Læknaneminn - 01.10.1991, Side 11

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 11
við mikilli útferð úr því er vænlegast að gata græðlinginn með þartil gerðum gatara (mynd 3). Það á líka við ef sárin eru stór en gjafarsvæði takmörkuð, því hægt er að breiða úr græðlingnum. Venjulegt er að setja einhvers konar þrýstingsumbúðir á hin ágræddu svæði, til að halda græðlingnunt kyrrum, til að sjúga upp útferð og til að þrýsta honum að beðnum. I einstökum tilvikum, sérlega þegar brunasárið nær að sinum eða beini, getur verið nauðsynlegt að leggja einhvers konar flipa yfir sárið. Meðferð mestu bruna Mestu brunar eru þeir sem þurfa Iost og sárameðferð. Afleiðing slíkra bruna er alltaf brunaveiki, mismunandi alvarleg, en hversu alvarleg hún er fer eftir útbreiðslu og dýpt brunans, aldri hins brennda og almennu líkamlegu ásigkomulagi. Fyrsta stig brunaveikinnar er loststigið, en það stendur í 48 klukkustundir. Á því stigi seitlar vökvi út í vefina um allan líkamann, þó mest á brunasvæðinu (sjá fyrri grein). Vökvatapið fer eftir útbreiðslu brunasáranna og lostmeðferðin stefnir að því að fyrirbyggja lostið með því að gefa hinum brennda það magn af vökva, sem áætlað er að hann hafi og eigi eftir að tapa. Til þess eru ýmsar formúlur, sem flestar eru kenndar við þá sem bjuggu þær til, en í grundvallar- atriðum eru þær líkt samsettar, nema að munur er á hlutföllum electrolytaogcolloid vökva. Algengaster þó að nota helming af hvoru, en magnið byggist á þyngd hins brennda og brenndu yfirborði. Brunasjúklingur, sem hefur fulla meðvitund má drekka eins og hann lystir, helst ekki mikið í einu en oft. Að sjálfsögðu á að mæla það, sem hann drekkur, og draga það frá því sem hann fær í æð. Fái hinn brenndi aðeins vökva í æð, má nota eftirfarandi eftirfarandi v iðmiðun arformú 1 u: Fyrsti sólarhringur: 1,5 ml.electrolytalausn og 1,5 ml. af colloidlausn fyrir hvert kg. líkamsþunga og hundraðshluta brennds yfirborðs, miðað við fullorðna, og til viðbótar 3000 ml. vatns sem sykurlausn, 5-10%, til að bæta orkutap. Fyrir smábörn reiknast 2ml. og 100-150ml./kg. og fyrir börn 70-100ml/kg. Dæmi: Sjúklingur, sem vegur 50 kg. með 60% bruna, 2,-3.stigs. Electrolytalausn (Ringer lactate), 50 x 60 x0,75= 2250ml Colloidlausn (plasma): 50 x 60 x o,75 = 2250ml Vatn (sykurlausn) = 3000ml Heildarvökvamagn á fyrsta sólarhring = 7500ml A öðrum sólarhring er gefinn helmingur af þessu magni. Miðað er við að halda klukkustundar þvagútskilnaði í 25-30ml. Tilgangurinn með vökvameðferðinni er að fyrirbyggja lost. Meðan á meðferðinni stendur, þarf því að fylgjast með þvagútskilnaði, á klukkustundar- fresti, púlshraða, yfirborðsblóðrás, blóðþrýstingi, hematocrit, centralvenuþrýstingi og almennu ástandi hins brennda. Það er hætta á ferðum ef hinn brenndi kvartar um þorsta, angist eða andþrengsli, ef þvagútskilnaður minnkar eða stöðvast, þvag verður rautt eða korglitað, ef hiti hækkar verulega, ef hinn brenndi fær krampa eða uppköst, eða meðvitund sljógvast, ef púls verður veikur og hraður, og háræðafyllingu seinkar. Stöðugt þarf að fylgjast með almennu ástandi hins brennda, en auk þess þarf að mæla reglulega, þvagmagn og eðlisþyngd, electrolýta, hemoglobin, hematocrit, blóðgös, (sérlega ef um er að ræða reykeitrun, eða lungnabruna). Einnig er nauðsynlegt að gera lungnascann og fá lungnamynd, bæði með tilliti til lungnaskemmda og hugsanlega ofvökvunar. Flafi tekist að fleyta sjúklingi með meiriháttar bruna yfir loststigið, þ.e.a.s. fyrstu 3 sólarhringana eftir áverkann, hefst annað stig meðferðarinnar, en það er meðferðin á brunaveikinni, en hún er eins og áður hefur komið fram, afleiðing af eitrun frá dauðum vef, sýkingu og ónæmisbælingu. Við það bætist andlegt álag (streita) vegna sársauka og ótta við afleiðingar brunasáranna, á útlit, starfsgetu og afkomu. Markmið brunameðferðarinnará þessu stigi er að halda brunaveikinni í lágmarki, með því að fjarlægja dauðan vef eins fljótt og kostur er á, koma í veg fyrir eða halda sýkingu í lágmarki, viðhalda næringarástandi og sem næst eðlilegum electrolýta og blóðbúskap hins brennda, loka brunasárunum eins fljótt og kostur er á og veita hinum brennda andlega aðhlynningu, en hluti af henni er virk LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.