Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 39
hliðarbrún vinstra nýra. Tölvusneiðmyndir af nýrum voru eðlilegar. Beinaskann samrýmdist “poly- arthritis.” Röntgenmyndir af höndum, úlnliðum og ökklunt sýndu byrjandi úrátur. Röntgenmyndir af hnjám og af brjóstholi voru eðlilegar. EKG sýndi vægar ST-breytingar og spumingu um “Io ventricular strain.” Umræður. Rannsóknum var hagað út frá því að vitað var að sjúklingur hafði vöðvaslensfár. Vöðvaslensfár er dæmigerður sjálfnæmissjúkdómur. Sjálfsskörun (autoimmune overlap) er vel þekkt í ýmsum sjálfnæmissjúkdómum. Þannig geta sjúklingar með vöðvaslensfár haft aðra sjúkdóma sem taldir eru af sjálfnæmistoga (autoimmune nature), svo sem útbreidda rauða úlfa (systemic lupus erythematosus), liðagigt, skjaldkirtilbólgu (autoimmune thyroiditis), “anemia perniciosa”, psoriasisgigt og sykursýki. Auk vöðvaslensfársins reyndist hún hafa tvo aðra sjálfnæmissjúkdóma, þ.e. sígilda liðagigt og “anemia pemiciosa.” Dæmigerð sjúkrasaga, skoðun og hækkun á gigtarprófum, beinaskann og röntgenmyndir staðfestu sígilda liðagigt. B12-vítamínskortur, Schillings-próf II og “parietal” mótefni staðfestu “anemia perniciosa.” Smásæ blóðmiga er óskýrð. “Anemia pemiciosa” var meðhöndluð með Vibeden sprautum og jámtöflur jafnframt gefnar, þar sem blóðleysið virtist vera blanda af B12 vítamínskorti og járnskorti. Liðagigtin var meðhöndluð með T. Imuran 50 mg x 3. Hlaut hún nokkurn bata sem þó var ekki fullnægjandi. Var því T. Prednisólón 15 mg daglega bætt við. Við það dró verulega úr liðeinkennum. Báðum þessum lyfjum er auk þess beitt við vöðvaslensfári enda reyndist með tímanum unnt að minnka skammta af “anticholinesterösum” um meira en helming og við það dró úr aukaverkunum þeirra. Þótt fyrmefnd skörun sjálfnæmissjúkdóma sé ekki fátíð hjá sjúklingum með vöðvaslensfár, þá verður í þessu tilfelli að teljast mjög óvenjulegt að hún komi fram áratugum eftir brottnám hóstarkirtils. Ljóst er að hóstarkirtillinn var fjarlægður í heilu lagi. Hins vegar gæti hún haft hóstarkirtilsvef annars staðar í miðmæti (mediastinum). Höfðum við því hug á að fá tölvusneiðmyndatöku af miðmætinu en sjúklingur þverneitaði þar sem hún fann fyrir mikilli innilokunarkennd í tölvusneiðmyndatækinu við nýrnarannsóknina og hafnaði alfarið miðmætisaðgerð þó hóstarkirtilsvefur myndi finnast þar. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins Elding trading company h.f., Hafnarhvoli Tryggvagötu, símar 15820,16303 LYFJABÚÐIN IÐUNN LAUGAVEGI 40A Læknasími: 11911 Almennur sími: 21133 LÆKNANEMINN 2Ám-41. árg. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.