Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 50
töluverð óvissa, þar sem í flestum tilfellum hefur maður aðeins loforð upp á fáeina mánuði í afleysingastöðu. Stundum getur lfka verið nauðsynlegt að flytja sig milli bæja og landshluta. Þetta leiðir til þess að fjölskyldan lifir í nokkuri óvissu í fyrstu en oftast rætist úr er fram líður. A sumum stöðum útvegar sjúkrahúsið húsnæði, venjulega gegn fremur vægu gjaldi og kemur það oftast fram í auglýsingunni ef svo er. Húsaleiga á almennum markaði getur verið há sérlega í stærri borgum og ættu allir sem ætla hingað til náms að hafa húsnæðismálin á hreinu áður en út er farið. Eins og þegar hefur verið nefnt er síst betra að fá barnaheimilispláss hér en heima á íslandi. Þó sjúkrahúsin hafi oft sjálf bamaheimili, eru þau yfirfull og ómögulegt að fá pláss fyrir aðra en hjúkrunarfræðinga og örfáar aðrar starfsstéttir, sem sjúkrahúsið vill lokka til sín. Ungir læknar í sérfræðinámi eru sjaldnast innan þeirra stétta og brey tir engu þó þú sért einstæð(ur) með tvö ung börn ! Þetta er þó mismunandi milli staða, verst í Osló og Bergen. LAUN Launalega hafa aðstoðarlæknar það þolanlegt, með byrjunarlaun u.þ.b. 13.500 NKR á mánuði fyrir dagvinnu. Með eftirvinnu geta samanlögð laun verið u.þ.b. 18-26.000 NKR á mánuði. Þrátt fyrir hátt verðlag hér ervel hægt að lifa af þessum launum, ef þú býrð í sjúkrahússíbúð og makinn er heima að passa bömin ! Ef mikil eftirvinna hefur verið unnin verður að taka hana út í fríum. Skattaálagning er mikil á meðal Norðmanninnen viðútlendingarnjótum forréttindaog fáum lægri skatt, s.k. “útlendingafrádrátt” fyrstu árin, og hjálpar það nokkuð. LOKAORÐ Þegar á heildina er litið og maður hefur dvalið hérna nokkra stund, komið sérfyrir, og kynnst landi og þjóð, þá er gott að vera hér. Hins vegar ef verið er að leita að átakalausu sérfræðinámi án áhættu þá er öruggara að velja sér eitthvað annað land. Bergen, nóv. 1988. HEIMILDIR 1. Asbjörn Jónsson: Um breytingar á sérnámi í Svíþjóð. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1988; (11): 7. Sérnám í Svíþjóð Viktor Sighvatsson, Krabbameinsfélag Islands. Svíþjóð hefur lengi verið vinsælt land til framhaldsnáms og er því auðvelt fyrir þá, sem hyggja á framhaldsnám í Svíþjóð, að finna kollega sem nýkomnir eru úr námi og veitt geta allar upplýsingar. UPPLÝSINGAR UM STÖÐUR Flestir hafa farið út í gegnum persónuleg tengsl á einn eða annan hátt. Algengt er að kollega hafi beint samband við deild þar sem hann hefur unnið áður og mæli með viðkomandi unglækni. Nánast allar stöður eru auglýstar í Lakartidningen, sænska læknablaðinu, sem kemur út vikulega. Blaðið kemur á alla stóru spítalanaog með þvíað fylgjast með auglýsingum íþví má fá góða hugmynd um hvað er í boði. En bæði er að blaðið er oft fremur lengi á leiðinni, og að umsóknarfrestur er oft stuttur, sem gerir það að verkum að menn verða að vera fljótir til, að svara auglýsingum. Vert er að benda á, að sé tíminn naumur, nægir að senda símskeyti og segja umsókn vera á leiðinni, og telst umsókn þá fullgild þegar hún berst. STÖÐUR Á SJÚKRAHÚSUM A: underlakare - sama staða og aðstoðarlæknir hér á landi. B: underlákare med FV-block - aðstoðarlæknir í skipulögðu framhaldsnámi. Hefur þá ráðningarsamning, oftast til 4 1/2 árs. Efumminnistað er að ræða er hluti tímabilsins, gjarnan I 1/2 ár í lokin, skipulagt á háskólaklínik. C: AL-lakare (avdelningslákare) - lægstastaðasérfræðings. Segiroft lítið um aldur eða reynslu læknisins en meira um launin. D: BÖL(bitrátandeöverlákare)-Máþýðasem aðstoðaryfirlæknir, samsvarar best venjulegum sérfræðingiásjúkrahúsihérálandi. E: ÖL (överlákare) - yfirlæknir, þó ekki alveg eins og við þekkjum hann, því hér getur verið um yfirmann hluta stærri deildar að ræða. F; Klinikchef - yfirlæknir með stórum staf. Verkstjóri deildarinnar. Oft byrja menn sem lausamenn eða “vikarier.” Fá þá stöðu sem “vikarierande underlákare.” Slíkar stöður eru nánast aldrei veittar nema til 5 mánaða í senn, en er mjög oft framlengt og margir ljúka sínu framhaldsnámi í 48 LÆKNANEMINN %sa-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.