Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 77

Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 77
Um klíníska raflífeðlisfræði sjónbrautar: 1. Augnrit (EOG) og sjónhimnurit (ERG) Pór Eysteinsson, Rannsóknastofu í lífeðlisfræði. Inngangur. Með þessari grein og annarri sem birtast mun síðar í Læknanemanum er ætlunin að kynna fyrir lesendum þær aðferðir sem notaðar eru klínískt við athuganiráraflífeðlisfræði sjónbrautar. Verðurgerð grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við töku þessara mælinga, í grófum dráttum þeint lífeðlisfræðilegu ferlum sem liggja að baki, og nefnd nokkur klínísk dæmi er varpa eilitlu ljósi á klínískt notagildi þessara aðferða. Það ber að undirstrika að þessi umræða, þótt löng sé, verðuráengan hátttæmandi. Raflífeðlisfræði sjónbrautar verður hér og í næstu grein tekin fyrir kerfisbundið, frá litþekju (pigment epithelium) augans, og síðan eins og leið liggur upp eftir brautinni að sjónberki heilans. I þessari fyrstu grein mun ég einbeita mér að tveimur aðferðum sem gefa mynd af starfsemi litþekju (pigmentepithelium) ogsjónhimnu (retina). Augnrit (electrooculogram, EOG). Þessi aðferð í stuttu rnáli sýnir starfsemi litþekju augans og samskipti hennar við ljósnema augans. Einnigerhúnnæmfyrirbreytingumímiðgróf (macula) augans, t.d hjá fólki með hrömun miðgrófar, þótt ekki sé fylgni milli sjónskerpu (acuity) og augnrits. Taka augnrits fer þannig fram að skráningarskaul eru sett á húð rétt við augnkróka, og þannig mæld sk. stöðuspenna (standing potential) augans. Ekki er þörf á að víkka sjáöldur fyrir þessa mælingu. Það var lífeðlisfræðingurinn Dubois- Reymond sem uppgötvaði það árið 1849, í fiskum, að það er stöðugur spennumunur milli hornhimnu (comea) og sjóntaugar, þar sent homhimna er pósitíf miðað við sjóntaug. Þessi stöðuspenna nemur nokkrum millivoltum og einkennir öll hryggdýr. Homhimna, linsa, sjónhimna og litþekja hafa öll innlegg í stöðuspennu augans, þar sem spennumunur er yfir alla þessa vefi, en innlegg litþekju er líklega veigamest. Noell (1952) sýndi fram áað í kanínum er hægt að fjarlægja stöðuspennuna að mestu ef komið er af stað sérhæfðri hrörnun litþekju með natríum iodate. Við klíníska töku augnrits er brýn nauðsyn á að nota staðlaða aðferð og verður lýst einni hér. Fyrst ber að tryggja að viðnám húðar milli skráningar- skautanna sé ekki yfir 5 Kohnt. Eftir staðsetningu skráningarskauta er sjúklingur látinn staðsetja höfuð inn í ganzfeld ljósertara og hreyfa augun til hliðar einstaka sinnum með jafnri hreyfingu, en jafnframt halda höfði kyrru. Nauðsynlegt er að nota ganzfeld (sem er kúlulaga hvelfing með opi. Viðfang setur höfuð inn í hvelfinguna um opið) við töku þeirra mælinga sem rætt er um í þessari grein til að útiloka óæskilegt ljós og til að tryggja samfellda (homogenous) dreyfingu ertingarljóss í sjónsviði. Bæði augnrit og sjónhimnurit, tekin klínískt, eru heildarsvörun(massresponse)litþekju ogsjónhimnu, en í h voru tveggjageta verið glopur (vegna sjúkdóms), sem draga úr svörun. Það er því nauðsyn á að tryggja að ekki séu samsvarandi gloppur í ertingarljósi. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.