Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 64

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 64
sínum vel sagði hann; “Nei, það var ekki þessi glæra heldur sú næsta á eftir.” Þó að fjölritunargáfan sé góð þá þarf að örva fleiri eiginleika. Við megum ekki gleyma kúrfunni sem Gylfi Asmundsson dregur upp á hverju hausti, I.Q. nær toppi um 14 ára og er á ískyggilega hraðri niðurleið um það leyti sem menn eru að klára læknanámið. Þess vegna þarf að örva þetta fólk strax, lofa því að spreyta sig og stíga í hæfileika sína. Þegar hin veikbyggða sjálfstæða hugsun fer að vaxa í brjósti nemandans þarf að hlúa að henni í stað þess að drepa hana niður með skætingi og ónotum eins og stundum vill brenna við. Hvenær rennur upp sá dagur að hin þungu spor heim úr skólanum verða ekki lituð vonleysi og örvæntingu ? Kannske læknisfræði sé eina fagið í H.í. þar sem ekki er boðið upp á valgrein, aldrei ætlast til þess að maður skrifi ritgerð eða velji sér verkefni til þess að vinna að. Og þó, á 5. ári er boðið uppá það í Geðinu að skrifa smá ritgerð í staðinn fyrir eina sjúkraskrá. En næstum því enginn nýtir sér það! Hér erum við komnir að kjarna málsins. Læknanemar eru ekki einsleitur hópur. Ekki nenna allir að eyða tíma sínum í heilabrot eða að vera sífellt að karpa við kennarann. Hingað eru líka þeir komnir sem ætla sér að læra, meðtaka það sem grandvarir menn hafa að segja og fara síðan með heilræði þeirra upp á vasann, út á meðal fólks og hefja lækningar. Kannski kaupa sér stórt skóp og dorga því ofan í fólk með tilheyrandibréfaskriftum viðtryggingarstofnun. Þessu fólki stendur stuggur af þeim sem alltaf er að tefja fyrir með óþarfa spurningum. Það eru semsé í læknadeild tveir pólar. Pólar sem skapast af því einfaldlega að mennimir sem sitja saman í hóp eru mismunandi. Barnaskapur er að halda að nokkum tímann verði hægt að gera þeim báðum fullkomnlega til hæfis. En hví þá að vera að væla ? Steinn Steinarr var einhverju sinni sem oftar að rakka niður eitthvert skáldið sem alþýðunni þótti vænt um. Hann skammaðist sín samt dálítið fyrir í þetta sinn, en það var afar fátítt. Hann færði sér það til málsbótar að þótt fólk mætti svosem auðvitað eiga sína rithöfunda í friði þá væri nú svo komið á Islandi að nær eingöngu væri skrifað fyrir þann hóp lesenda sem hann kallaði, fátæka í andanum. Auðvitað hafa þeir sem sitja í iðnnámi í læknadeild líka sinn tilverurétt, þessi eru einkenni sjúkdómsins og svona gerir maður. Hinsvegar er nú svo komið að nœr öll kennslan miðast við þennan hóp, á hina er mjög hallað. Það er merkilegt að á meðan í öllum betri skólum erlendis er ætlast til þess að menn geti sýnt að þeir hafi vald á efninu, hafi fyrir að koma skipulagi á þekkingu sína og sundurgreini þá miðast allt námsfyrirkomulag hérlendis við að menn láti sem minnst á sér kræla en gubbi fróðleiksmolunum ómeltum upp á prófblaðið í fyllingu tímans. I almennilegum menntastofnunum kemst enginn upp með það að hnipra sig saman útí horni og þegja. Slík hegðun er hinsvegar mjög umbunuð hér á landi, í rauninni er passívismi hið eina sem virkilega er hlúð að í fari nemenda í læknadeild H.I. Vandinn liggur sem fyrr segir ekki bara í kennslufyrirkomulaginu (og kennsluformið er órjúfanlega tengt námsmatinu). Nemendur eiga líka sinn hlut. Fjöldi nemenda unir sér vel við núverandi fyrirkomulag. Þeir finna fyrir öryggi í þessu kerfi þar sem aldrei er brugðið útaf hinu hefðbundna stefi, að öngvu þarf að hyggja nema að fanga niður góðum glósum. Til dæmis þegar Maggi Karl kemur með hnyttna athugasemd um það sem er verið að kenna, þá fara bekkjarsystkyni hans að horfa áhugalaus út um gluggann, eða að bora í nefið. Þegar hann svo aftur seinna í fyrirlestrinum reynir að sundurgreina það sem á borð er borið þá fara menn að aka sér órólega, andvörp og stunur stíga upp hér og þar og loks spyr einhver hvort maðurinn geti ekki haldið kjapti. Það er svo ónotalegt að vakna upp úr þeim höfga draumi sem ítroðslan sefjar mann inní. Sérstaklega þar sem í spurningum Magga Karls felst, án þess að hann geri sér grein fyrir því sjálfur, ákveðin ögrun við bekkjarsystkyni hans. Það er eins og hann ætlist til þess að félagar hans séu líka vakandi, eins og að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með að þeir hafi lagt gagnrýna hugsun á hilluna eftir aðeins fáein ár í læknadeild. Aldrei höfum vér læknanemar orðið fyrir þeim óskunda að hróflað sé við þeirri ímynd að læknisfræðin kunni við flestu svör. Látið er sem hinn læknisfræðilegi þekkingarmassi sé skýrt afmarkaður, óumbrey tanlegur og endanlegur, og að við kunnum skil á lunganum af honum. Það er svo óþægileg staðreynd að fæstar af þeim læknisfræðilegum “staðreyndum” sem við lærum eru algildar, og að sífellt er tekist á um gildi flestra 62 LÆKNANEMINN VimAl. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.