Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 52

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 52
En þrátt fyrir þessa þróun spennuþvingu sem aðferð er hún takmörkunum háð. Hægt er að mæla straumflæði umfrumuhimnur, ogskoðabreytingaren ekki er hægt að sjá hvaða ferli orsaka breytingar á straumflæðinu. Jafnframt er illmögulegt að staðsetja hvar ífrumuhimnunni slíkar breytingar verða. Þetta er mikilvægt þar sem ljóst er að talsverður munur getur verið á bæði virkum og óvirkum burði jóna um frumuhimnur eftir staðsetningu. Sem dæmi er oft munur á slíkum flutningum um apical og basal hluta í frumum þekjuvefs. Bútþvingun (patch clamping) Bútþvingun (patch-clamping) er aðferð þar sem hægt er að fylgjast með hegðun sk. jónaganga í frumuhimnum og jafnvel í himnum frumulíffæra. Jónagöng eru sérhæfð með tilliti til þess hvaða jónir geta flætt um þau. Þetta flæðijóna myndar rafstraum og er straumurinn forsenda himnuspennu fruma, í samræmi við straumlögmál Ohm. Fundist hafa sérhæfð göng þar sem eingöngu kalíum-jónir flæða um, og önnur sérhæfð göng sem t.d. eingöngu natríum-jónir flæða um. Það hefur verið alllengi vitað um tilvist slíkra ganga, en fram að 1976 var ekki hægt að mæla strauminn sem flæðir í gegnum hver einstök jónagöng, heldur aðeins hægt að reikna hann út með flóknum stærðfræðlegum aðferðum, út frá mælingum með spennuþvingu. Árið 1976birtuþeirErwinNeher og Bert Sakmann við Max Planck-stofunina í Göttingen grein sem lýsir aðferð er gefur ekki aðeins kost á að mæla þann straum er flæðir á hverjum tíma í gegnum jónagöng, heldur einnig hversu lengi göngin eru opin, og hversu oft þau opnast í tíma, þ.e. tíðni opnunar og lokunar jónaganga (Neher og Sakmann, 1976). Einnigerhægtmeðþessari aðferð aðsjáhvort fleiri en ein jónagöng eru opin í einu, og hvert er hlutfallslegt straumllæði í gegnum þau. Til viðbótar þessu er hægt að meta með bútþvingu, hvaða þættir það eru sem stjórna opnun og lokun jónaganga, og þar með straumflæði um þau. Þannig er hægt að nota þessa tækni til að athuga hvort og þá hvernig taugaboðefni, hormón eða lyf verka á jónagöng í frumuhimnum. Verkan þessara efnasambanda er mjög oft á þann veg að þau opna eða loka jónagöngum. Með nýjum aðferðum í sameindalíffræði er jafnframt hægt að breyta röð amínósýra í þeim próteinum er mynda jónagöng, og síðan nota aðferð þeirra Neher og Sakmann til að athuga á hvern hátt starfsemi jónaganga breytist við slíka meðhöndlun . Fegurð þessarar aðferðar felst fyrst og fremst í því hversu hugsunin á bak við hana er í raun sáraeinföld. Hún byggir á einföldu grundvallar- lögmáli raffræðinar sem er straumlögmál Ohm er segir að straumur er jafnt og spenna deilt með viðnámi. Til þess að mæla lítinn straum þarf mikið viðnám í þeim “leiðara” sem straumurinn flæðir um en í þessu tilviki er frumuhimnan leiðari. Ef spenna er stöðug yfir slíka himnu, þ.e. “þvinguð” að einhverju gildi, þarf að mynda mikið viðnám milli straummælis og leiðarans til að mæla lítinn straum. Straummælingin í bútþvingu felst í að mynda mikið viðnám, milli glerpípu sem er sérstaklega útbúin til þess ama og frumuhimnu. Því meira sem “innsiglið” (seal) er á milli himnunar og glerpípunar því hærra er viðnámið. Með því að nota tandurhreinar glerpípur, fylltar saltlausn og “sjúga” frumuhimnuna að glerpípunni er hægt að auka viðnámið 100-1000 fallt, ogviðnámiðnemurþámilli 10-100Gígaohm (Hamil ofl„ 1981). Glerpípan sem fyllt er saltvökva er leiðir vel straum og saltvökvinn umhverfis frumuna, eru tengd afar næmum magnara. Þetta tæki getur bæði mælt og magnað upp lítinn straum og jafnframt “þvingað” spennuna yfir frumuhimnuna að því gildi sem tilraunamaður kýs sjálfur, samkvæmt sömu lögmálum og við spennuþvingu. Þar með er auðvelt að athuga samband himnuspennu og straums um einstök jónagöng. Ljóst er að hegðun sumra jónaganga er háð himnuspennu, og þá er oft sagt að þau séu “stýrð” afspennu (voltage gated). Með þvíað skoða sambandið milli straums og þvingaðrar spennu er hægt að sjá breytingar í leiðni himnunar eftir því hver spennan er. Aðrar gerðir bútþvingunar Bútþvingun hefur misjöfn form, þ.e. hversu stór hluti himnu er þvingaður, og hvort ytra eða innra borð himnunnar snýr að skráningarskautinu. Ein útgáfa af bútþvingun er stundum nefnd innhveif (inside out) bútþvingun og þá er örskautið fært frá frumunni eftir að frumuhimnan hefur verið soguð föst. 50 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.