Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 13
undanfari eða fylgifiskur fjöllíffærabilunar, og því
lífshættulegt ástand, hinsvegar er gerlablóðsmit
(bacteriemia) algeng eftir að hreyft hefur verið við
sárunum, og kallar ekki á önnur viðbrögð en aðgát.
Það eru ekki aðeins hin almennu áhrif sýkingar-
innar, sem taka þarf með í reikninginn, heldur einnig
staðbundin áhrif, því sýklafjöldinn í sári. ræður því,
hvort húðgræðlingar taka (festast) eða ekki.
Leiðir til að halda sýkingu í skefjum eru, að
halda sárunum hreinum með því að þvo þau daglega
eða oftar, og að nota sýklaeyðandi lyf, annað hvort
staðbundið eða systemískt. Staðbundnu sýklalyfin,
sem mest eru notuð, eru Sulfamyelon og
silfursulfadiazine (Flamazine). Þau eru notuð í
smyrslum og borin á sárin daglega. Umbúðir með
sýklaeyðandi lyfjum eru mjög dýrar, og því helst
notaðaráminniháttarbruna. Meðnotkunsýklalyfjaer
hægt að halda sýkingu í skefjum, en sú hætta fylgir
langvarandi notkun, að sýklastofnar verði ónæmir
fyrir lyfjunum, og að örveirur, sem ónæmar eru fyrir
öllum lyfjum, nái yfirhöndinni. Daglegar skiptingar
og böð, eru sársaukafull og kalla á aukna notkun
verkjalyfja. Val á öðrum sýklalyfjum fer eftir
sýklategund og næmisprófum og magn eftir þyngd
sýkingarinnar. Leiðin til að fyrirbyggja það er að loka
sárunum eins fljótt og hægt er.
Næring brunasjúklinga
Það hefur ávallt verið eitt erfiðasta viðfangs-
efnið í meðferð meiriháttar bruna, að viðhalda
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
fl