Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 8
Meðferð minniháttar brunasára
Flest minniháttar brunasár eru vatnsbrunar
(scalds), og eru algengastir hjá börnum. Þau eru flest
grunn, 1-2. gráða, en geta orðið djúp við sýkingu,
sérlega ef um er að ræða, djúpan leðurbruna. Þá eru
blossabrunar í andliti oftar en ekki grunnir.
Fyrsta meðferð á grunnum brunum er kæling, til
að draga úr sársauka, en einnig er hugsanlegt að
kæling með hæfilega köldu vatni (10- 25°), hafi áhrif
á framvindu sársins, þ.e.a.s., minnki frumudauða.
Kæling með ís getur hinsvegar verkað öfugt, þ.e.a.s.
stuðlað að frumudauða. Að lokinni sársaukameðferð,
þarf að huga að hreinsun sársins. Sprungnar blöðrur
eru klipptar burt, og sárið síðan þvegið með
dauðhreinsuðu saltvatni, eða vægri sótthreinsandi
upplausn. Menn greinir á um, hvort klippa eigi heilar
blöðrur, en líklegast er, að það skipti engu máli, hvort
þær eru klipptar, eða látnar springa af sjálfu sér.
A grynnstu brunasár, 1°, er óþarft að leggja
umbúðir, og á þetta einnig við um grunn sár í andliti.
Tilgangur með umbúðum, er fyrst og fremst að
vama utanaðkomandi sýkingu aðgang að yfirborði
sársins, að drekka í sig raka úr sárunum og varna
hreyfingu.
Hlutaþykktarhúðtap
(HÞT) (2°)
Fullþykktarhúðtap
(FÞT) (3°)
talinn með. %
SVÆÐI HÞT FÞT
HOFUÐ
HÁLS
F. BOLUR
A.BOLUR
HÆ. ARMUR
VI. ARMUR
RASSKINNAR
KYNFÆRI
HÆ. FÓTUR
VI. FÓTUR
HEILDARBRUNI
HLUTFALLSLEGUR HUNDRAÐSHLUTl LÍKAMSSVÆÐA AF YFIRBORÐSFLATARMÁLI
LÍKAMANS MEÐ TILLITI TIL ALDURS:
SVÆÐI ALDURO I 5 10 15 FULLORÐNIR
A= 1/2 HÖFUÐS 972 872 672 572 472 372
B= 1/2 ANNARS LÆRIS 274 374 4 472 472 474
C= 1/2 ANNARS N.UTLIMS 272 272 274 3 374 372
Mynd 1. Skema til að meta útbreiðslu brunasára (Lund og Browder skema).
6
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.