Læknaneminn - 01.10.1991, Page 14
næringarjafnvægi hins brennda, þegar frá byrjun, er
um að ræða mikið orkutap, sem er nokkurn veginn í
hlutfalli við stærð brunans. Orkan fæst í fyrstu með
niðurbroti á kolvetnum og fitu, en þegar það ekki
nægir, fer líkaminn að brjóta niður eggjahvítu. Hægt
er að vinna gegn orkutapinu með því að halda
umhverfi hins brennda heitu. Það hefur verið gerl með
því að láta hitað loft leika um hann og með því að hafa
hitalampa með innrauðum geislum yfir rúminu. Það
hefur einnig komið í ljós, að orkutapið eykst, ef hinn
brenndi finnur mikið til, er hræddur og órólegur. Það
er því liður í því að minnka orkuþörf, að létta bæði
andleg og líkamleg óþægindi.
Annar þáttur í að halda jafnvægi í orkubúskap-
num, er að bæta það sem tapast. Þegar um er að ræða
meiriháttar bruna, er sjúklingarnir oftast lystarlausir,
ógleði og uppköst eru algeng. Við þetta bætast föstur
vegna aðgerða. Notkun á vökvun og næringu í
einhverri mynd, utan meltingarvegar“parenteral”, er
því fremur regla en undantekning við meiriháttar
bruna. Til að vinna upp orkutap eru sykurlausnir
notaðar, oftast hypertonískar jafnvel allt að 20%.
Fyrstu dagana eru slíkar lausnir látnar nægja, “vide
supra”, ásamt öðrum vökva, en fljótlega er farið að
gefa næringarlausnir, sem innihalda, auk kolvetna,
fitu og eggjahvítu. Með slíkum lausnum er hægt að
mæta næringarþörf alveg, en slíkt er aðeins gert í
undantekningartilvikum. Oftast er næring utan melt-
ingarvegar notuð til að uppfylla þá orkuneyslu, sem
hinn brenndi nær ekki að fullnægja eftir venjulegum
leiðum. Þörfina er hægt að meta með því að fylgjast
með því sem hinn brenndi tekur til sín og með því að
vigta hann reglulega. Að sjálfsögðu þarf stöðugt að
halda mat að brunasjúklingum. Maturinn þart' að
innihalda öll næringarefni og bætiefni, sem líkaminn
þarf, aðeins í meira mæli en venjulega. Sértök áhersla
hefur verið lögð á C vítamín, sem hefur örvandi áhrif
á sárgræðsluna, og skortur á því veldur því að sár gróa
seinna en ella. Allan tímann, sem sárin eru opin, er
hinnbrenndi íöfugu köfnunarefnisjafnvægi, sem ekki
jafnar sig fyrr en eftir að sárunum hefur verið lokað.
Blóðleysi fylgir ávallt brunaveikinni, og því er
öllum sjúklingum með meiriháttar bruna, gefið blóð
eftir þörfum. Markiðið er að halda blóðrauða ofanvið
100gr%. Sé um að ræða stóran djúpan bruna, getur
þurft að gefa blóð strax á fyrsta sólarhring, vegna
eyðileggingar rauðra blóðkorna í brennda vefnum. Þá
veldur ofurnæmissvörunin veiklun rauðu blóðkorn-
anna og því auknu niðurbroti og þegar lengra líður
veldur sýking og líffærabilun sama fyrirbæri. Allar
aðgerðir á brunasárunum valda endurteknum
blæðingum, sem svo valda mergþreytu, og hægari
endurnýjun blóðkornanna.
Andleg aðhlynning
Meiriháttar bruni veldur ekki eingöngu
líkamlegum sársauka, heldur koma fyrr eða síðar í
sjúkdómnum fram andlegar truflanir, sem stafa af
stöðugum sársauka og ótta við afskræmingu og
bæklun. Margir brunasjúklingar eru áfengis- og/eða
lyfjasjúklingar. Komi slíkt fram í sögu sjúklingsins,
þarf að vera á verði gagnvart brottfallseinkennum og
reyna að fyrirbyggja þau í samráði við geðlækni, og
komi slík einkenni fram þarf strax að leita ráða.
Meðan ámeðferð stendur þarf oftað leita til geðlækna
eða sálfræðinga, og best er að sami aðili fylgist með
sjúklingnum frábyrjun.
Því er haldið fram, að andlegt jafnvægi hafi áhrif
á það hvernig sárin gróa, og að andlegar truflanir hafi
bein áhrif á ónæmiskerfið. Sums staðar er því lögð á
það áhersla að einhver náinn ættingi sé stöðugt með
hinum brennda.
Endurhæfing
Sjúkraþjálfarar eru kallaðir lil strax þegar
lostmeðferð er lokið, og stundum jafnvel fyrr ef
lungnavandamál koma upp. Vegna sársauka við
hreyfingu og vegna þess að erfitt er að hreyfa liði með
brenndri húð utanunr, stirðna brunasjúklingar mjög
fljótt. Sjúkraþjálfarar þurfa því að vera með í
meðferðinni frá byrjun. Þeir þurfa að hjálpa
sjúklingnum til að hreyfa sig, vera með við skiptingar
og aðrar aðgerðir, til að hreyfa liði passívt, og þeir
þurfaað veratil ráðgjafarum spelkugerð, til að koma
í veg fyrir kreppur. Á síðari stigurn, þegar brunasárin
eru gróin, heldur sjúkraþjálfun áfram, þar til
hreyfingar og starfsgeta er komin í eðlilegt horf, eða
eins langt og komist verður.
12
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.