Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 27
í hársverði byrjar húðsveppasýking í homlagi húðar, síðan vaxa sveppaþræðir niður í hársekki og utan um hárrótina (ectothrix) og einstaka tegund getur skriðið inn í hárlegginn (endothrix). Hárið brotnar að lokum af og smám saman myndast hárlítill eða hárlaus blettur. Yfirleitt vex hár aftur á þessum blettum, þegar maðurinn yfirvinnur sýkinguna, en stöku húðsveppa- tegundir valda varanlegum hármissi. I nöglum byrjar húðsveppasýking oftast fremst undir nöglinni eða við hliðarjaðra hennar. Sveppurinn étur sig síðan upp undir nöglina og inn á milli laga í henni. Naglbeðurinn svarar með aukinni framleiðslu á hornefni, sem hrúgast upp undir nöglinni. Smám saman þykknar hún, missir gljáa, fær óeðlilegan lit og lyftist fránaglbeðnum framan til. í homefninu undir nöglinni og niðurbrotsefnum þess vaxa auk húðsveppsins oft aðrar sveppategundir og bakteríur. Húðsveppir eru upprunnir í jarðvegi, en hafa á þróunarferli sínum fikrað sig upp í hreisturog hár dýra, fjaðrir fugla og loks í homefni mannslíkamans. Enn er jarðvegur aðalheimkynni sumra húðsveppa, sem geta sýkt dýr og menn (geophilic). Sumar tegundir þróast ekki lengur í jarðvegi heldur lifa aðallega á dýrum, en geta sýkt menn (zoophilic). Loks eru einstaka tegundir orðnar alveg háðar manni um tilvist sína, þ.e. ensím þeirra geta aðeins brotið niður homefni manns (antropophilic). Einkenni húðsveppasýkingarráðast að mestu af viðbrögðum ónæmiskerfis hýsilsins við niðurbrots- efnum sveppannna. Ef maður sýkist af húðsvepp, sem á aðalheimkynni í dýrum, geta einkenni hans orðið óvenju mikil (dæmi: T. verrucosum). Sennilega stafa þessi harkalegu viðbrögð af því, að ensím kerfi og niðurbrotsefni dýrasveppa eru ókunnuglegri ónæmis- kerfi manns en ensímkerfi mannháðra sveppa. I sumum tilvikum vinnur ónæmiskerfi mannsins smám saman á sveppasýkingu í húð og hári en mjög sjaldan eða aldrei í nöglum. Fólk með vissar bilanir í ónæmiskerfi, einkum því frumubundna, á erfiðara með að hemja húðsveppasýkingar en fólk með heilbrigt ónæmiskerfi. Lyf gegn húðsveppum þurfa að komast í homefni á sýkingarstað til að geta stöðvað vöxt sveppanna. Tiltölulega auðvelt er að ná nægu magni þeirra í homefni húðar, oft í formi áburða. Þurfi að nota inntökulyf, hefur griseofulvin verið það helsta. Tímalengd meðferðar er að nokkru tengd hraða á umseiningu homefnis á sýkingarstað. Sýking í húð þarf yfirleitt meðferð í nokkrar vikur og í hári nokkra mánuði. Mjög seinlegt er og stundum ógerlegt að ná nægu lyfjamagni í nöglum til fullrar lækningar. Ættir og algengar tegundir. Ættir húðsveppa eru þrjár: Trichophyton, Mic rosporum og Epidermophyton. Margar tegundir af T richophy ton sýkja menn, nokkrar af Microsporum, en aðeins ein af Epidermophyton. Sumar þessara tegunda eru mannháðar og smit á sér þá eingöngu stað milli manna. Aðrar hafa aðalheimkynni í dýrum, en menn Tafla I. Flokkun algengra húðsveppategunda sem sýkja menn ÆTT HEIMKYNNI í MÖNNUM HEIMKYNNI í DÝRUM Trycophyton T.tonsurans T. rubrum T. mentagrophytes var. interdig. T. schönleini T. verrucosum T. mentagrophyte var. mentagroph. Migrosporum M. audouini M. canis Epidermophyton E. floccosum LÆKNANEMINN 2/Í988-41. árg. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.