Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 62
vaxtarþáttur (IL-3) sem verkar á stofnfrumur í
beinmerg og þá tekur við vaxtarþáttur sem verkar á
sameiginlegar forstigsfrumur (GM-CSF) en síðan
taka við vaxtarþættir sem verka sértækt til myndunar
á annað hvort kleyfkjarna eða einkjarna átfrumum.
Þetta gerist stig af stigi, þannig að tjáning á viðtökum
fyrir viðeigandi vaxtarþætti er aukin í takt við
þroskann. A endanum er svo vakin framleiðsla á
þroskunarþætti, IL-6, sem hvetur sjálfvirkt endanlega
þroskunátfrumna(Heywortheía/, 1990,Sachs, 1989)
Hvað varðar þroskun er ekki um að ræða líkindi
milli eðlilegrar frumufjölgunar á vaxtarskeiði og
fjölgunar krabbameinsfrumna heldur einmitt
þveröfugt. Það sem fyrst og fremst greinir að eðlilega
frumufjölgun og illkynjaeraðí illkynja frumufjölgun
er rofið eðlilega samhengið milli frumufjölgunar og
þroskunar. Illkynjafrumurþroskastekki að því marki
að frumuskiptingar hætti og þærbera einmitt oft útlit
sem einkennir forstigsfrumur, sbr. "blasta" í blóði
sjúklinga með hvítblæði. Með aðferðum
sameindalíffræðinnar hefur nú Ifka verið sýnt fram á
að það eru ekki bara ytri einkenni sem hafa staðnað í
þroska. Þannig tjá beinsarkmeinsfrumur gen sem
eðlilegir osteoblastar tjá á afmörkuðu þroskastigi
(Stein et al, 1990). í hvítblæði getureðlileg atburðarás
á þroskaferlinum verið úr lagi gengin með ýmsu móti.
Til dæmis er stundum offramleiðsla á vaxtarþætti, en
stundum er ekki vakin framleiðsla á þroskunarþætti
(Sachs, 1989).
Niðurlag
Af ofanskráðu er Ijóst að ýmsar hliðstæður má
finna milli hegðunar illkynja frumna og eðlilegrar
frumufjölgunar og frumuhreyfinga, sérlega þar sem
þæreru mestar, þ.e. áfósturskeiði. En margt greinirað
sjálfsögðu að og illkynja æxli þróast aldrei í heil-
brigðan starfhæfan vef. Þegar fruma skiptir sér er um
þrennt að ræða hvað verður um dótturfrumumar:
1) þær geta skipt sér aftur,
2) þær skipta sér ekki aftur heldur þroskast og
sérhæfast,
3) þærdeyja.
Eins og áður getur er eðl i legt ferl i það, að eftir að
stofnfruma hefur getið af sér tvær dótturfrumur, t.d. í
beinmerg, taka við fáeinarskiptingarenn ogjafnframt
hefst þroskun og með auknum þroska hætta
frumuskiptingar. Þetta gerist ekki ef stofnfruman er
illkynja, slíkar frumur kunna ekki að hætta að fjölga
sér og fara að þroskast. Frumudauði er eðlileg leið til
að takmarka frumufjölda og gerist þá með fyrirbæri
sem heitir apoptosis. Það einkennist af því að DNA-
kjamsýran brotnar niður og sést fyrst þannig, að
kjaminn dettur í sundur. Frumur deyja með þessum
hætti í endumýjun og viðhaldi vefja og jafnvel á
fósturskeiði. Vaxtarþættir geta komið í veg fyrir
apoptosis og er það líklega leið til þess að laga fjölda
stofnfrumna, t.d. í beinmerg að þörfum líkamans fyrir
endumýjun (Williams etal, 1990). Nýlegahafakomið
fram upplýsingar sem benda til að þetta ferli geti verið
truflað í illkynja frumum. Auk æxlisgena sem áður
voru nefnd eru til gen sem hafa öfug áhrif, þ.e. bæla
æxlismyndun og hafa því verið kölluðbæligen. Afurð
eins slíks gens er svokallað p53. Þetta prótein skortir
í sumum hvítblæðisfrumum en þegar heilbrigt p53
gen er flutt í slíkar frumur taka þær að deyja með
apoptosis (Yonish-Rouach et al, 1991). Tap eða
breytingar á p53 geni virðast nokkuð algengar í
ýmsum krabbameinum, t.d. í brjóstum, ristli og
lungum (Hollstein et al., 1991). Þessar niðurstöður
benda til þess að ofan á það að hafa staðnað á
þroskaferlinum og geta ekki hætt að skipta sér hafi
illkynja frumur líka tapað hæfileikanum til að deyja
eðlilegum frumudauða. Að sjálfsögðu er mikið um
frumudauða í illkynja æxlum, en það er "slysadauði",
þ.e. drep vegna næringarskorts eða afföll við
afbrigðilegar frumuskiptingar.
Mynd 4. Frumudauði með apoptosis, kjami deyjandi frumu
hefur dottið í sundur í þrennt. I þessu tilviki er um að ræða
frumu af hvítblæðisfrumulínu, K-562 og hefur hún orðið
fyrir árás drápsfrumu (NK-frumu) sem sést við hliðina á
henni. Örlítið fjærereitilfruma sem á hérengan hlut að máli.
60
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.