Læknaneminn - 01.10.1991, Side 48

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 48
Raflífeðlisfræði jónaganga: nýjar aðferðir og niðurstöður Þór Eysteinsson dósent, Stefán B. Sigurðsson dósent og Jóhann Axelsson prófessor. Rannsóknastofa í Lífeðlisfræði, Læknagarði. Inngangur Við veitingu Nóbel: erðlauna í lífeðlis- og læknisfræði á síðasta ári hefur sænska akademían enn einu sinni veitt raflífeðlisfræði verðuga viðurkenningu. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að gera lesendum Læknanemans eilitla grein fyrir þróun mála á þessu sviði og reyna að lýsa þeim áhrifum sem þessar nýjungar hafa haft og koma til með að hafa á aðrar greinar. Hlutverkjónaganga Jónagöng má skoða sem tengsl á milli umfrymi og utanfrymi þ.e. leið fyrir frumur til að eiga samskipti við umhverfi sitt. Jónagöng eru misjöfn að gerð en að uppbyggingu eru þau fyrst og fremst stórar prótín- sameindir er “sitja” í frumuhimnunni, sem að öðru leiti er mynduð úr fosfólípíðum. Gegnum jónagöngin geta ákveðnar jónir flætt um frumuhimnuna, cg þá valdið breytingum í starfsemi frumanna. Jónagöng eru flokkuð í samræmi við ákveðin viðmið, svo sem hvaða jónir þau hleypa í gegn, eftir því hversu auðveldlega jónirnar komast í gegn þ.e. leiðni þeirra (conductance), hvort starfsemi þeirra er háð gildi himnuspennu eða ekki og hvort starfsemi þeirra er háð verkan lyfja eða boðefna, og þá hverra. Fjölbreytni ganganna er mikil og reyndar verður sú fjölbreytni Ijósari eftir því sem þekking á þeim eykst (Hille, 1984). Stundum er rætt um jónagöng eins og þau starfi sjálfstætt og einangruð hver frá öðrum, en það er ekki raunhæf mynd. Þvert á móti verður nú æ ljósari sú staðreynd að samspil þeirra getur verið töluvert. Skemmtilegt dærni um þetta eru þau göng sem koma við sögu við losun insúlin úr beta-frumum í brisi. Frumuhimnur þessara fruma hafa þrjár gerðir jónaganga er allar gegna hlutverki við stjórn á losun insúlíns úr frumunni. Mynd 1 sýnir slíka frumu og jónagöngin. Ein gerð er ATP-stýrð kalíum-göng, og streymir kalíum um þau úr út frumuni þegar þau eru opin. Við efnaskipti glúklósa eða próteina eykst styrkur ATP í umfrymi og þá lokast þessi gerð ganga og fruman afskautast. Það leiðir til opnunar spennustýrðra kalsíum-ganga á frumuhimnuni, og kalsíum streymir inn. Þessi aukni styrkur á kalsíum virkjar síðan insúlín losun (exocytosis). En aukið kalsíum í umfrymi jafnframt opnar enn eina gerð jónaganga sem eru kalsíum-stýrð kalíum-göng. Við virkjun þessara ganga endurskautast fruman og það lokar spennustýrðu kalsíum-göngunum og þá jafnframt hægir á hinni kalsíum-háðu losun insúlíns. Þegar þetta er skrifað er vitað um fjóra meginflokka af mismunandi kalsíum-göngum á frumuhimnum almennt, en afar liklegterað fleiri muni finnast. A beta frumum íbrisierua.m.k. tværgerðir. Hypoglysemísk lyf sem notuð eru við meðhöndlun iskemíu (súrefnisþurrð), við óreglu á hjartslætti vegna iskemíu og sykursýki (gerð II), þ.e. sulfonylureas (tolbutamide, klórprópamíð, glibenclamide og glypizide) verka afar sérhæft á ATP-stýrð kalíum göng, þ.e. virkja þau, og hefur tekist að staðfesta þessa verkan með bútþvingun. 46 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.