Læknaneminn - 01.10.1991, Page 53

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 53
Við það losnar sá hluti frumuhimnunnar sem fyrir opinu var (búturinn) af frumunni, og snýr þá innnra borðið út ívefjarbaðið. Þáþarf lausnin íbaðinu að vera svipuð af samsetningu og innanfrumuvökvi. Heilfrumuskráning (whole cell recording) er skráning á straumflæði um alla frumuhimnuna með sambærilegri nákvæmni og ef um skráningu frá himnubút er að ræða. Hún gefur möguleika á að skrá frá afar smáum frumum eins og t.d. rauðum blóðkornum. Heilfrumuskráningin hefst á svipaðan máta og venjuleg bútþvingun en síðan er glerpípan dregin til baka um nokkra míkrómetra, en sá hluti frumuhimnu sem er fyrir opi glerpípunar helst fastur við glerið (ef vel tekst til), þá er sogið aukið þangað til það rifnar gat á frumuhimnu. Með því að rífa gat á frumuhimnuna á þennan máta myndast raftengsl milli vökva glerpípunar og innri hluta frumu. Heilfruntuskráningin er þá skráning á straum jóna inn og út úr umfrymi. Þessi aðferð hefur þá kosti að með henni er hægt að skrá bæði straumflæði og himnuspennubreytingar með sama skráningarskauti (að vísu ekki samtímis), og því svipar til hefðbundina innanfrumuskráningameð örskautum. Kosturhennar umfram örskautsskráningar er að ólíklegt er að frumuhimnan verði fyrir svipuðum skaða og þegar örskauti er stungið inn í frumu, auk þess sem hægt er að skrá frá mun minni frumum. “Galli” hennar er hinsvegar að meðhöndla þarf vefinn með frumu- losandi ensímum eins og collagenasa, proteasa og jafnvel elastasa. Við þetta losnar vefurinn í sundur og einstaka “frjálsar” frumur fást. Þetta er nauðsy nlegt ti 1 þess að tryggja að nægileg “innsigli” (Gigaseal) myndist milli frumuhimnu og skráningarskauts, og þar með útiloka óæskileg “raflæti” (noise) í bakgrunni. Vitað er að slík ensím-meðferð er mjög vandameðfarin og getur breytt starfsemi jónaganga og jafnvel opinberað “ný” jónagöng (Hestrin og Korenbrot, 1987). Ein aðferð við bútþvingun er kölluð úthverf (outside out) bútþvingun. Hún fæst eftir að heilfrumuskráning hefur tekist og op er úr glerpípunni inn í frumuna. Er þá glerpípan dregin til baka og sá hluti frumuhimnu sem var fastur við glerið rifnar frá frumunni, slitrin renna saman og mynda heila himnu. Ytra borð frumuhimnunnar snýr nú út úr glerpípunni og að vefjarbaðinu. Nú er hægt að þvinga spennumuninn yfir þennan bút af frumuhimnu og skrá straumflæði um þau jónagöng sem á himnubútnum eru. Viðtakar fyrir lyf eða boðefni sem eru á bútnum liggja að vefjarbaðinu, og því hægt að verka á starfsemi þeirra með því að bæta lyfjum eða eiturefnum í vefjarbaðið. Þessi aðferð veldur augljóslega meiri röskun á starfsemi frumuhimnunar, og vitað er að hún getur haft áhrif á sjálfa starfsemi jónaganga (Sakmann og Neher, 1984). Svo framarlega sem menn hafa þann þátt í huga, hefur þessi aðferð þann kost að hægt er að rannsaka starfsemi jónaganga á mjög smáu svæði, og hvernig samverkan þeirra við utanfrymi er. Algengast er að skrá heilfrumuskráningar (eins og aðra bútþvingun) frá frumum sem standa stakar í vefjarækt eða úr vef sem hefur verið meðhöndlaður með ensímum. Þetta þýðir að sjaldan er kostur á að skrá frá frumum sem eru í sínu eðlilega umhverfi þ.e. í heilsteyptum, starfhæfum vef, og hefur þetta augljós áhrif á niðurstöður. Menn hafaþegarhafið tilraunirtil þess að komast hjá þessum ókosti (t.d. Coleman og Miller, 1989). Er líklegt að framtíðarþróun bútþvingunar sem aðferðar verði í þá átt að auka getu til þessa. Ein leið sem lofar góðu er að nota þunnar sneiðar úr vefjum. s Urvinnsla gagna Þegar gögn sem aflað er með bútþvingun, eins og t.d. þau er sýnd eru á mynd 4 eru skoðuð, vaknar sú spurning hvernig hægt sé að túlka þau og meta af öryggi. Það magn af gögnum sem fæst úr jafnvel afar stuttri skráningu er gífurlegt, og tæki langan tíma að greina íhöndum. Jafnframterhætta á að þættireins og reynsla (eða skortur á henni), eða fyrirfram gefnar skoðanir athuganda hafi áhrif á túlkun. Að auki er vitað nú að með því eingöngu að skoða niðurstöður úr skráningum hráar er hætta á að upplýsingar um mikilvæg líffræðileg ferli fari forgörðum (Colquhoun og Sigworth, 1983). Eitt af því mikilvægasta sem úrvinnsla gagna úr bútþvingun beinist að er að fá einhverja vissu um hversu mörgum göngum er í raun verið að skrá frá. Mynd 4 sýnir dæmi um hráa skáningu á straumflæði um himnubút sem fall af tíma. Stundum eru öll jónagöng lokuð, en stundum sést greinilegt straum- flæði, og þessi skipting loknunar getur verið bæði LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.