Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 6
Leiðari ...nokkur orð um eilíf ástarsambönd. Til að byrja með: Bókstafir þessa blaðs fagna í kór komu þinni lesandi góður. Pað vita allir að tilvist ólesins bókstafs er óbærileg. A þessu hafa læknanemar hvað næmastan skilning. Þeir eru menn sem eru hvað duglegastir að halda bókstöfum félags- skap. Þess vegna eru læknanemar í sérstöku uppáhaldi hjá bókstöfum. Námið okkar er þannig uppbyggt nú að augun hafa mikla tilhneygingu til að vanga við bókstafi textabókanna og glósanna, en við gefum þeim orðum er grundvalla þessa þekkingu lítinn gaum. Það er þó vart nema von, ekki eru tök á að kafa í kjöl alls þess sem við kynnumst. En það er þó einnig svo, að fyrirkomulag kennslunnar ýtir mönnum mjög að glósunum og frá því að leggja upp í könnunarleiðangra til þeirra svæða sem gefið hafa huganum undir fótinn. í þessu námi er nær allt matreitt ofaní okkur, frá þeirri stundu er við skráumst inn í deildina erum við búin að fastsetja atburði næstu sex ára (að því gefnu að við svífum seglum þöndum í gegnum fyrsta árið). Engu verðurtil hnikað ínáminu. Fyrstu þrjú árin eru tími hins geipilegasta fyrirlestramaraþons (þar sem nemandinn er í hlutverki hins andlausa þerripappírs) og fátt er þar sem er til vitnis um að hér stundi menn nám í háskóla, þó undantekningar finnist, s.s. val um ritgerðarsmíð hjá Helga Valdimarssyni og seminar kennsla hjá Gylfa Asmundssyni. En í sex ára námi sem kennt er við háskóla ætti nemendum að gefast meiri kostur á sjálfstæðum vinnubrögðum, sjálfstæðari þekkingarleit, eitthvað sem ýtir undir áhuga og glæðir námið allt lífi. Mun oftar ættum við að fá færi á að stinga okkur til sunds í tiltekið efni sem hertekið hefur hug okkar allan. Slíkt myndi stuðla að sjálfstæðari hugsun rétt sem gagnrýnni hugsun (sem telst aðalsmerki hvers háskóla). Ein leiðin til að komast út úr hlutverki hins andlausa þerripappírs er að taka sér árs frí og svamla frjáls í akademísku suðurhafi sem kennt er við BS. Mörgum þykir þó illt að lengja enn hið æði langa nám. I nýja skipu- laginu er þó gert ráð fyrir möguleika á rannsóknarvinnu á fjórða árinu. Er það vel. Já nú er víst Perestrojka læknadeildar komin í gang, fáninn hefur verið dreginn að húni og plógur þeirra kennslumálafræðinga æðir um svörðinn. En í hinni fagurlituðu Perestrojku deildarinnar má ekki gleymast mikilvægi þess hvernig hlutimir eru kenndir, í öllum vangaveltunum um hvenær á að kenna hvað og hvemig kennsluefninu er raðað upp. Hinu núverandi einhæfa kennslufyrir- komulagi þarf að storka, hér lyktar allt af þátíð og gamalli hugsun. Og að lokum: Hinn ástríki vangadans læknanemans við bókstafinn heldur áfram. P.B.J. 4 LÆKNANEMINN V\mA\. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.