Læknaneminn - 01.10.1991, Side 96
Aukið magn af skjaldkirtilshormónum gerir
það að verkum að einstaklingurinn þolir hita verr en
áður. Hannsefurillaogþreytistfljóttogléttist. Margir
verða spenntir og órólegir, eiga erfitt með að sitja
kyrrir og líður illa vegna ólýsanlegrar innri spennu..
Mikið af endorfínum gerir það að verkum að
margir sem eru undir stöðugri streitu virðast verða
uppiskroppa með þetta efni. Sumir stressaðir
einstaklingar kvarta undan stöðugum höfuðverkjum,
bakverkjum og liðverkjum. Þetta stafar sennilega af
því að einstaklingurinn virðist skynja sársauka öðru
vísi en áður.
Minnkað magn af testosteróni og óðrum
kynhormónum veldur minnkaðri kyngetu sem oft
fylgir í kjölfar mikillar streitu. Þetta leiðir til alls konar
kynlífsvandamála. Menn eiga erfitt með eðlilegt
holdris og sáðlát og konur sem finna fyrir mikilli
streitu eiga erfitt með að fá fullnægingu. Þetta getur
leitt til mikilla samskiptaörðugleika milli hjóna eða
sambýlisfólks. Gamalt ráð við ófrjósemi var að
ráðleggja fólki að fara saman í sumarfrí og komast
þannig á brott frá áhyggjum og streitu hins daglega
lífs. Minnkuð streita gat þýtt aukið magn kynhormóna
sem bætti ástand sáðfruma og eggloss.
Minnkað blóðmagn til meltingarfæra og
aukið rennsli til hjarta og vöðva hefur margvíslegar
afleiðingar. Allir kannast við ræðumanninn sem
kemur vart upp nokkru orði vegna munnþurrks sem
stafar af streitu. Stjómendur funda og ráðstefna koma
ávallt fyrir vatnsglasi hjá ræðupúltinu af þessum
sökum. Ýmiss konar meltingarerfiðleikar geta stafað
af minnkandi vökvamyndun í maga og meltingar-
færum. Allir íþróttamenn forðast að setja eitthvað í
magann stuttu fyrir keppni. Vegna streitunnar er lítil
hreyfing á meltingarfærunum svo að fæðan liggur
eins og steypuklumpur í maganum og getur komið í
veg fyrir góðan árangur í kepnni.
Aukinn sykur og insúlín í blóði getur haft
sveitlur í blóðsykri í för með sér. Menn finna fyrir
lágum blóðsykri og mikið sælgætisát sem stressaðir
einstaklingar gera sig oft seka um stafar sennilega af
löngun í eitthvað sætt.
Hraður hjartsláttur sem rekja má til mikillar
stöðugrar streitu getur valdið hækkuðum blóðþrýst-
ingi og auknum líkum á hjartaslagi. Lungun þenjast
út, sem veldur auknu næmi fyrir sígarettureyk svo að
skaðsemi hans verður mun meiri. Þetta er auðvitað
hættulegt þegar það er haft í huga að ákaflega margir
stressaðir einstaklingar keðjureykja “til að róa
taugarnar".
Þykkara blóð getur aukið hættuna á hjartaslagi.
Þær breytingar sem verða á húðinni skýra vel
útlit hins stressaða einstaklings. Hann er fölur og
sveittur og ber það með sér hversu spenntur hann er.
Skynfærin, augu, nef, heyrn og tilfinning eru
spennt til hins ítrasta sem veldur því að menn verða
viðkvæmir og hvumpnir og bregðast oft við hinu
minnsta áreiti á yfirdrifinn hátt.
Hvað veldur streitu?
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim
þáttum í lífi nútímamanns sem valda honum hvað
mestri streitu. Þeirlífsviðburðirsem reynasterfiðastir
eru þessir: Dauði maka, skilnaður, aðskilnaður hjóna
eða sambýlisfólks, fangelsisdómur, dauði nákomins
ættingja, slys eða veikindi, gifting, atvinnumissir,
komast áeftirlaun og verða að hætta að vinna, veikindi
náins ættingja, þungun, kynlífsavandamál, fæðing
nýs fjölskyldumeðlims, fjárhagsörðugleika,
skuldasöfnun, rifrildi og deilur á heimili, vandræði í
sambandi við tengdafólk, vandamál á vinnustað,
híbýlaflutningaro.fl.o.fl. Þegarþessilisti erskoðaður
kemur í ljós að allflestir hafa ástæðu til að finna fyrir
streitu. Lífshættir hafa breyst mjög mikið og líf
langflestra er undirorpið fjölmörgum breytingum og
óvissu sem veldur ákafklega mikilli spennu.
Hjónaskilnaðir hafa aldrei verið fleiri en nú, fólk flytur
meira milli landshluta og frá landinu, margir eiga í
miklum greiðsluörðugleikum og eru að sligast undan
þunga verðtryggðra lána. Atvinnuástand hefur haldist
nokkuð stöðugt en þó eru blikur á lofti nú og á
undangengnum áratugumhefurfjöldilslendingaflust
úr landi vegna ótryggs atvinnuástands. Þessir
einstaklingar hafa sest að í Svíþjóð, Ástralíu og víðar.
Svartnættisraus og bölmóður stjórnmálamanna og
fjölmiðlamanna á liðnum vetri hefur spennt fólk upp
og valdið langvinnri vanlíðan og kvíða gagnvart
framtíðinni. Auk þessara þátta sem valda langvinnu
streituástandi verða allir fyrir áreiti á hverjum degi
sem veldur þeim geðsveiflum og spennu. Umferðar-
hnútar, vandamál á vinnustað, sími sem stöðugt er á
tali, vitlaust veður, hálka og langar raðir á kössunum
94
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.