Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 121
Reglugerðin.
Fyrir tveimur árum var fellt niður ákvæði um að
ráðningastjórar skyldu semja um kaup og kjör
stúdenta og stjórn F.L. falið að sjá um þau mál. A
aðalfundi fyrir ári síðan var svo komið á laggimar
nefnd sem ráðningastjórar bundu miklar vonir við og
kölluðvarhagsmunanefnd. Súnefndhefurhinsvegar
gjörsamlega brugðist vonum mínum og legg ég til að
gert verði átak í launamálum stúdenta á komandi
starfsári og fylgt eftir því starfi sem þó var unnið. Þar
á ég við bréf sem sent var launafulltrúum
heilsugæslustöðva og farið fram á að starfsnám
læknanema yrði metið til launa.
Það má jafnvel hugsa sér að aðalráðningastjóri
verði fulltrúi í nefndinni og í staðinn verði létt af
honum þeirri kvöð að skipta stúdentum niður á spítala
í verklegu námi. Til þess yrði fenginn annar nemi í
nýtt embætti.
BreytingatillöguráreglugerðF.L. umráðningar
verða engar í þetta skiptið hinsvegar er tvennt sem
þyrfti að ræða. I fyrsta lagi, hvað á ráðningastjóri að
taka til bragðs ef staða fellur niður. Er sanngjarnt að
sánemi sem hreppt hafði stöðuna verði setturfremstur
í ráðningaröðina og þá hvað lengi? I öðru lagi,
hvemig skilja félagsmenn liðg í 9. grein reglugerðar-
innar þar sem segir að sniðganga megi röð ef ekki er
unnið meira en 2 sólarhringa ímánuði. Þurfa þessir 2
sólarhringar að vera samfelldir?
Ráðningagjöld.
Innheimtur gengu vel að mestu og hefur félagið
sem fyrrnokkrartekjurafbröltinu. Ráðningagjöldin
virðist nokkuð sanngjöm og gerir undirrituð engar
tillögur um breytingar að sinni.
Deilumál.
Lítið fór fyrir þeim meðal læknanema. Sektum
fyrir brot á reglugerð var beitt í tvígang og janfgilda
þær kr. 5.000.- fyrir hvert brot.
Á hinn bóginn bar svo við í upphafi starfsárs að
kennarar við deildina hertu tökin á nemum og komu í
veg fyrir námsferðir þeirra til Isafjarðar. Þetta þótti
ráðningastjóra mjög miðuren gat lítið að gert. Málin
voru rædd á kennslumálaráðstefnu F.L. ímars s.l. Þar
voru menn sammála um að halda þyrfti málinu
vakandi, ath. hvort hægt væri að koma stöðunni fyrir
í endurskipulögðu námi og sömuleiðis mætti reyna að
knýjafram formlegt samþykki Læknadeildarfyrirþví
að nemar taki hluta af verklegu námi á FSA.
Ráðningastjórar hafa átt gott samstarf við
læknanema. Sömuleiðis við lækna víða um land,
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækni og Sólveigu
Guðmundsdóttur sem mest hefur haft með okkar mál
aðgeraf.h. heilbrigðisráðherra. Öllum þessum færi ég
bestu þakkir og sérstakar þakkir fá Rannveig
Pálsdóttir og Páll Matthíasson fyrir frábært samstarf.
Arna Guðmundsdóttir, aðalráðningastjóri.
Skýrsla stúdentaskiptanefndar.
Á síðasta ári urðu heilmiklar breytingar í
stúdentaskiptanefndinni sem skiluðu sér í auknu og
virkara starfi en margt er þó ógert fyrir komandi
stúdentaskiptanefnd að glíma við. Búið var að fjölga
meðlimum í nefndinni og höfum við verið átta sem
störfuðum þetta árið. Fjöldi skiptinema var
takmarkaðurvið töluna 16 sem varákveðin út frá þeim
fjölda skiptinema sem við töldum okkur geta tekið á
móti og sinnt hérlendis.
Vegna undantekninga og gamalla samninga þá
fengum við 18 umsóknir frá íslenskum læknanemum
og 14 þeirra sýndu viljann í verki, sóttu heirn
austantjaldslöndin Tékkóslóvakíu og Ungverjaland
ásamt sólarlöndunum Grikklandi, Italíu, Spáni og
Tyrklandi. Island virðist vera meðal vinsælli landa
þegar erlendir læknanemar huga til dvalar sem
skiptinemar og eru færri sem komast aðen vilja. Við
fengum 20 umsóknir en 15 komu hingað.
Aðalstarf þessarar nefndar er fólgið í umsjón
meðerlendu skiptinemunum það tímabil er þeirdvelja
hér. Þetta er mikið starf en skemmtilegt og gaman
væri að sjá hinn almenna læknanema virkari í því
starfi.
Meðlimir stúdentaskiptanefndar leituðu út fyrir
klakann til að sækja ráðstefnur sem eru tvær árlega.
Hin fyrri var í mars f Júgóslavíu þar sem skipst var á
umsóknum en hin síðari, ársþing IFMS A, var haldin
á Álandseyjum íágúst síðastliðnum. Á ársþinginu var
m.a. samþykkt að félagsgjald okkar til samtakanna
yrði helmingur af taxta vegna þess hve íbúafjöldi
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
119