Læknaneminn - 01.10.1991, Side 26

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 26
málma í blóði og gera lyfjamælingar. Er það gert í því augnamiði að athuga hvort um er að ræða lyfjainntöku, hvort sem hún er af ásetningi eða ekki. Þó svo að lyfjamælingar séu innan eðlilegra marka getur það skýrt óráð hjá sumum einstaklingum einkum eldra fólki (10). Heilalínurit getur verið hjálplegt við að greina hvort óráð sé af starfrænni truflun í heila eða vegna annarrasjúkdóma. Einnig geturheilalínurit sagttil um hvort óráð sé af völdum bráðrar lyfjaeitrunar eða einhversannars. Heilalínuritgeturveriðsvipaðíóráði og heilabilun og þá geta nokkur rit í röð hjálpað til við að greina þarna á milli (10,12). Tölvusneiðmynd af höfði ætti að panta ef taugaskoðun sýnir staðbundin einkenni og einnig ef erfiðlega gengur að finna orsök fyrir óráðinu (10). Mænuástungu skal gera ef heilsufarsaga og skoðun er neikvæð. Eldra fólk með greinda sýkingu fyrir utan miðtaugakerfið getur verið með óráði án þess að um heilahimnubólgu sé að ræða. Einnig er hætta á að menn rugli saman hnakkastífleika og slitgigt í hálsliðum við mat á heilahimnubólgu. Hér þarf því að meta hvert tilfelli fyrir sig með tilliti til þessa (5). Meðferð Til að mögulegt sé að veita bestu meðferð við óráði þarf að greina heilkennið sem fyrst, finna undirliggjandi orsakir og einnig þarf að vera til staðar möguleikar á góðri stuðningsmeðferð. Sé óráð greint nógu snemma og réttri meðferð beitt er það oftast læknanlegt. Hins vegar ef undirliggjandi þættir eru ekki leiðréttir getur óráð endað í heilabilun eða dauða (12). Oráð er þannig hættulegt ástand sem þarf að bregðast skjótt við. Byrja þarf á að vökva sjúkling, leiðrétta elektrólýta og bæta blóðsykur, súrefnis- mettun eða vítamínskort sjúklings (6,12). Hætta skal öllum lyfjagjöfum sem ekki teljast bráðnauðsynlegar (8,9,10,12). Auk þess að lækna undirliggjandi orsakir óráðs þarf einnig að setja í gang meðferðaráætlun sem miðar að því að hindra sjúking í að slasa sig og að útbúa umhverfi þar sem skynáreiti æsa sjúkling sem minnst (12). Best er að hafa sjúkling á vel upplýstri sjúkrastofu með persónulegum munum hans í kringum rúmið. Auk þess er gott ef gluggi er á herberginu og einnig er hjálplegt að hafa á veggnum klukku eðadagatal svo sjúklingureigi auðvelt með að fylgjast með tímanum (6,10,12). Einnig er gott ef hægt er að hafa sjúkling nálægt vaktherberginu og stundum getur verið nauðsynlegt að sitja yfir honum og er þá mjög hjálplegt ef fjölskylda hans er reiðubúin til þess (12). Reynt skal að nota tækifærið á daginn þegar sjúklingur er með réttu ráði til að útskýra ástand hans fyrir honum og segja honum hvar hann er (12). Lyfjameðferð Nauðsynlegt getur verið að róa sjúkling með lyfjum. Yfirleitt er öruggast og gefur besta raun að nota Haloperidol (Haldol) í slíkum tilfellum. Má þá gefa frá 0,5-1 mg í æð eða um munn sem hleðsluskammt þar til sjúklingur róast (6,12). 1 áfengisfráhvarfi er benzodiazepín kjörlyf. I slæmum Iyfjaeitrunum af völdum andkólínergra lyfja má gefa fysóstigmín 1 -2mghægtíæðeðavöðvaogendurtaka skammtinn síðan eftir þörfum. Frábendingar við þessari meðferð eru saga um hjartasjúkdóma, asthma, sykursýki, magasár og þvag- eða hægðateppu. Þarf að gefa það með gát til að forðast krampa og hjartsláttartruflanir. Ef um er að ræða lifrarbilun má nota oxazepam eða lorazepam til róunar í lágum skömmtum (6). Lokaorð Oráð er algengt heilkenni og þá sérstaklega hjá eldra fólki, en getur komið á hvaða aldri sem er og verið merki um alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm. Það hefur sýnt sig að sjúklingar fá oft óráð inni á sjúkrahúsi án þess að greinast. Ættu allir læknar og hjúkrunarfólk að gera sér far um að greina óráð sem fyrst svo að hægt sé að koma í veg fyrir fylgikvilla þess, svo sem dauða, heilabilun eða áverka. Pálmi V. Jónsson lyf- og öldrunarlœknir fœr bestu þakkirfyrir góðar ábendingar og yfirlestur. 24 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.