Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 33
Þegar vissu þani er náð geta þeir rofnað þannig að loft úr alveolus færist eftir septae lobularis. Loftið getur einnig færst inn að miðju inn í miðmætið og nefnist það »pneumomediastinum«. Það er talið vera til staðar í u.þ.b. 5% loftbrjóststilfella (3). Hins vegar getur loft brotið sér leið út að pleura visceralis og myndað þar blöðru (bleb, bullae) sem getur rofnað verði hún nógu stór. Atburðarásin ræðst síðan af því hvort # loftlekinn stöðvist # loftlekinn haldi áfram # eða hvorl um sé að ræða svokallaðan loku- loftleka (“valve-like”), þ.e. áframhaldandi loftleka þar sem loftið kemst inn í fleiðru- holið en ekki aftur út. Loftlekinn stöðvast Ef um lítið rof er að ræða á pleura visceralis hættir lekinn oftast af sjálfu sér. Við lekann fellur lungað að einhverju leyti saman með þeim afleiðingum að alveoli og bronchiolur kýlast saman. Hvorki blóð né öndunarloft kemst að samfallna lungnahlutanum þannig að »SHUNT«-áhrif eru lítil sem engin. Alvarlegt súrefnisfall (hypoxia) sést því sjaldan (2) og eru blóðgös alla jafna innan eðlilegra marka svo fremi sem hitt lungað er heilbrigt. Sjúklingarnir eru sjaldan móðir en geta mæðst við áreynslu. Ef útbreiddur lungnasjúkdómur er hins vegar fyrir hendi getur sjúklingurinn orðið mjög móður og farið í öndunarbilun, allt eftir ástandi þess lunga sem ekki féll saman. Loftið sem safnast fyrir í fleiðruholinu frásogast smám saman. Þannig hverfa fyrst auðleystustu lofttegundirnar, s.s. CO,, síðan 0, og N,. Með því að auka hlutþrvsting 0; í innöndunarloftinu má flvta fvrir bví að tiltölulega torlevst lofttegund eins og N. hverfi út úr fleiðruholinu (2). Þegar ekki eru frábendingar fvrir súrefnisgjöf er því æskilegt að gefa siúklingum með loftbrióst súrefni. t.d. í nös eða með grímu. A hinn bóginn er mjög óæskilegt að svæfa þessa sjúkl. með N,0 (glaðlofti). Glaðloftið berst út ífleiðruholið uns hlutþrýstingur þess er sá sami og í blóði og stækkar loftbrjóstið. Rétt er að geta þess að það getur verið lífshættulegt að flytja þessa sjúklinga flugleiðis í mikilli hæð. I háloftunum er loftþrýstingur lægri en á jörðu niðri og loftbrjóstið stækkar því með aukinni hæð vegna útþenslu lofttegundanna sem eru í fleiðruholinu. Loftlekinn heldur áfram Stöðugur loftleki er fremur sjaldgæft ástand og sést yfirleitt í kjölfar áverka á brjóstkassa (2). Um er að ræða opin sár á brjóstkassanum sem loftið kemst út og inn um. Ef sárið er nógu stórt er viðnám gegn hreyfingu loftsins minna í opinu en sem nemur viðnámi loftvega. Öndunarloftið leitar ætíð þangað sem viðnám er minnst og hreyfist því aðallega í gegnum sárið á brjóstveggnum í stað þess að fara eftir loftvegunum til lungans. Loftskipti verða mjög takmörkuð í samfallna lunganu og af getur hlotist alvarleg öndunarbilun. Fræðilega getur þessi gerð loftleka einnig sést eftir áverka á trachea eða mikinn lungnaáverka en sést í raun afar sjaldan í tengslum við slíka áverka (2). Loku-Ioftleki I loku-loftleika kemst loftið inn í fleiðruholið en ekki út úr því aftur. Brjóskhringir í stærri loftvegum og smærri berkjum lungnanna gera það að verkum að hæglega geta myndast eins konar lokur eða ventlar við áverka á þá. Einnig geta rifur á lungnablöðrum (bullae) út við fleiðruholið myndað ventla sem aðeins hleypa loftinu aðra leiðina. Sjúklingurinn getur síðan þrýst lofti inn í fleiðruholið, t.d. með því að hósla. Þannig eykst þrýstingurinn í fleiðruholinu smám saman. Ef fleiðruholið þenst mikið út truflast flæði í stóru venunum til hjartans, því veggir þeirra eru þunnir og blóðþrýstingur lágur. Leggjast þær því auðveldlega saman. Síðargeturmiðmætið færst til og þrýst á hitt lungað. Sé ekkert að gert getur lost hlotist af (11). Þetta nefnist þrýstiloftbrjóst (tension pneumothorax) og er lífshættulegt ástand (sjá nánar síðar). LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.