Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 19
sjúkdómsgreiningunni óráði og er það oft misgreint
sem heilabilun (dementia), geðdeyfð eða “elliglöp”
(4). I einni rannsókn þar sem þetta var athugað
greindu læknar ekki, eða misgreindu allt að 32%
tilfella óráðs (2). Ástæður fyrir því eru margar og þá
kannski helst að fólk skynji ekki óráð sem alvarlegt
fyrirbæri. Margir gera sér heldur ekki grein fyrir því að
það er jafnalgengt að fólk deyi úr óráði og úr
blóðeitrun eða hjartadrepi. Einnig má benda á þá
staðreynd að í fæstum tilvikum eru vitsmunir
sjúklings metnir við skráningu sjúkraskrár. Líklega er
vöntun á nægilega góðu prófi og afmarkaðri
skilgreiningu á heilkenninu stór hluti af þessu
vandamáli (4).
Einkenni
Klínísk einkenni óráðs eru breytileg og getur því
verið erfitt að greina heilkennið. Það sem vitað er í dag
er að mestu byggt á athugunum á ungu fólki og ýmsum
viðhorfum lækna sem oft er vitnað til gagnrýnislítið
(7). Þar sem rannsóknir á einkennum heilkennisins í
mismunandi aldurshópum hafa ekki verið birtar enn
sem komið er, verður hér gert ráð fyrir að ekki sé
marktækur munur á klínískri mynd óráðs hjá ungu og
gömlu fólki (7).
Byrjunareinkenni
Óráð kemurfram nokkuð skyndilega, venjulega
á nokkrum dögum og oft fyrst að nóttu til. Hjá eldri
einstaklingi getur gangur heilkennisins orðið hraður
og mun hraðari en hjá ungu fólki (9). Sumir sjúklingar
fá ákveðin foreinkenni svo sem æsing, eirðarleysi,
syfju, svenfleysi, martraðir og ofskynjanir sem standa
stutt (7).
Almenn vitsmunaskerðing
Það sem ég hef kosið að kalla almenna
vitsmunaskerðingu er eitt aðaleinkenni óráðs. Þar er
átt við að hugsun, minni og hæfni til að vinna úr
skynáreitum er minnkuð eða óeðlileg. Hæfni til að
safna, vinna úr, geyma, kalla fram og nota upplýsingar
til markvissrar úrlausnar á vandamálum er minnkuð
sem leiðir til þess að sjúklingur er ekki sjálfbjarga (9).
Hugsun er alllaf óskipulögð og meiraeða minna
í molum. Sjúklingur á í erfiðleikum með að stjórna
hugsanaferlinu. Hjásumumerhugsunin draumkennd,
full af ímyndunum og óraunveruleika en hjá öðrum
gjörsamlega í molum. Hæfni til að hugsarökrétt, leysa
úr einföldum vandamálum og að bregðast rétt við
aðstæðum er alltaf minnkuð að einhverju leyti. Það
Ieiðir af sér að mat á aðstæðum er handahófskennt og
einnigeru þeir oftast óáttaðir í tíma og rúmi. Þeireiga
yfirleitt í erfiðleikum með að nefna réttan mánaðar- og
vikudag og einnig tíma dagsins. Þetta er sú truflun
sem kemur hvað fyrst fram og fer síðast. Enn aðrir eiga
erfitt með að þekkja stað og fólk. í versta falli þekkja
sjúklingarnirekki á klukku, staðinn sem þeireru áeða
nánustu ættingja sína (7,9).
Ranghugmyndir eru iðulega en þó ekki alltaf til
staðar. Þær eru illa ígrundaðar, fljótandi og breytast
hratt eftir því sem breytingar verða í nánasta umhverfi.
Þettaer því ólíkt ranghugmyndum sem þekktar eru hjá
geðklofa-, maníu- eða ofsóknaræðissjúklingum þar
sem þær eru úthugsaðar og varanlegri (6).
Minni er skert: skráning, geymsla og
framköllun. Skammtímaminni er skert vegna
athyglisskerðingar (9). Sjúklingur man illa nýliðna
atburði og kann að skálda í eyðurnar. Eftir að
sjúklingur hefur náð sér að nýju man hann venjulega
illa veikindi sín (6).
Skynjun er skert þannig að sjúklingur getur illa
aðgreint og unnið úr skynáreitum og tengt áreiti við
fyrri reynslu. Sjúklingurgeturátt íerfiðleikum með að
aðgreina skynjanir, hugmyndir, drauma og
ofskynjanir. Imyndanir og ofskynjanir sem oftast eru
sjónrænar en sjaldnar bæði sjón- og hljóðrænar, eru
algengar í óráði en þó ekki alltaf til staðar. Um það bil
helmingur sjúklinga fær ofskynjanir að nóttu til sem
geta blandast saman við drauma. Venjulega eru
viðbrögð viðofskynjunum hræðslaeðareiði ogreynir
sjúklingurinn oft að verjast eða flýja ofskynjan-
imar(9).
Ofangreind einkenni eru aðaleinkenni óráðs.
Þau eru mismikil eftir tíma sólarhrings og yfirleitt
mest áberandi á nóttunni. Sjúklingur getur verið með
réttu ráði um tíma en með óráði aftur eftir nokkrar
klukkustundir. Ef einkennin eru misáberandi og
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
17