Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 37

Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 37
mismunagreiningar eru lungnarek (embolia pulm.), lungna- eða brjósthimnubólga. Allt eru þetta sjúkdómar sem geta valdið bráðum brjóstverkjum eða skyndilegri mæðitilfinningu. FylgikviIIar Fylgikvillar loftbrjósts eru sjaldgæfir. Þeir helstu eru: 1) Fleiðruvökvi. Hann getur sést íeinhverjum mæli á lungnamynd í u.þ.b. 25% tilvika (1). Einungis í 3% loftbrjóststilfella er vökvinn blóð, þ.e. hemothorax (3). Oftast er blæðingin vegna áverka en getur verið vegna samvaxta sem rifna upp frá pleura parietalis þegar lungað fellur saman. Ef blæðingin er mikil getur verið nauðsynlegt að gera opna brjóstholsaðgerð og stöðvablæðinguna. 2) Öndunarbilun. Sést einkum í sekúnderu sjálfkrafa loftbrjósti og við þrýstiloftbrjóst. 3) Svking f fleiðruholi (empvema). Er sjaldgæfur fylgikvilli og kemur helst þegar loftbrjóst myndast í kjölfar lungnaberkla, annarra sýkinga í lungum eða opinna brjóstholsáverka. Það getur einnig komið í kjölfar aðgerða á brjóstholi. 4) Þrvstiloftbrióst. Það sést í 2-3% loftbrjóststilfella (3). Fjallað er um þrýstiloftbrjóst annars staðar í þessari grein. Meðferð Bráðameðferð þrýstiloftbrjósts Mikilvægast varðandi meðferð er að átta sig strax á því (klínískt) hvort um sé að ræða brvstiloftbrióst eða ekki. Þrýstiloftbrjóst er lífshættulegt ástand þar sem sjúklingurinn getur farið í lost á skömmum tíma. Ef brugðist er rétt við má bjarga lífi sjúklingsins. Reka skal grófa nál (eða kera ef tiltækur) í gegnum brjóstkassann þeim megin sem loftbrjóstið er og létta þannig á yfirþrýstingnum sem myndast hefur í fleiðruholinu. Meðferðin er síðan svipuð þeiiTÍ sem beitt er við venjulegt loftbrjóst, þ.e. sjúklingunum er gefið súrefni og kera komið fyrir í fleiðruholinu og hann tengdur við sog. Hafa ber í huga að varasamt er að fljúga hátt yfir jörðu með sjúklinga með loftbrjóst, t.d. í sjúkraflugi. Þetta á síður við ef sjúklingurinn er með brjóstholskera sem tengdur er við vatnslás og ef flugvélinerbúinjafnþrýstibúnaði. Einnigervarasamt að svæfa sjúklinga með loftbrjóst og setja í öndunarvél með yfirþrýstings-öndun, hafi þeir ekki brjóstholskera. Eins og vikið var áður er glaðloft (N20) óæskilegt ef svæfa þarf þessa sjúklinga, þar sem það eykur á stærð loftbrjóstsins. Ef sjúklingur er greindur með loftbrjóst ræðst það aðallega af eftirfarandi þáttum hver meðferðin er (3,4): # Stærð loftbrjóstsins # Er sjúklingurinn með eða án einkenna? # Er þetta fyrsta loftbrjóst sjúkingsins eða endurtekið loftbrjóst? # Hafa fylgikvillar gert vart við sig? # Eru lungun sjúk fyrir eða heilbrigð? Stuðningsmeðferð (“konservatív meðferð”) Stuðningsmeðferð og eftirliti er oft beitt ef sjúklingurinn hefur óveruleg einkenni og samfall lungans er minna en sem nemur 20-25% af rúmmáli þess (1,4). Yfirleitt eru sjúklingrrnir hafðir inniliggjandi í u.þ.b. sólarhring og tekin önnur lungnamynd fyrir heimferð til að útiloka aukinn loftleka. Þeim er ráðlagt að taka því rólega eftir útskrift og mæta íeftirlit 1 vikusíðar. Þáertekinný lungnamynd. Eftir þann tíma hefur lungað yfirleitt náð að þenjast út til fulls, eða allt að því til fulls. Hafi loftbrjóstið hins vegar stækkað eða haldist óbreytt getur þurft að grípa til frekari aðgerða (sjá síðar). Lofttæming með sprautu (“aspiration”) Er eingöngu hægt að beita við tiltöluglega vægt prímert sjálfkrafa loftbrjóst eða loftbrjóst af »iatrogen« toga. Þá er helst notast við grófa sljóa nál (Kugelbergsnál) og sprautu sem búin er krana. Loftið er sogað úr fleiðruholinu og má t.d. hífa upp LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.