Læknaneminn - 01.10.1991, Page 12

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 12
Mynd 4a. Brunaör á baki og rassi. Mynd 4b. Jobskin ™ þrýstingsumbúðir. Mynd 4c. Eftir 71/2 mánaða meðferð með Jobskin™ endurhæfingarmeðferð. Þessi þáttur brunameðferðar, þ.e.a.s. hinn andlegi þáttur, hefur á síðari árum fengið æ stærra hlutverk í brunameðferðinni. Sú leið, sem best hefur gefist til að koma í veg fyrir vandamál við meðferð meiriháttar bruna, er að fjarlægja dauðan vef innan 3ja-4ra sólarhringa og loka brunasárunum með eigin húðgræðiingum. Við meira en 50% bruna er þetta að jafnaði ekki hægt, en til að leysa þann vanda verður þá að grípa til þess ráðs að nota líkhúð eða gervihúð. Vegna ónæmisbæiingar endist húð af öðrum einstaklingi lengur en hjá frískum og er því næst besta lausn. Kínverjar hafa náð mjög góðum árangri í meðferð á stærstu brunum með líkhúð. Þá eru brunasárin þakin með líkhúð, sem síðan er fjarlægð smátt og smátt og fyllt f eyðurnar með eigin húðgræðlingum. Nokkur afturkippur hefur komið í notkun líkhúðar, a.m.k. á Vesturlöndum af ótta við eyðni. Húðræktun er nýjasta aðferð til að þekja brunasár með eigin húð hinns brennda. Þá er tekin húðflaga eða flögur, strax í byrjun meðferðar, sett í sérstakan næringarvökva, látnar vaxa í nokkrar vikur og síðan fluttar á brunasárin. Sú húð, sem þannig fæst, hefur þó ekki alla eiginleika venjulegra húðgræðlinga, og er því lakari kostur, en getur bjargað lífi við stærstu bruna, sérlega á börnum. Sé af einhverjum ástæðum ekki hægt að fjarlægja allan dauðan vef í einu, er dauði vefurinn fjarlægður í áföngum og húð flutt á sárin jafnóðum. Það tekur lengri tíma og á meðan er hinn brenndi í hættu vegna sýkingar og annarra þátta bruna- veikinnar. Meðferð á stórum bruna, er því kapphlaup milli uppbyggjandi og eyðandi afla. Takist ekki að loka brunasárunum innan 3ja - 5 sólarhringa er sýking óhjákvæmileg. Hún stafar oftast af sýklum, sem hinn brenndi hýsir sjálfur, eða aðrir í umhverfi hans, úðasmit er talið hafa minna vægi en snertismit. Að sjálfsögðu ber að viðhafa stranga smitgát, og einangra þarf hinn brennda. í fyrstu til að verja hann fyrir sýkingu, og síðar til að vama sýkingu frá honum. Best er að meðhöndla stóra bruna á sérstökum brunadeildum, en þar sem ekki er grundvöllur fyrir slíka deild, vegna fólksfæðar, þarf að vera einangrunaraðstaða til að meðhöndla meiriháttar bruna. Hér á landi er einangrunaraðstaða fyrir lostmeðferð á gjörgæsludeild Landspítalans, og einangrunaraðstaða til framhaldsmeðferðar á lýtalækningadeild. Enn eru menn ekki á eitt sáttir um það, hvort gefaeigi brunasjúklingum fyrirbyggjandi sýklalyfja- meðferð eða ekki. Sé það gert er venjulega gefið penicillin, 2-3 fyrstu sólarhringana. Algengustu sýklar í brunasárum eru stafylococcar, en nánast allir sýklar, sem finnast í og á líkamanum, geta margfaldast í brunasárum. Sökum ónæmisbælingarinnar geta meinlitlir eða hversdags- lega meinlausir sýklar valdið lífshættulegum sýkingum, og á brunadeildum koma oft upp stofnar, semeruónæmirfyrirflestumsýklalyfjum. Þaðerekki eingöngu tegund sýklanna, sem ræður því hve alvarleg sýkingin er, heldur líka sýklafjöldinn. Tegund sýklanna má finna með því að rækta ur sárinu, en sýklafjöldinn finnst með því að telja sýklana í ákveðnu magni af vef. Sé grunur um blóðeitrun, þarf að rækta úr blóði. Blóðeitrun (septicemia) er 10 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.