Læknaneminn - 01.10.1991, Page 72
Eins og fyrr segir reyndist fjölsykrungur
hjúpgerðar B ekki vekja mótefni. (5) Þess vegna hefur
leit að góðum mótefnavaka beinst að eggjahvítu-
efnum í úthýði (outer membrane proteins) þeirrar
hjúpgerðar. (14,15,16) Hefur greining þeirra verið
notuð til að flokka meningókokka í undirflokka
(serotype, subtype), sem gefin er til kynna með tölum
áeftirhjúpgerðinni. (Dæm i: Neisseria meningi tidis B,
serotype 15, subtype 16, oftast skrifað B:15:P1,16).
B faraldrar hafa gengið á undanförnum áratug
m.a. í Noregi, á Kúbu, í Brasilíu og í Chile. I öllum
þessum löndum hafa stórir hópar fólks fengið B
bóluefni ýmist úreggjahvítuefnum úthimnu eingöngu
eða öðrum efnum til viðbótar. Vernd hvers þessara
bóluefna hefur síðan verið reiknuð með samanburði á
fjölda tilfella í bólusettum hópum og óbólusettum.
Samkvæmt óbirtri skýrslu frá þingi um
meningókokkabóluefni sem haldið var í Osló í sept.
1991 ávegum vinnuhóps Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
ar reiknaðist vernd þriggja B bóluefna sem hér segir:
1. Bóluefni framleitt á Kúbu og reynt í B faraldri gaf
87% vernd í hópi 10-14 ára barna. Þegar sama
bóluefni var notað fyrir 3ja mánaða til 6 ára börn
í Brasilíu veitti það öllum hópnum einungis 52%
vemd en vemd fyrir 2ja til 6 ára reiknaðist meiri
eða 77%. Þetta bóluefni hefur nú verið gefið yfir
5 milljón manns í þessum tveim löndum.
2. Bóluefni framleitt í Noregi og notað í B faraldri
gaf 57% vernd í hópi um 85.000 12-16 ára
unglinga. Óbólusettursamburðarhópurvarámóta
stór (17).
3. Bóluefni framleitt í Bandaríkjunum, reynt í B
faraldri í Chile, gaf 51% vernd.
Umrædd B bóluefni veita sennilega aðeins
vemd gegn ákveðnum undirflokkum hjúpgerða B,
þ.e. þeim sem hafa í úthýði sínu þau eggjahvítuefni
sem viðkomandi bóluefni er unnið úr. I bóluefninu frá
Kúbu eru þó fleiri eggjahvítuefni en úr úthýði eins
stofns og telja þarlendir læknar að það veiti vörn gegn
fleiri en einum undirflokk B stofna. Aukaverkanir af
þessum bóluefnum hafa verið minni háttar, aðallega
roði og bólga á stungustað.
Ekkert B bóluefni fæst á almennum
markaði. Þau eru enn í þróun og takmarkið er að
framleiða B bóluefni sem gefi góða vernd gegn öllum
undirilokkum hjúpgerðar B. Það er einnig unnið að
eggjahvítutengdum AogCbóluefnum. Vonandi tekst
í framtíðinni að þróa eitt algilt bóluefni gegn þessu
þremur algengustu hjúpgerðum meningókokka.
Heimildir.
1. Schreiber W. Epidemic meningitis í: Infectio. Infectious
Diseases in the History of Medicine. bls. 113-115. Editiones
Roche, Basel, 1987.
2. Lapeysonnie L. La meningite cerebro-spinale en Afrique.
Bull Wld Hlth Org 28, Suppl. 1963.
3. Epidemiological surveillance and control of
cerebrospinal meningitis in Africa. WHO Chronicle 27:
347-351, 1973.
4. KabatEA, KaiserH, Sikorski H. Preparation of thetype-
specific polysaccharide of the type I meningococcus and a
study of its effectiveness as an antigen in human beings. J
Exp Med 80: 299-307, 1945.
5. Gotschlich EC, Liu TY, Artenstein MS. Human
Immunity to the meningococcus. III Preparation and
Immunochemical Properties of the of group A, group B and
group C meningococcal polysaccharides J. Exp Med 129:
1349-1365,1969.
6. Wyle FA, Artenstein MS, Brandt BL et al. Immunologic
response of man to Group B meningococcal polysaccharide
J Inf Dis 126: 514-522, 1972.
7. Artenstein MS, Gold R, Zimmerly JG et al. Prevention of
meningococcal disease by group C polysaccharide vaccine.
New Engl J Med 282: I 17-120, 1970.
8. Cerebrospinal meningitis control. Report of a WHO study
group. Wld Hlth Org Technical Report series 588: 14-18,
1976.
9. Wahdan MH. Rizk F. El-Akkad AM et al. A controlled
field trial of a serogroup A meningococcal polysaccharide
vaccine. Bull. Wld I Ilth Org 48: 667-673, 1973.
10. Erwa HH, Ilaseb MA, Idris A et al. A serogroup A
meningococcal polysaccharide vaccine. Studies in the
Sudan to combat cerebrospinal meningitis group A. Bull
WldHIth Org 49: 301-305, 1973.
11. Peltola H, Makele PH, Kaythy H et al. Clinical efficacy
of meningococcus group A capsular polysaccharide vaccine
in children threemonths tofive years of age. New EngJ Med
297:686-691, 1977.
70
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.