Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 93

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 93
Streita og viðbrögð við henni Ottar Guðmundsson læknir Gísli, Bóthildur og Ingjaldur í Gísla sögu Súrssonar er greint frá viðskiptum Gísla Súrssonar, Barkar digra og Ingjaldar í Hergilsey. í útlegðinni dvelur Gísli hjá Ingjaldi í þrjá vetur en í Geirþjófsfirði á sumrunr. Andstæðingar Gísla leita þá að honum og sendir Eyjólfur grái hatursmaður Gísla á vettvang Njósna-Helga til að kanna málin. Helgi kemst þá með klækjunr að raun urn að Ingjaidur haldi Gísla hjá sér. Börkur digri sendir þá skip eftir Gísla í Hergilsey en hann kemst úr eynni með því að beita brögðum. Gísli fer á bátkænu ásamt ambáttinni Bóthildi og þykist vera sonur Ingjaldar en hann var afglapi hinn mesti. Lætur Gísli öllum illum látum þegar skipin sigla framhjá hvort öðru til að líkja eftir bjálfanum og hafa menn Barkar gaman af. Þau sleppa því naumlega úr hættu þessari og geta þakkað það leikhæfileikum Gísla. Skömmu síðar kemst fjandaflokkurinn að raun um að Gísli hafi setið í bátnum sem sigldi framhjá þeim innan seilingar. Börkur digri verður ævareiður við þessa háðung en Gísli kemst undan í þetta sinn eins og svo oft áður. Sagan sýnir að stundum er það heilladrjúgt fyrir vitra menn að láta eins og þeir væru heimskir og vitgrannir. Margir fáráðir leika sama leik og þykjast gáfaðri en þeir eru og gefst það stundum vel. Margvísleg svörun Þegar ég las þessa skemmtilegu frásögn í Gísla sögu velti ég því fyrir mér hvernig Gísla hafi verið innanbrjósts þessar mínútur meðan bátarnir runnu hvor franr hjá öðrum. Hann veit að næstu andartök munu ráða úrslitum hvort hann sleppur lifandi úr þessari hættu eða ekki. Líklegast hefur Gísli verið ákaflega stressaður og spenntur og brugðist við hættunni á ýmsa vegu bæði líkamlega og andlega. Þegar líkami spendýra var hannaður einhvern tíma í fyrndinni virtist hönnuðurinn réttilega gera sér grein fyrir því að ýmsir erfiðleikar gætu orðið á vegi í hörðum heinri. Það væri því mikils um vert að búa svo um hnúta að menn gætu brugðist við ýmiss konar hættuástandi á réttan veg. Þegar fólk verður fyrir áreiti eða uppgötvar yfirvofandi hættuástand fara ýmsir innkirtlar af stað. Þeir framleiða efni senr breyta líkamsstarfsseminni á þann veg að auðveldara sé að bregðast við yfirvofandi ógnunum. Líkamssvörunin er tafarlaus og maðurinn verður þar með hæfari til að fást við hættuna, takast á við óvininn og sigra hann. Aður var talið að líkaminn svaraði einungis með aukinni framleiðslu adrenalíns. Adrenalín var þá kallað flótta og baráttuhormónið. Nú er sannað að mun fleiri efni leysast úr læðingi en adrenalínið eitt við streituáreiti. Miklar breytingar verða þá á líkamsstarfsemi svo að hægt sé að mæta hættum bæði snöfurmannlega og tafarlaust. Hvað gerist? Við skulum fara aftur í huganum til Gísla Súrssonar þar sem hann situr í bátnum með Bóthildi ambátt og bíður þess sem verða vill. Hann sveipar sig klæðum fíflsins og hy lur andlit sitt og lætur bjálfalega. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.