: “ Mikill meirihluti
læknanema við Háskóla Islands er í læknisfræði vegna
vonar um góða afkomu..Þar kemur einnig fram að
mikill meiri hluti læknanema er tilbúinn að setjast að
erlendis að námi loknu.., - væntanlega í von um
góða afkomu”. Eftir ábendingu frá okkur kom leið-
rétting daginn eftir, sem ekki var nægjanleg. Við
kærðum til Siðanefndar blaðamannafélags íslands, og
hún var sammála okkur um að þetta væri rangtúlkun á
niðurtsöðum könnunarinnar og léleg vinnubrögð.
Tveir af fimm nefndarmönnum dæmdu þetta sem brot
á siðareglum blaðamanna, svo að “Stjaman” slapp með
skrekkinn.
Niðurlag
Starfsemi félagsins var mikil á síðasta ári og við
gerðum margt fleirra en nefnt hefur verið. Samvinnan
var mjög góð innan stjórnar og við embættismenn
félagsins. Oftast gekk vel að fá fólk til að starfa og
dreifðum við vinnunni til sem flestra félagsmanna,
bæði til að létta á okkur álagi og til að gera sem flesta
félagsmenn virka. Þegar samvinnan var mest, þá leið
okkur best. Þetta var gott ár.
Fyrir hönd stjórnar Félags Læknanema, Jón Tryggvi
Héðinsson, formaður.
LÆKNANEMINN 34988-41. árg.
57