Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 6
Leiðari
...nokkur orð um eilíf ástarsambönd.
Til að byrja með: Bókstafir þessa blaðs
fagna í kór komu þinni lesandi góður.
Pað vita allir að tilvist ólesins bókstafs er
óbærileg. A þessu hafa læknanemar hvað
næmastan skilning. Þeir eru menn sem eru
hvað duglegastir að halda bókstöfum félags-
skap. Þess vegna eru læknanemar í sérstöku
uppáhaldi hjá bókstöfum.
Námið okkar er þannig uppbyggt nú að
augun hafa mikla tilhneygingu til að vanga við
bókstafi textabókanna og glósanna, en við
gefum þeim orðum er grundvalla þessa
þekkingu lítinn gaum. Það er þó vart nema
von, ekki eru tök á að kafa í kjöl alls þess sem
við kynnumst. En það er þó einnig svo, að
fyrirkomulag kennslunnar ýtir mönnum mjög
að glósunum og frá því að leggja upp í
könnunarleiðangra til þeirra svæða sem gefið
hafa huganum undir fótinn.
í þessu námi er nær allt matreitt ofaní
okkur, frá þeirri stundu er við skráumst inn í
deildina erum við búin að fastsetja atburði
næstu sex ára (að því gefnu að við svífum
seglum þöndum í gegnum fyrsta árið). Engu
verðurtil hnikað ínáminu. Fyrstu þrjú árin eru
tími hins geipilegasta fyrirlestramaraþons
(þar sem nemandinn er í hlutverki hins
andlausa þerripappírs) og fátt er þar sem er til
vitnis um að hér stundi menn nám í háskóla, þó
undantekningar finnist, s.s. val um
ritgerðarsmíð hjá Helga Valdimarssyni og
seminar kennsla hjá Gylfa Asmundssyni. En
í sex ára námi sem kennt er við háskóla ætti
nemendum að gefast meiri kostur á
sjálfstæðum vinnubrögðum, sjálfstæðari
þekkingarleit, eitthvað sem ýtir undir áhuga
og glæðir námið allt lífi. Mun oftar ættum við
að fá færi á að stinga okkur til sunds í tiltekið
efni sem hertekið hefur hug okkar allan. Slíkt
myndi stuðla að sjálfstæðari hugsun rétt sem
gagnrýnni hugsun (sem telst aðalsmerki hvers
háskóla).
Ein leiðin til að komast út úr hlutverki
hins andlausa þerripappírs er að taka sér árs frí
og svamla frjáls í akademísku suðurhafi sem
kennt er við BS. Mörgum þykir þó illt að
lengja enn hið æði langa nám. I nýja skipu-
laginu er þó gert ráð fyrir möguleika á
rannsóknarvinnu á fjórða árinu. Er það vel.
Já nú er víst Perestrojka læknadeildar
komin í gang, fáninn hefur verið dreginn að
húni og plógur þeirra kennslumálafræðinga
æðir um svörðinn. En í hinni fagurlituðu
Perestrojku deildarinnar má ekki gleymast
mikilvægi þess hvernig hlutimir eru kenndir,
í öllum vangaveltunum um hvenær á að kenna
hvað og hvemig kennsluefninu er raðað upp.
Hinu núverandi einhæfa kennslufyrir-
komulagi þarf að storka, hér lyktar allt af þátíð
og gamalli hugsun.
Og að lokum: Hinn ástríki vangadans
læknanemans við bókstafinn heldur áfram.
P.B.J.
4
LÆKNANEMINN V\mA\. árg.