Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 21
plantna, dýra eða iðnaðar og 4) fráhvarf frá misnotkun
áfengis og/eða róandi lyfja (9). Lyfjaeitranir og þá
sérstaklega af völdum andkólínergra lyfja, eru ein
algengasta orsök óráðs í eldra fólki (tafla 1)(6).
Dæmi um algenga sjúkdóma sem stuðlað geta að
óráði eru hjartabilun, lungnabólga, þvagfærasýking,
krabbamein, nýrnabilun, hypokalemia, þurrkur
og/eða natríum skortur, heilaáföll, sérstaklega er
nefnt drep í hægra heilahveli (9).
Hjá eldra fólki er orsökin oft fleiri en ein. Eldra
fólk er almennt viðkvæmara fyrir óráði en yngra fólk
og bendir sú staðreynd lil þess að aldraðir hafi gjarnan
áhættuþætti til staðar (9).
1. Sjúkdómar í heila:
Fyrirferðir: Æxli, subdural blæðing, æðagúlar
Æðasjúkdómar: blóðtappi, blóðrek, blæðingar, heilakvilli vegna háþrýstings, æðabólgur.
Flogaveiki
Sýkingar: heila- eða heilahimnubólga
2. Sjúkdómar annars staðar í líkama:
Efnaskiptasiúkdómar:
Elektrólýtatruflanir
Hypoglycemia, hyperglycemia
Sýru-basa ójafnvægi
Súrefnisskortur
Lifrar- nýma- eða lungnabilun
Vítamínskortur: tíamín (Wernicke's heilakvilli), fólínsýra og Bp
Hyper- hypothermia
Svkingar: lungnabólga, blóðsýking, inflúensa, þvagfærasýking
Innkirtlasiúkdómar:
Skjaldkirtill: skjaldvakaóhóf, spiklopi (myxedema)
Kalkkirtlar: óhóf eða skortur á kalkvökum
H jarta- oe æðasiúkdómar:
Hjartabilun
Hjartsláttartruflanir
Hjartadrep
3. Eitranir:
Lyf: andkólínerg, þríhringlaga geðdeyfðarlyf, litíum, róandi- og svefnlyf, háþrýstingslyf, lyf við
hjartslátlartruflunum, digoxín, Parkinsonslyf, deyfilyf og cimetidin.
Áfengi
Eiturtegundir: þungir málmar, lífræn leysiefni, tréspiritus, frostlögur
4. Lyfjafráhvarf:
Áfengi
Róandi og svefnlyf
Tafla 1. Orsakir óráðs.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
19